Fréttatíminn - 26.02.2016, Síða 84
Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur
Mikið úrval af gjafavöru
fyrir dömur og herra
· Töskur
· Hanskar
· Seðlaveski
· Ferðatöskur
· Tölvutöskur
· Belti
· Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Léttar ferðatöskur
Kortaveski úr leðri
frá kr. 4.700. Nafngylling kr. 1100.
Tru virtu
ál kortahulstur.
Kr. 7500,- Kemur í veg fyrir
skönnun á kortaupplýsingum.
Skartgripaskrín-
Lífstíðareign
Sjá ítarlegar upplýsingar á www.drangey.is
®
Freyja Stígsdóttir er
nemandi í 8. bekk í Austur-
bæjarskóla. Þann 24. apríl
ætlar hún að fermast
borgaralega á vegum
lífsskoðunarfélagsins
Siðmenntar. Hún hefur
ekki hugmynd um það í
hverju hún ætlar að vera
á fermingardaginn en er
þó búin að ákveða að vera
í strigaskóm. Freyja vann
silfur á Íslandsmeistara-
mótinu í karate um síðustu
helgi og hefur tvisvar áður
unnið sér inn gull.
Katrín Bessadóttir
katrin@frettatiminn.is
Það koma engar vöflur á Freyju
þegar hún er spurð að því hvers
vegna hún ætlar ekki að fermast í
kirkju. „Fyrst og fremst af því að
ég trúi ekki á guð og mig langar
frekar að læra um gagnlega hluti
fyrir framtíðina heldur en hluti
sem ég trúi ekki á. Við erum
reyndar ekki búin að gera neitt
mjög merkilegt en ég vona að við
gerum eitthvað meira seinna. Við
erum bara búin að fara í leiki og fá
einhverja fræðslu,“ segir Freyja og
nefnir í því samhengi að lögreglan
hafi komið með fræðslu um það
hvernig embættið tekur á smygl-
urum og hvernig fíkniefnahundar
starfa. „Þetta var mjög skemmti-
legt en ég veit ekki alveg hvað við
áttum að græða á þessu.“ Hún
tekur þó fram að hún sé bjartsýn
um að fræðslan muni nýtast henni
vel enda margir tímar eftir áður
en fermingin fer fram.
Sumir ætla ekki að fermast
Í árganginum hennar Freyju eru
tveir bekkir og það vill svo til
að flestir í hennar bekk ætla að
fermast borgaralega en í hinum
bekknum fermast flestir í kirkju.
Svo eru það sumir sem ætla bara
alls ekki að fermast. „Ég á til
dæmis þrjár vinkonur sem ætla
ekki að fermast. Ein á ekki svo
stóra fjölskyldu hér á landi og aðra
langar bara ekki neitt að fermast,“
segir Freyja og útskýrir að ein
þeirra sem hafi ákveðið að fermast
ekki fái til dæmis tölvu í staðinn.
Að öðru leyti sé hópurinn ekki að
ræða ferminguna að neinu marki
– hún sjálf sé þó á leiðinni með
mömmu sinni til New York í haust,
sem verður fermingargjöfin frá
foreldrunum. „Við höfum ætlað
að fara lengi og ákváðum að nýta
þetta tækifæri.“
Ætla að vera í strigaskóm
Freyja segir vinahópinn ekki vera
mikið að velta sér upp úr ferm-
ingunni, enn sem komið er, en
einhverjar vinkvennanna séu þó
farnar að spá í því í hverju þær
ætla að vera. „Ég er ekki búin að
ákveða það, er ekkert að pæla í
því, á örugglega eftir að finna eitt-
hvað alltof seint. Það eina sem
ég veit að ég ætla ekki að vera á
háhæluðum skóm,“ segir Freyja
sem er ákveðin í því að fermast í
strigaskóm.
Æfir 4 sinnum í viku
Þegar Freyja var 11 ára ákvað hún
að prófa að mæta á karateæfingu
og hefur æft íþróttina af kappi
síðan. „Ég hætti að æfa sund, var
komin með leiða á því og langaði
að æfa aðra íþrótt. Ég og tvær vin-
konur mínar ákváðum að prófa og
mér fannst þetta strax ógeðslega
skemmtilegt. Mörgum vinkonum
mínum finnst þetta asnaleg íþrótt
en mér er alveg sama.“ Hún æfir
4 sinnum í viku og er til dæmis á
tvöfaldri æfingu einu sinni í viku
með hópi sem var sérstaklega val-
inn til þess að æfa meira.
Tvö gull og eitt silfur
Karate skiptist í kata og kumite,
útskýrir Freyja, en hún hefur lagt
meiri áherslu á kata sem er í raun
bardagakerfið sem karate bygg-
ist á og snýst um stöðu og ein-
beitingu. „Kata er eiginlega sýning
en í kumite ertu að berjast. Ég er
ekki ennþá orðin neitt sérlega góð
í kumite, ég er bara ekki tilbúin.“
Freyja hefur unnið sér inn tvo Ís-
landsmeistaratitla í kata og vann
silfur um síðustu helgi í æsispenn-
andi lokaviðureign.
Komin með bláa beltið
Karate snýst að miklu leyti um að
vinna sér inn ný belti og það þarf
virkilega að leggja mikið á sig til
þess að vinna sig upp, stundum
þarf að taka sama prófið oft til
þess að fá hærra belti. Freyja
er núna með bláa beltið sem er
númer fimm í röðinni. Það þykir
víst nokkuð gott en hún er hvergi
nærri hætt og getur hugsað sér að
halda áfram næstu árin. „Ég get
reyndar ímyndað mér að þegar ég
verð komin í menntaskóla þurfi ég
að einbeita mér að náminu svo ég
hef kannski minni tíma en ég get
samt ekki hugsað mér að hætta.“
Í strigaskóm á
fermingar daginn
Myndir | Hari Freyja Stígsdóttir fermir sig borgaralega í vor en flestir í hennar
bekk í Austurbæjarskóla ætla að ferma sig borgaralega.
Ég trúi ekki á guð
og mig langar frekar
að læra um gagnlega
hluti fyrir framtíðina
heldur en hluti sem
ég trúi ekki á.
12 | fréttatíminn | Helgin 26. febrúar–28. febrúar 2016
Fermingar