Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 26.02.2016, Blaðsíða 44
Heil og sæl, kæra móðir og hjartans þakkir fyrir bréfið þitt. Mér sýnist þú eiga öflugan strák sem glímir við vanda í samskiptum og hegðun bæði heima og heiman. Slíkt er ekkert einsdæmi fyrir fjögurra og hálfs árs strák, fæddan fremur seint í árinu sem vinnur ekki með honum. Að auki er kynjamunur þekktur á þessum aldri þar sem drengir eru seinni en stúlkur hvað varðar félagsþroska, fínhreyfingar og úthald og fleira. Því passa margir drengir ekki í box skólakerfisins þegar þeir kjósa hreyfingu og frelsi fremur en rólegheit í föndri og annarri handavinnu. Þar er ekki við drengina að sakast heldur box sem henta þeim ekki. Hvenær er vandi á höndum? En – drengurinn þinn er á mikil- vægu aldursskeiði fyrir hegð- unarmótun og tímabært að meta stöðuna. Stefnir hann í jákvæða þroskaátt eða stefnir hann í hegð- unarvanda? Öll börn geta verið erfið en aðvörunarljós kvikna ef barn er mjög hvatvíst og ofsafengið, í miklum mótþróa og óhlýðni, meiðir aðra og skemmir hluti og heimtar stöðuga athygli. Þarna er hreinskipt- ið samtal við leikskólann best – eins og þú hefur gert. Miðlið áfram upp- lýsingum til að meta málin og skoðið líka hvort hægt sé að breyta aðstæð- um, heima eða í leikskólanum, til að auðvelda honum lífið. Leikskólinn er líka fyrsti aðilinn til að meta með foreldrum hvort inngrip eins og sál- fræðingsmat geti gagnast. Það er sjálfsagt að þiggja slíkt og engu að tapa. Greining er góð leið sem eykur skilning allra á þörfum barnsins og hjálpar með næstu skref. Hann ræður ekki við sig En það er að sjálfsagt herða upp- eldisróðurinn. Mundu að samtöl og áminningarræður fara inn um annað eyrað og jafnfljótt út um hitt hjá börnum á þessum aldri og loforð um betri hegðun fýkur út í buskann. Samt vilja öll börn vera „góð“ eins og við segjum og þinn drengur er fullur vilja en vanmáttugur með eigin sjálf- stjórn. Þess vegna gerir þú best með að taka stjórnina af honum áður en hann missir sig og klúðrar öllu sam- an – slíkt staðfestir bara að hann sé ómögulegur. Láttu honum ganga vel með að stýra og leiða hann í erfiðu aðstæðunum. Hrós og nálægð Hann þarf á því að halda að takast vel til og fá hrós og athygli frá þér og umhverfinu fyrir vikið. Til dæmis getur þú verið með þeim systkinum í leik til að geta hrósað honum oft og vel fyrir frábæra hegðun – en haldið þeim í sundur ef þú ert ekki í nágrenninu. Vertu líka nálægt þegar hann er með vin eða frænkur hjá sér og gríptu inn ef þú skynjar að eitthvað sé að fara illa. Hjálpaðu honum að finna dót sem hann vill leyfa öðrum að leika með eða dót sem virkar vel í samleik. Ef hann vill fremur vera einn, skaltu ekki gagn- rýna hann fyrir það. Bæði börn og fullorðnir eru misfélagslynd og það er allt í lagi. Margt smátt hjálpar Svo eru það smáatriðin sem þú get- ur líka stjórnað. Hann þarf reglu og rútínu á heimilinu og kærleiksríka athygli þegar allt gengur vel. Hann þarf nægan svefn, hollan mat og breyting á mataræði hefur hjálpað mörgum börnum mikið. Hreyfing utandyra og bað fyrir svefninn hjálpar mörgum. Þér dettur örugglega margt fleira í hug, kæra móðir og gangi þér og ykkur í fjölskyldunni allt í haginn. Þín Magga Pála Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið. maggapala@frettatiminn.is Erfitt að vera drengur… Ég er með lítinn, góðan og ljúfan dreng, 4,5 ára, sem er mjög skýr og duglegur strákur. Hann á erfitt með sig þegar hann er með öðrum börnum… sama hvort hann er heima að leika með einum strák, með frænkum sínum eða í leikskólanum. Hann aðlagast þeim ekki, vill stjórna og getur breyst í lítið skrímsli sem meiðir hina krakkana. Ég reyni að tala við hann en þá er eins og hann detti í annan gír, eins og þær segja í leikskólanum. Hann meiðir líka litlu systur sína, sem er 19 mánaða, sem honum þykir rosalega vænt um en það er ekki eingöngu afbrýðisemi… var áður alveg eins í skapinu. Mig langar að taka í taumana núna þar sem eldri börnin mín virðast frekar félagsfælin en félagslynd. Hvernig get ég kennt honum að leika sér fallega og vera góður við vini sína. Það er ekki alltaf auðvelt að vera drengur sem vill bara vera úti að hjóla eða í boltaleik en á að vera inni að föndra enda kann hann varla að teikna Óla prik ennþá. Mynd | NordicPhotos/Getty Snuran.is - Síðumúla 21 - sími 537 5101 - snuran@snuran.is Woud - Stedge hilla verð frá 49.900 kr Woud - bekkur 109.900 kr Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara á imark.is Lúðurinn Fordrykkur kl. 17. Verðlaunaafhending kl. 18. Almennt verð: 6.900 kr. ÍMARK-félagar: 4.900 kr. ÍMARK-dagurinn kl. 9–16 (húsið opnar kl. 8.15). Kaffiveitingar og hádegisverður. Almennt verð: 47.900 kr. ÍMARK-félagar: 35.900 kr. ÍMARK-dagurinn & Lúðurinn Almennt verð: 51.800 kr. ÍMARK-félagar: 38.800 kr. ÍMARK-dagurinn 4. mars 2016 Markaðs- The setning marketing morgun- of dagsins tomorrow Háskólabíó kl 9-16 húsið opnar kl. 8.15 Miðasala á midi.is Á ÍMARK-deginum gefst einstakt tækifæri til að heyra allt um markaðssetningu morgundagsins frá helstu sérfræð- ingum heims. fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.