Læknablaðið - 01.07.2016, Page 29
LÆKNAblaðið 2016/102 345
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
veðurs eða vegalengdar. Síðan héldum við
nákvæmar skýrslur um hvert útkall og
fórum vandlega yfir alla þætti eftir á til að
læra sem mest af hverju útkalli. Við nutum
þess að sjálfsögðu hvað áhöfn þyrlunnar
var vel þjálfuð og skipulögð í vinnubrögð-
um og lærðum mikið af þeim, bæði á æf-
ingum og í útköllunum sjálfum.
Samhliða þessu voru við stöðugt að
nudda í fjárveitinganefnd og þingmönnum
og fengum Sjómannasambandið og fleiri
í lið með okkur því þeir gerðu sér fulla
grein fyrir mikilvægi þyrluvaktarinnar.
Ýmsir þingmenn tóku þetta mál upp en
það reyndist furðulega þungt fyrir fæti að
fá fjárveitingu fyrir þessu starfi. Um sum-
arið fórum við hringferð um landið með
þyrlunni og kynntum starf þyrluvaktar-
innar fyrir heimamönnum á hverjum stað.
Það mæltist mjög vel fyrir og allir gerðu
sér grein fyrir því að þetta skipti máli. Það
sem réði svo úrslitum um að fjárveiting
fékkst var slys úti á landi þar sem náinn
ættingi eins stjórnmálamanns slasaðist
og það var alveg ljóst að þyrluvaktin og
læknirinn um borð höfðu bjargað lífi við-
komandi.
Til að gera langa sögu stutta komst
þyrluvaktin inn á fjárlög næsta árs, 1987,
og hefur verið þar síðan. Þetta hefur auð-
vitað þróast í gegnum árin og er löngu
komið í mjög fastar og öruggar skorður og
enginn efast lengur um mikilvægi þess að
hafa lækni um borð í þyrlunni þegar farið
er í útköll vegna slysa langt út á land eða
haf.“
„Þyrluvakt lækna á sér talsvert langa
forsögu en um miðjan 8. áratuginn var
hópur lækna sem reyndi að gera eitt-
hvað svipað og við gerðum áratug síðar.
Hvers vegna það rann út í sandinn veit ég
satt að segja ekki,“ segir Jón Baldursson
bráðalæknir en hann vísar hér til þess að í
kjölfar ráðstefnu sem Rauði Kross Íslands
efndi til í nóvember 1973 um sjúkraflug á
Íslandi kom sú hugmynd fram hjá stjórn
Læknafélags Reykjavíkur að kanna hvort
unnt væri að koma á fót læknavakt fyrir
sjúkraflug. Segir í bréfi sem stjórn LR
sendi félagsmönnum um þetta efni að
rætt hafi verið við ráðuneytisstjóra heil-
brigðisráðuneytisins vegna hugsanlegrar
þátttöku hins opinbera við greiðslu vinnu-
launa lækna vegna sjúkraflugsins. Voru
undirtektir sagðar jákvæðar en ekkert varð
úr efndunum. Formleg vakt lækna vegna
sjúkraflugs beið í 12 ár þó vissulega hafi
læknar farið í sjúkraflug með flugvélum
og þyrlum á þessum árum eftir því sem
þurfa þótti og tök voru á.
Tilraunaverkefni í upphafi
„Þegar við félagarnir fórum að undirbúa
stofnun þyrluvaktarinnar hafði ég verið
sveitarforingi Hjálparsveitar skáta tæp tvö
ár og hafði farið í leitar- og björgunarflug
með Landhelgisgæslunni, meðal annars
um hvítasunnuna 1985. Þetta var með
leiguvél en gæslan var enn að jafna sig eft-
ir þyrluslysið í Jökulfjörðunum 1983 þegar
TF Rán fórst með nokkra af reyndustu
þyrlumönnum Gæslunnar. En ég átti síðar
þetta sama ár samtöl við Pál Halldórsson
flugstjóra um samstarf Gæslunnar og
Hjálparsveitarinnar og snemma árs 1986
barst þetta í tal okkar í milli hvort ekki
væri hægt að fá lækna af Borgarspítalan-
um til að vera til taks þegar þyrlan væri
kölluð út. Áður hafði Gæslan einfaldlega
reynt að grípa þann lækni sem var á
„Eftir þetta sumar velktumst við ekki lengur í vafa um þörfina á læknavakt við þyrluna
og fórum þá að róa að því öllum árum að fá vaktina setta formlega upp,“
segir Jón Baldursson.
„Það sem réði svo úrslitum um að fjárveiting fékkst var slys úti á landi þar sem náinn
ættingi eins stjórnmálamanns slasaðist og það var alveg ljóst að þyrluvaktin og lækn-
irinn um borð höfðu bjargað lífi viðkomandi,“ segir Guðmundur Björnsson.