Læknablaðið - 01.07.2016, Page 20
336 LÆKNAblaðið 2016/102
R A N N S Ó K N
yfirþyngd er hættan tæplega þreföld borið saman við karla í kjör-
þyngd. Möguleg ástæða fyrir því gæti verið neikvæð umræða
um yfirþyngd og offitu í samfélaginu,26-28 þar sem ekki er gerður
greinarmunur á neikvæðum afleiðingum á heilsuna eftir því hvort
fólk flokkist í yfirþyngd eða offitu, þrátt fyrir að rannsóknir sýni
að það að vera í yfirþyngd sé ekki jafn slæmt fyrir heilsuna og það
að vera í offitu.2, 29
Ástæðan fyrir því að fólk er ósátt við eigin líkamsþyngd gæti
hugsanlega verið tengd fyrri reynslu af megrunarkúrum.13 Margir
telja sig geta öðlast ákjósanlegan líkama og heilbrigði ef þeim tekst
að fylgja slíkum kúr, en ef þeir ná ekki árangri getur það ýtt undir
hamlandi fæðuviðhorf og viðhaldið ósætti við eigin þyngd. Í okkar
rannsókn var ekki skoðað hvort viðkomandi hefði farið í megrun,
og þá hve oft, en slíkar upplýsingar eru fyrir hendi í seinni rann-
sóknum um Heilsu og líðan Íslendinga og gætu þær varpað ljósi á
þetta atriði.
Loks vekur athygli að rúmur helmingur fólks telur sig þurfa að
hafa stjórn á því hvað það borðar. Að sama skapi eru eingöngu 9%
hræddir um að geta ekki hætt að borða þegar þeir byrja á annað
borð. Þrátt fyrir að hér sé að nokkru leyti spurt um svipað viðhorf
er samt sem áður mikill munur á svörunum. Leiða má að því líkur
að svörin endurspegli samfélagslegan þrýsting þess efnis að fólk
beri ábyrgð á eigin heilsu og þurfi þar af leiðandi að hafa stjórn á
eigin lífi og neyslu.30
Helsti styrkur rannsóknarinnar felst í fjölmennum rannsókn-
arhópi úr lýðgrunduðu þýði úr breiðum aldurshópi landsmanna.
Niðurstöðurnar geta því gefið innsýn inn í líðan og heilsu þjóðar-
innar og geta þannig nýst til forvarna. Höfundar rannsóknarinnar
skoðuðu einnig algengi hamlandi fæðuviðhorfs í samsvarandi
könnun sem var framkvæmd árið 2009 og þar sást sama hlutfall
meðal þátttakenda (gögn ekki birt) og kom fram í þessari rann-
sókn.
Það skal tekið fram að í rannsókninni var ekki notast við staðl-
aðan mælikvarða á hamlandi fæðuviðhorf, heldur voru bæði
spurningarnar og sjálfur mælikvarðinn útbúnir af höfundum.
Getur það talist takmörkun á rannsókninni, en á móti kemur að
hér var ekki leitast við að finna fólk með átraskanir, heldur viðhorf
í almennu þýði. Fólk getur skilið spurningar um mataræði á mis-
munandi vegu og getur það haft einhver áhrif á svörin. Eins getur
fólk gefið upp ranga eða skekkta mynd af eigin þyngd eða hæð,
en rannsóknir hafa sýnt að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul
vanmetur þyngd sína fremur en þeir sem eru með lægri líkams-
þyngdarstuðul.31 Eins hefði mátt skoða fleiri atriði sem tengjast
hamlandi fæðuviðhorfum.
Þrátt fyrir að fæðuvenjur og tíðni megrunar hafi verið könnuð
hérlendis, skortir fleiri rannsóknir á hamlandi fæðuviðhorfum
og viðhorfum almennt í tengslum við mataræði.32 Algengt er að
rannsóknir sem tengjast efninu beinist að nemendum í skólum
Tafla IV. Gagnlíkindahlutfall (OR) fyrir hamlandi fæðuviðhorf hjá körlum (N=2573).
Karlar (%) „já“ (%) OR OR1
Aldursflokkar
18-29 327 49 (15,0) 2,54 (1,56-4,15) 3,77 (2,03-7,00)
30-39 382 53 (13,9) 2,32 (1,44-3,76) 2,62 (1,44-4,78)
40-49 428 57 (13,3) 2,22 (1,38-3,56) 1,94 (1,06-3,55)
50-59 490 58 (11,8) 1,94 (1,21-3,10) 1,93 (1,06-3,50=
60-69 514 45 (8,8) 1,38 (0,85-2,26) 1,44 (0,78-2,68)
70+ 432 28 (6,9) 1,00 1,00
Hjúskaparstaða
Einhleypur eða fráskilinn/ekkill 456 60 (13,2) 1,25 (0,92-1,69) 1,28 (0,89-1,84)
Í föstu sambandi en ekki sambúð, í sambúð, giftur 2104 228 (10,8) 1,00 1,00
Menntun
Grunnskóli 860 96 (11,2) 1,00 1,00
Framhaldsnám 819 87 (10,6) 0,95 (0,70-1,29) 0,94 (0,68-1,31)
Háskóli 430 64 (14,9) 1,39 (0,99-1,96) 1,41 (0,97-2,03)
Líkamsþyngdarstuðull
≤18,5-24,9 749 35 (4,7) 1,00 1,00
25-29,9 1254 129 (10,3) 2,34 (1,59-3,44) 2,66 (1,74-4,05)
≥30 512 116 (22,7) 5,98 (4,02-8,89) 7,14 (4,60-11,10)
Sátt við eigin líkamsþyngd
Sáttur við eigin líkamsþyngd 1666 90 (5,4) 1,00 1,00
Ósáttur við eigin líkamsþyngd 882 198 (22,4) 5,07 (3,89-6,61) 3,55 (2,53-4,99)
Heildarfjöldi með hamlandi fæðuviðhorf 290 (11,3)
1OR=gagnlíkindahlutfall. Leiðrétt fyrir aldri, hjúskaparstöðu, menntun og líkamsþyngdarstuðli. Ekki er leiðrétt fyrir þeirri breytu sem er til skoðunar hverju sinni.
„Já“= fjöldi og prósentuhlutfall þeirra sem eru með hamlandi fæðuviðhorf.