Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 26.02.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 26.02.2016, Síða 18
Formaður Byggiðnar segir ríki, sveitarfélög og stór- fyrirtæki vera þjófsnauta, með því að semja við þekkta kenni töluflakkara. Hann gagnrýnir að ekki sé búið að setja í útboðsskilmála hjá ríkinu að aðalverktakar taki ábyrgð á undirverktökum sínum. Yfirlögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu tekur í sama streng og segir að það sé mikill ábyrgðarhluti að ganga til samninga við slík fyrir- tæki. Sviðsstjóri hjá ríkis- skattstjóra líkir þessu við skipulagða glæpastarfsemi sem tiltölulega fámennur hópur Íslendinga stundi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Flytja þarf inn þúsundir erlendra starfsmanna á næstu árum. Starfs- mannaleigur hugsa sér gott til glóðarinnar en fjöldi þeirra hefur þrefaldast úr 4 í 12 á nokkrum mán- uðum en alls starfa um 120 starfs- menn á þeirra vegum í dag. Þá hefur fjöldi erlendra undirverktaka – eða svokallaðra þjónustufyrirtækja átt- faldast, en í fyrra voru um átján slík fyrirtæki með 341 starfsmann á ís- lenskum vinnumarkaði. Finnbjörn Hermannsson, for- maður Byggiðnar, gagnrýnir harð- lega að ríki, sveitarfélög og stórfyrir- tæki gangi til samninga við þekkta kennitöluflakkara og undirverktaka með allt niður um sig og sýni þannig ábyrgðarleysi og séu í raun þjófsnaut- ar. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé búið að uppræta kennitöluf- lakk og hvers vegna ekki sé búið að setja í útboðsskilmála Framvæmda- sýslu ríkisins að aðalverktakar taki ábyrgð á undirverktökum sínum. Lögreglan hefur ekki mannskap Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlög- fræðingur hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, segir að lög- reglan hafi ekki nægilegt fjármagn til að sinna þessum málum eins og þyrfti. Hún segir að það veki upp spurningar þegar ríki og sveitar- félög séu að segja upp starfsfólki á lágum launum, til dæmis ræst- ingafólki, til að semja við verktaka í sparnaðarskyni. Stundum komi til- boð sem séu langt undir kostnaði við að vinna verkin, samkvæmt því sem ríki og sveitarfélög hafi látið uppreikna. Það sé mikill ábyrgðar- hluti að opinberir aðilar gangi til samninga í slíkum tilfellum, það veki upp spurningar um á hvaða leið við séum sem samfélag. Allt í byggingariðnaði Allar starfsmannaleigur og allir skráðir undirverktakar eru í bygg- ingaiðnaði. Öfugt við það sem margir halda hefur ferðaþjónustan ekki nýtt sér slíka þjónustu, sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnu- málastofnun. Fiskvinnslan hefur nýtt sér starfsmannaleigur en ekki núna. Undirverktaka er enn ógagnsærri en starfsmannaleigurnar. Undir- verktakar geta sótt um undanþágu frá skattskyldu á Íslandi fyrir starfs- menn sína í allt að sex mánuði. Það gerir eftirlitsmönnum Vinnumála- stofnunar og stéttarfélaga erfiðara fyrir, að fylgjast með kjörum þeirra. Finnbjörn Hermannsson segir að sumar starfsmannaleigur hafi farið á svig við lög með því að leigja út iðnaðarmenn en greiða þeim lág- markslaun verkamanna. Sumir undirverktakar taki þetta hins- vegar skrefinu lengra og í sumum tilfellum sé þetta ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi með tíu kennitölur undir. Öll fyrirtæki með undirverktaka Nánast öll byggingafyrirtæki notast við undirverktaka, sum þeirra mis- nota hinsvegar fyrirkomulagið og eru á gráu svæði eða brjóta lög, Sig- urður Jensson, sviðsstjóri hjá ríkis- skattstjóra, segir að embættið hafi látið loka nokkrum fyrirtækjum undirverktaka að undanförnu og mál nærri fimmtán fyrirtækja með erlenda starfsmenn hafi verið send skattrannsóknarstjóra vegna gruns um stórfelld skattsvik. Sigurður Jensson segir að aðal- verktakinn sé yfirleitt með allt sitt á hreinu og haldi ímynd sinni hreinni út á við og skili ársreikningi á réttum tíma. Öll starfsmannamál fari hinsvegar í gegnum undirverk- taka, oft vafasama menn sem séu hreinlega ráðnir til verksins. Þeir skili svo engum gjöldum til