Fréttatíminn - 26.02.2016, Side 2
„Ég hef ekki skrifað undir
undirskriftasöfnun Kára
Stefánssonar, en ég styð allt
sem stuðlar að endurreisn ís-
lensks heilbrigðiskerfis,“ segir
landlæknir.
Birgir Jakobsson landlæknir segist
hafa áhyggjur af því hvert það fé fari
sem veitt er í heilbrigðisþjónustuna.
81 þúsund Íslendingar hafa skrif
að undir áskorun Kára Stefánssonar
um að endurreisa heilbrigðiskerfið
og láta 11 prósent af vergri lands
framleiðslu renna til heilbrigðis
þjónustu.
Landlæknir segir að sú stefna að
fjármagna einkarekstur í gegnum
sjúkratryggingar, stuðli að því að
læknar reki einkastofur úti í bæ og
séu einungis í hlutastarfi á Land
spítalanum. Þetta bitni á gæðum
þjónustunnar og öryggi sjúklinga.
Þá sé aðgengi að heilbrigðisþjónustu
takmarkað á landsbyggðinni, þar sé
hún veitt á forsendum sérfræðinga
en ekki heimamanna.
Birgir segist hafa áhyggjur af því
að það sem veitt er til heilbrigðis
þjónustu haldi áfram að færast til
þjónustu sem stýrist af samningum
Sjúkratrygginga Íslands og sér
greinalækna, fjármagn sem gæti
farið til forgangsverkefna, svo sem
heilsugæslu, sérfræðiþjónustu á
landsbyggðinni og uppbyggingar
Einkarekin heilsugæsla
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur kynnt áætlanir um stór-
aukinn einkarekstur heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Stefnt er að því fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um
þrjár á þessu ári og verður það gert með einkareknum stöðvum. Sjúkra-
tryggingum Íslands hefur verið falið að auglýsa eftir rekstraraðilum.
Seltjarnarnesbær hefur selt
fimm félagslegar íbúðir á
undanförnum tveimur árum
en einungis keypt tvær aðrar
í staðinn. Bæjarstjórinn kann-
ast ekki við að minnihlutinn
hafi viðrað hugmyndir um að
breyta kerfinu.
Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjar
fulltrúi á Seltjarnarnesi, segir að
bærinn sé að losa sig við félagslegar
íbúðir þrátt fyrir biðlista eftir félags
legu húsnæði. „Það er fólk sem er á
hrakhólum og fær að vera inni á ætt
ingjum eða vinum meðan það er að
bíða eftir húsnæði. Á sama tíma er
bærinn að selja félagslegar íbúðir til
að spara peninga. Sjálfstæðismenn
hafa lofað að kaupa aðrar íbúðir í
staðinn en ekki staðið við það. Við í
minnihlutanum höfum ítrekað bent
á íbúðir til sölu í bæjarfélaginu.“
Margrét bendir á að þetta sé hluti
af ákveðinni elítustefnu sem sé rek
in í bænum. Fólk sem lendir í erfið
leikum er hreinlega ekki velkomið.
Þeim pakka sé hreinlega bara ýtt yfir
á Reykjavík. „Mér er bara gersam
lega ofboðið hvernig þetta fólk kem
Mér er bara
gersamlega ofboðið
hvernig þetta fólk
kemur fram.
Margrét Lind Ólafsdóttir
bæjarfulltrúi
Seltjarnarnes Selja félagslegar íbúðir þrátt fyrir biðlista
„Fólk í erfiðleikum er ekki velkomið“
ur fram á sama tíma og það hreykir
sér af því að vera besta bæjarfélagið
á landinu.“
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar
stjóri á Seltjarnarnesi, segir að ekkert
hafi verið selt nema með samþykki
bæjarfulltrúans. Sala tveggja félags
legra íbúða hafi verið samþykkt sam
hljóða í bæjarstjórn enda skilningur
á því að þær þyrftu of mikið viðhald
til að það borgaði sig að halda þeim.
Hún segist ekki kannast við að fimm
íbúðir hafi verið seldar né heldur að
minnihlutinn hafi lagt fram tillögur
um að breyta félagslega kerfinu. | þká
„Ég er farinn að spyrja mig
hvort ég sé í góðum höndum
í íslenska heilbrigðiskerfinu,“
segir Svanur Pálsson sem
greindist með sjaldgæfa
tegund að krabbameini fyrir
ári. Hann hefur ítrekað orðið
fyrir barðinu á mistökum
á Landspítalanum og segist
hugleiða að flytjast búferlum
til Svíþjóðar.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Svanur Pálsson greindist með Sez
ary heilkenni í fyrra en það er afar
sjaldgæft eitilfrumukrabbamein,
en þetta er fyrsta íslenska tilfellið
sem vitað er um. Hann hefur verið
óvinnufær og barist fyrir lífi sínu
í meira en ár, meðal annars hefur
hann gengist undir erfið merg
skipti í Svíþjóð, þar sem hann
dvaldi í þrjá mánuði.
Fyrstu mistökin sem Svanur
varð fyrir var þegar hæð og þyngd
var víxlað við lyfjagjöf og hann
fékk tvo skammta af krabbameins
lyfjum, sem voru rangt út reiknað
ir vegna þess. „Þeir reiknuðu sem
sagt skakkt, þannig að ég var metri
á lengd og 175 kíló. Það er auðvit
að mjög fyndið, en afleiðingarnar
hefðu getað verið skelfilegar.“
Hann þarf vikulega að láta taka
úr sér blóðsýni svo hægt sé að
fylgjast með stöðunni. Í eitt skipti
var hann í læknaviðtali fyrir sýna
tökuna. Þá sér læknirinn að það er
búið að taka blóðsýnið þann dag
inn. Þegar farið var að skoða málið
kom í ljós að blóðsýni úr öðrum
sjúklingi höfðu verið skráð í
læknaskýrsluna hans fyrir mistök.
„Þá var tekið mergsýni úr mér
fyrir nokkru. Ég var orðinn þreytt
ur á að bíða eftir svari, þegar það
voru liðnar þrjár vikur, og ég
hringdi út til Svíþjóðar en þá kom
í ljós að sýnið hafði aldrei borist
frá Íslandi. Frekari eftirgrennslan
leiddi í ljós að DHL hafði aldrei
fengið sýnið. Það virðist því hafa
týnst á Landspítalanum,“ segir
Svanur.
„Mér skilst á hjúkrunarfræðingi
á deildinni að ég hafi verið einstak
lega óheppinn. Mér finnst hins
vegar ekki hægt að horfa þannig á
málið.
Hann bendir á að tíminn sé afar
dýrmætur í slíku veikindastríði.
Nú bendi allt til þess að krabba
meinið sé komið aftur í húðina.
„Og mergsýni er töluvert inngrip
fyrir sjúklinginn og líka kostnaðar
samt sýni,“ segir Svanur. „Ekki
bara fyrir heilbrigðiskerfið heldur
þurfa sjúklingar líka að greiða fyr
ir það. En þrátt fyrir að sýnið hafi
týnst hefur enn ekki verið boðin
endurgreiðsla. Á Íslandi er ætlast
til að sjúklingarnir haldi utan um
kerfið, en ekki öfugt,“ segir hann.
Sem dæmi um það þurfti hann
sjálfur að sjá um að útvega tvær
nauðsynlegar bólusetningar sem
þurfti eftir að hann sneri aftur til
Íslands, eftir mergskiptin í Svíþjóð.
Svanur og eiginkona hans íhuga
alvarlega að flytjast búferlum til
Svíþjóðar: „Þetta er stórt skref og
stór ákvörðun, en nú er traustið á
kerfinu að hverfa og mér líður ekki
eins og ég sé í öruggum hönd
um eftir að ég kom heim,“ segir
Svanur. „Í Svíþjóð eru læknar
með reynslu af þessum sjúkdómi,
það er minna álag á starfsfólki og
meira úrval af lyfjum. Næstu vikur
munu líklega fara í það hjá okkur
fjölskyldunni að velta fyrir okkur
kostum og göllum og að vega og
meta hvort landflótti sé raunhæfur
kostur.“
Heilbrigðismál Traustið á heilbrigðiskerfinu er nær horfið
Mergsýnið týndist
á Landspítalanum
Svanur Pálsson er fjögurra barna
faðir og starfar sem tölvunarfræð-
ingur. Hér er hann með eiginkonu
sinni, Guðnýju Þorsteinsdóttur.
Á Íslandi er
ætlast til að sjúk-
lingarnir haldi
utan um kerfið,
en ekki öfugt.
Glitnir lifir
Íslenski útrásarbankinn Glitnir átti
aldrei afturkvæmt eftir bankahrun
ið. Hann varð aftur sami gamli
Íslandsbankinn og fram að 2006,
þegar hann fékk nýtt nafn og nýja
ímynd. En þeir sem halda að hann
hafi lagt árar í bát eru á villigötum.
Glitnir er núna karaokee bar í Fær
eyjum og gerir það gott. | þká
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Dásamlegur á brauðið og
hentugur fyrir heimilið
Engin
fyrirhöfn
ms.is
TILBOÐ25
sneiðar
Heilbrigði Landlæknir skrifaði ekki undir
Óttast að féð
fari í einkarekstur
Mynd | Hari Birgir Jakobsson
landlæknir.
Baltasar Kormákur, leikstjóri og
framleiðandi Ófærðar, sem flestir
Íslendingar hafa fylgst með öll
síðustu sunnudagskvöld, hefur
boðið fjölda fólks í partí á sunnu
dagskvöldið til að fagna velgengni
Ófærðar og tökulokum á Eiðnum.
Það væri ekki í frásögur færandi
nema vegna þess að það sama
kvöld er uppskeruhátíð kvik
myndaakademíunnar, sjálf Eddan.
Jón Gnarr og 365 miðlar hafa
sem kunnugt er snúið baki við
Eddunni, svo nokkur styrr hefur
staðið um hátíðina.
Aðeins fyrstu sex
þættirnir af Ófærð
voru tilnefndir til
verðlauna á Eddunni.
Ástæðan er sú að
aðeins sex þættir af
tíu höfðu verið sýndir
þegar tilnefningum
var skilað inn. Ófærð
hlaut tilnefningar í
flokknum brellur og leikið sjón
varpsefni, tónlist og Baltasar Breki
Samper sem aukaleikari.
Eddan á fáa vini
Boðsmiði í
partí Baltasars
nýs háskólasjúkrahúss. Fjárveit
ingavaldið haldi áfram að skera
niður framlög til spítalans enda sé
það mun auðveldara en að draga úr
framlögum til sjúkratrygginga sem
byggi á samningum. | þká
2 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016