Læknablaðið - 01.07.2016, Side 32
348 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Norræna verkjafræðifélagið (Scandin-
avian Association for the Study of Pain,
SASP) hélt sitt fertugasta þing hér á
landi í maí síðastliðnum. Sigríður Zoëga
hjúkrunarfræðingur er nýkjörinn forseti
félagsins en hún starfar í verkjateymi
Landspítalans auk þess sem hún er
lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla
Íslands.
„Félagið hefur verið starfrækt um langa
hríð en Íslendingar urðu þátttakendur árið
1996 og eiga tvo fulltrúa í stjórn. Tilgang-
ur félagsins er að stuðla að rannsóknum
á verkjum og verkjameðferð og að skapa
vettvang þar sem rannsakendur og fagfólk
sem vinnur við að meðhöndla fólk með
verki hittist og deilir þekkingu,“ segir
Sigríður.
Hún segir að þema þingsins að þessu
sinni hafi tekið nokkuð mið af því að hér
á Íslandi eru tiltölulega fáir sem stunda
rannsóknir á verkjum en fleiri sem með-
höndla fólk með verki og höfðu því meira
gagn af fræðslu um meðhöndlun verkja.
„Við völdum því að hafa klínískari áhersl-
ur en oft hefur verið á þingum samtak-
anna.“
Fjölsótt þing með þekktum fyrirlesurum
Þingið sátu tæplega 200 manns sem er
mjög góð þátttaka að sögn Sigríðar og
fyrirlesarar voru frá öllum skandínavísku
löndunum, auk Kanada og Bandaríkj-
anna. Fyrirlestrarnir byggðust á fjórum
meginþemum og var meðal annars fjallað
um erfðafræði verkja en rannsóknir á því
sviði eiga vonandi eftir að skila okkur
betri skilningi og meðferðarmöguleikum í
framtíðinni.
Þá var fjallað um að takast á við
verki, og einnig var sérstaklega fjallað
um liðverki því núna stendur yfir Ár
liðverkja hjá alþjóðasamtökum um
verkjarannsóknir, og loks var fjallað
nokkuð um áhættuþætti við þróun
bráðaverkja í langvinna verki. Þarna
kom margt mjög áhugavert fram og má
nefna að einn fyrirlestur fjallaði um nýjar
rannsóknir sem sýna fram á gagnsemi
dáleiðslu við meðhöndlun verkja en
auk þess sem dáleiðsla virkar ein og sér
er hægt að bæta meðhöndlun verkja ef
dáleiðslan er notuð samhliða annarri
meðferð. Einnig var fjallað um notkun
ópíóíða við verkjum og þar var bæði talað
um langvinna verki og krabbameinsverki.
Í Bandaríkjunum er mikil umræða
um notkun ópíóíðaskyldra lyfja en þar
hafa komið upp allmörg tilfelli þar sem
sjúklingar hafa látist úr ofskömmt-
un slíkra lyfja. Það kom skýrt fram í
fyrirlestrum að okkur vantar rannsóknir
á langtímaáhrifum þessara lyfja, það er
margt sem enn er á huldu. Að sjálfsögðu
vitum við að þessi lyf hafa margvísleg
áhrif á sjúklinga ef þau eru tekin í stórum
skömmtum til langs tíma, og þá er ég
ekki að tala um fíkn og misnotkun slíkra
lyfja sem einnig er vel þekkt. Við þurfum
hins vegar frekari rannsóknir á gagnsemi
lyfjanna við langtímameðferð og sértæk-
um langtímaáhrifum þeirra á sjúklinga.
Í sumum tilfellum er sjálfsagt að nota
ópíóíðskyld lyf, auk annarra meðferðar-
úrræða, til að mynda ef verkirnir stafa af
illkynja sjúkdómi eins og krabbameini,
en nálgun í meðferð langvinnra verkja
sem eiga sér jafnvel óljósan uppruna er
önnur. Þar er áherslan lögð á ráðleggingar
um lífsstílsbreytingar, líkamlega þjálfun
og sálræna meðferð fremur en notkun
ópíóíðskyldra lyfja til að hjálpa fólki að lifa
með verkjunum.“ Sigríður bendir þó á að
meta þurfi hvert tilvik því það sé engin
ein meðferð sem henti öllum, alltaf þurfi
að taka tillit til einstaklingsins og skoða
hvaða úrræði gagnist viðkomandi. Nota
þarf fjölþættar leiðir til að meðhöndla
verki og ekki má gleyma því að auðvitað
eru fleiri lyf en ópíóíðar notuð við meðferð
verkja, oft með ágætum árangri.
Sigríður segir reyndar að það sé alls
ekki ráðlagt í þessum fræðum að segja
við fólk að það verði einfaldlega að sætta
sig við verkina og læra að lifa með þeim.
„Það er ekki rétta leiðin heldur þarf að
hjálpa sjúklingum að finna leiðir þannig
að hann hafi aukna stjórn og að lífið verið
bærilegra fyrir viðkomandi.
Þá fjallaði sænskur rannsakandi um
sértæk áhrif sjálfsmótefna á liðverki sem
hugsanlega má nýta til að þróa nýjar leiðir
í meðferð slíkra verkja.“
Einn af fyrirlesurunum fjallaði um
kulnun í starfi þeirra sem fást við með-
höndlun verkja en að sögn Sigríðar tekur
oft tíma að sjá árangur af starfinu auk þess
sem skrefin eru lítil sem tekin eru. „Þetta
var þarfur fyrirlestur og gagnast eflaust
flestum sem fást við langvinna sjúkdóma
þar sem lækning er ekki möguleg heldur
eingöngu verið að draga úr einkennum.“
Þörfin er mjög mikil
Sigríður segir að meðferð við verkjum
byggist fyrst og fremst á þverfaglegri
nálgun. „Verkjateymi Landspítalans er
samsett af þremur svæfingalæknum sem
allir eru með sérmenntun í verkjameðferð,
við erum tveir hjúkrunarfræðingar í einni
Frá mólekúli
til mannsins í heild
Sigríður Zoëga um verkjateymi Landspítala
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson