Skagfirðingabók - 01.01.2008, Blaðsíða 38
SKAGFIRÐINGABÓK
daglegu lífi. A hinn bóginn hafa
þessir höfundar bóklegar fyrirmynd-
ir (bæði frá frumbýlingsárum ís-
lenskrar skáldsögu og úr þýddum
skemmtisögum), sem ráða miklu um
það hvað er talið áhugavert í skáld-
sögu, hvernig tilfinningum er lýst,
hvaða mat er lagt á persónur og
atburði. Þessar fyrirmyndir - æði mis-
jafnar að sönnu — gerast einatt mjög
ráðríkar og þoka verkum þessara á-
hugamanna mjög nálægt hinni al-
þjóðlegu skemmtisögu. Guðrún frá
Lundi er sá höfundur sem einna best
kemst frá þessari blöndu. Þegar á
heildina er litið munu flestir ís-
lenskir afþreyingarhöfundar standa
mun nær hinni alþjóðlegu formúlu
en Guðrún frá Lundi (t.d. dæmi-
gerð ástaframhaldssaga vikublaðs).
Þetta á bæði við „sakleysingja"
hennar kynslóðar og þá sem yngri
eru og vita mætavel hvað þeir eru
að gera þegar þeir eru að reyna að
„hanna“ metsölubækur um sína kyn-
slóð borgarbarna.
Ólafur Jónsson, einn hinna skoð-
anamótandi bókarýnenda, skrifaði svo
(líklega 1968, birt síðar í Leikdómar
og bókmenntagreinar 1986):
I umræðu manna og ádeilum á hin-
ar svonefndu kerlingabækur, alþýð-
legar skemmtisögur kvenna, hefur
ein kona mest verið höfð fyrir sök-
um og nafn Guðrúnar frá Lundi
jafnvel haft fyrir samnefni slíkra
skáldkvenna ... En Guðrún frá Lundi
er engan veginn lítilsverður höfund-
ur — nema þá menn aðhyllist þá al-
mennu reglu að rómantískar, alþýð-
legar skemmtisögur séu með öllu
forkastanlegar bókmenntir og eigi
slík iðja yfirleitt ekki rétt á sér.
Meginkostur Guðrúnar er hve
mætavel hún þekkir til hversdags-
lífsins sem hún lýsir og á létt með
að draga upp rauntrúa, ljóslifandi
mynd þess, sveitarinnar í gamla
daga, gæða sögufólk sitt máli og
hugsunarhætti sem hæfir nákvæm-
lega þeim heimi sem það byggir. Og
frásögn hennar er jafnan mjög
greiðleg þó ekki beri til stórra
tíðinda, vafninga- og fordildarlaus,
og getur líklega orkað spennandi á
lesendur. ... [verk hennar] eru að
vísu mótuð af bókmenntasmekk
sem nú þykir úreltur orðinn.
Og á öðrum stað í sama riti (bls.
218 og áfram. Líf í dal. Guðrún frá
Lundi: Dalalíf) skrifar Ólafur í tilefni
af annarri útgáfu Dalalífs. Þar nefnir
hann Dalalíf
höfuðrit í seinni tíma bókmenntum.
...tímamót kunna að verða með út-
komu Dalalífs árin 1946—51: þar
með ryður þjóðlega skemmtisagan,
eða „kerlingasagan" eins og hún
hefur verið hnyttilega nefnd, sér til
rúms. Enn sem fyrr við lítinn orðstír
á meðal ráðandi bókmenntamanna
en mikla og varanlega hylli allrar
alþýðu ...
Hvað sem bókmenntasögu líður
er Dalalíf mikilfengleg og merkileg
skáldsaga.
Ólafur fjallar svo um sögur, sem
komu á eftir Dalalífi og segir,
að sem sögur reynast þessi verk
næsta frumstæð á við Dalalíf
þar sem epískt gangverk sög-
unnar er látið um sig sjálft, án
annars konar útlegginga en það
sem frásagnarefnið geymir svo
sem af sjálfu sér.
34