Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 26.02.2016, Side 56

Fréttatíminn - 26.02.2016, Side 56
Hann segir hvert einasta krydd mikilvægt í nepalskri matargerð, ekki bara fyrir bragðið heldur líka fyrir heilsuna. „Ég er alltaf til í að kenna fólki að nota krydd og stefni á að vera með ókeypis mat- reiðslunámskeið hér í vor. „Það er svo mikilvægt að fólk kunni að elda því með því að elda fyrir aðra manneskju gefur þú henni svo mikið, fólki finnst það elskað þegar það fær góðan mat, “ segir Deepak sem á sér einn uppáhalds- rétt á matseðlinum, nepalskt karrí, en það er einmitt uppskrift frá hans fyrsta lærimeistara. „Þetta er besta karrí sem fyrirfinnst, krydd- blandan er einstök og hún kemur beint frá mömmu.“  Meira á frettatiminn.is Myndir | Hari Eggaldin og kart- öflusalat fyrir tvo 100 g rauðar kartöflur 2 msk. olía ½ msk. cumin fræ ? tsk. túrmerik 1 hvítlauksrif Hálfur niðurskorinn laukur 2 cm rifið ferskt engifer 100 g tómatar, skornir í litla teninga 100 g eggaldin, skorið í litla teninga Salt eftir smekk ½ tsk. ferskt kóríander, saxað Aðferð  Sjóðið kartöflur þar til þær eru næstum til. Takið vatnið frá og geymið.  Hitið olíu í pönnu, bætið cumin í olíuna og þegar það byrjar að steikjast bætið þá við engifer og hvítlauknum.  Bætið lauknum við olíuna. Þegar hann er orðinn vel gulur, bætið þá kartöflunum og eggaldininu.  Eldið í tvær mínútur, bætið þá tómötunum við, saltið, látið lok á pönnuna og eldið í 8 til 12 mínútur.  Skreytið með kóríander og bætið chili ef þið viljið sterkt. UPPSKRIFTIN Mikið stuð var á Reykjavík Bar Summit í fyrra. Deepak Pandam átti að verða verkfræðingur en ástríða hans var alltaf matargerð. Eftir að hafa unnið sem kokkur í nokkrum heimsálfum ákvað Deepak að á Íslandi væri pláss fyrir meira krydd í til- veruna. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég vildi alltaf vera í eldhúsinu hjá mömmu þegar ég var strákur. Þar fylgdist ég með öllu sem hún gerði og vildi fá að vita allt um kryddin,“ segir Deepak Panday, eigandi Nep- ales Kitchen á Laugaveginum. Deepak ólst upp í Chitwan í Nepal til sextán ára aldurs en þá var hann sendur í nám til Eng- lands. „Pabbi var hershöfðingi og vildi að ég yrði verkfærðingur svo ég var sendur til Middlesex í nám en ég var fljótur að skipta yfir í kokkaskóla.“ Þetta er allt karma Deepak var búinn að vera í kokk- anáminu í þrjú ár og kominn með stöðu aðstoðarkokks þegar hann þorði loks að segja foreldrum sín- um hvert hann vildi stefna. „Pabbi varð mjög vonsvikinn og vildi ekki tala við mig í mörg ár, ekki einu sinni þegar ég fékk stöðu yfirkokks á einum besta veitingastaðnum í London, La Porte des Indes. Ég fór heim á hverju ári og náði svo loks að útskýra fyrir honum að þetta væri ástríða mín og líka alvöru vinna sem greiddi mér fín laun, en í Nepal þarf elsti sonurinn að sjá fyrir foreldrum sínum. Að lokum var hann mjög stoltur og sagði vinum sínum sögur af mér.“ „Ég hafði unnið sem kokkur út um allan heim, í Englandi, Frakk- landi, Indlandi, Nepal og Banda- ríkjunum þegar ég ákvað að setjast að í Denver í Colorado og opna þar veitingastað með vini mínum. Við rákum hann í rúmt ár en sam- starfið gekk ekki upp og ég vildi komast aftur til Nepal. Þegar ég var að leita að ódýrustu flug- leiðinni sá ég að það var ódýrast að stoppa á Íslandi en þá hafði ég aldrei heyrt um Ísland áður. Mér fannst þetta spennandi staður og fann fjárfesti til að opna með mér fyrsta nepalska staðinn í Reykjavík og það gekk allt eftir og hér er ég enn,“ segir Deepak. „Þetta er auð- vitað allt karma.“ Kryddin úr fjallshlíðunum „Ég nota bara alvöru krydd í minn mat, aldrei sem búið er að blanda fyrirfram. Kryddin eru sérgreinin mín enda er ég frá Nepal þar sem matargerðin byggist að öllu leyti upp á kryddunum sem finnast í fjallshlíðunum,“ segir Deepak sem flytur öll sín krydd inn sjálfur. Tugir erlendra barþjóna í heimsókn Reykjavík Bar Summit verður hald- in í annað sinn í miðborg Reykja- víkur í næstu viku. Hátíðin hefst á mánudag og hingað til lands koma barþjónar frá tuttugu þekktum kokteilbörum í Evrópu og Amer- íku. Meðal þeirra sem senda hingað barþjóna er hinn kunni Dead Rabbit í New York sem valinn hefur verið besti bar í heimi. Staðurinn hefur verið í eldlínunni hér á landi eftir að íslenskir veitingamenn ætl- uðu að opna bar með sama nafni í Austurstræti, við litla hrifningu frumkvöðlanna. Reykjavík Bar Summit stendur frá mánudegi til fimmtudags og gefst áhugasömum tækifæri til að kynnast því sem er að gerast á kokteilbörum úti í heimi. Barþjón- arnir munu meðal annars keppa sín á milli og þurfa til að mynda að notast við íslenskt hráefni í kokteil- um sínum. Á miðvikudagskvöldinu verður svokallað Battle of the Cont- inents í Hörpu þar sem lið Evrópu og Ameríku keppast um að heilla almenning með drykkjum sínum. Miða á hátíðina er hægt að kaupa á Tix.is og nánari upplýsingar má fá á Facebooksíðu hátíðarinnar. Reykjavík Bar Summit var haldin í fyrsta sinn í fyrra og þótti heppnast frábærlega. Lærði mest af mömmu Kryddin í tilverunni. Deepak er mjög annt um kryddin sín enda gefa þau ekki bara bragð og hafa áhrif á sálina heldur líka á líkamann. Hann á sérstök krydd fyrir sykursjúka, stressaða, fólk með glúteinóþol og skerta kyn- hvöt, svo eitthvað sé nefnt. Deepak stefnir á að vera með ókeypis matreiðslunám- skeið í maí. „Ef þú eldar fyrir kærastann þinn, þá verður hann glaður og þá verður þú glöð og svo verða allir glaðir. Í dag eru karlarnir í Nepal farnir að elda stundum heima, sem betur fer því þannig verða konurnar glaðar.“ 56 | FRéTTaTímINN | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.