sam- félagsins og greiði svört laun. Þetta séu fyrirfram skipulögð félagsleg undirboð og skattsvik. Stundum sé um að ræða keðjur undirverktaka sem allar vinna sama verkið. Fyrir- tækið skili engum vaski og þegar það fer að hitna undir því skipti það um kennitölu en haldi uppteknum hætti. Sigurður Jensson segir að þetta sé í raun skipulögð glæpastarfsemi þar sem fámennur hópur íslenskra manna ræður ferðinni. Það sé alveg ljóst þegar boðið sé í sum verk að ætlunin sé ekki að borga gjöld af rekstrinum. Hann segir enga laun- ung á því að löggjafinn þurfi að herða kröfurnar í þessum efnum, Það er aumt til að vita að stórfyrirtæki á Íslandi, fjárfest- ingafélög og aðrir sem nýta sér þessar glufur í íslensku skattakerfi séu svo andfélagslega sinnuð sem raun ber vitni. Finnbjörn Hermannsson formaður Byggiðnar. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Erasmus+ opnar dyr að nýrri þekkingu Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB (menntahluti) auglýsa eftir umsóknum um fjölþjóðleg samstarfsverkefni. Umsóknarfrestur rennur út 31. mars 2016 kl. 10.00 árdegis. Samstarfsverkefni eru fjölþjóðleg verkefni sem vara í 24-36 mánuði og stuðla að nýsköpun í menntun á ólíkum skólastigum og yfirfærslu þekkingar og reynslu á milli Evrópulanda (minnst þrjú samstarfslönd). Þriðjudaginn 8. mars frá kl. 13.00-17.00 leiðir skoski sérfræðingurinn Paul Guest námskeið um þróun hugmynda að samstarfsverkefnum. Námskeiðið verður í húsakynnum Rannís Borgartúni 30. Þátttaka er takmörkuð og áhugasamir þurfa að skila inn hugmynd að verkefni og skrá sig á www.erasmusplus.is Nánari upplýsingar um Erasmus+ áætlunina, samstarfsverkefni og forgangsatriði fyrir hvert skólastig er að finna á www.erasmusplus.is Atvinnulíf Fámennur hópur stundar skipulagða glæpastarfsemi Vafasamir undirverktakar í byggingabransanum Stundum er um að ræða keðjur undirverktaka sem allar vinna sama verkið. Fyrirtækið skilar þá engum vaski og þegar það fer að hitna undir því skiptir það um kennitölu. bæði hvað varðar kennitöluflakk og aðgang að virðisaukanúmeri og ábyrgð yfirverktaka á undirverktök- um. Núverandi fyrirkomulag bjóði hættunni heim. En það er ekki bara verið að ræna sköttum og gjöldum. Það er oft verið að ræna kaupi verkafólksins sem vinnur störfin, það er oftast að fá miklu lægri laun en því ber og stundum býr það við óviðunandi aðstæður sem það þarf að greiða vinnuveitendum sínum fyrir. Of róttækt frumvarp? Karl Garðarsson, þingmaður Fram- sóknarflokks, hefur lagt fram frum- varp um kennitöluflakk. Þar eru lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og einkahlutafélög þess efnis að stjórnendur megi ekki hafa verið í forsvari fyrir tvö eða fleiri gjaldþrota fyrirtæki á þriggja ára tímabili. Ragnheiður Elín Árna- dóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra sagði við Ríkisútvarpið af því tilefni að hún styddi ekki frumvarpið, það væri of íþyngjandi fyrir nýsköpun. Staðið hefur til í nokkur ár að ráðu- neytið sjálft kæmi fram með frum- varp um málið en það hefur ekki enn litið dagsins ljós. Finnbjörn Hermannsson segir að það sé lítil nýsköpun fólgin í kennitöluflakki enda sé það síður en svo nýtt af nálinni. Þarna sé ein- ungis um að ræða skipulagða brota- starfsemi og aumt að ríkisvaldið vilji ekki ráða bót á því. „Það er aumt til að vita að stór- fyrirtæki á Íslandi, fjárfestinga- félög og aðrir sem nýta sér þessar glufur í íslensku skattakerfi séu svo andfélagslega sinnuð sem raun ber vitni,“ segir Finnbjörn Hermanns- son, ómyrkur í máli. „Það er ekki mikil samfélagsleg ábyrgð í slíkri hegðun. Með þessum hætti er ver- ið að grafa undan launum okkar félagsmanna. Iðnlöggjöfin og fag- réttindi eru fótum troðin af þessum fyrirtækjum og miklar líkur eru á að þessum starfsmönnum séu ekki greidd þau laun sem þeim ber.” Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfir- lögfræðingur hjá Lögreglustjór- anum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd | Rut 18 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.