Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2016, Side 37

Læknablaðið - 01.07.2016, Side 37
LÆKNAblaðið 2016/102 353 40 læknar í sérnámi Skortur hefur verið á heimilislæknum undanfarin ár og því hefur stjórn heilsugæslunnar og Félag íslenskra heimilis- lækna lagt sérstaka áherslu á sérnámið með þeim árangri að nú eru um 40 sérnámslæknar í heimilislæknasérnámi og í haust verða væntanlega 19 sérfræðingar útskrifaðir á heimilislæknaþingi. Að sögn Valþórs veitir ekki af þar sem mikil þörf er á endurnýjun í stéttinni. „Námskeiðinu hér var meðal annars ætlað að fjölga lærimeisturum á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni svo sérnámslækn- ar og kandídatar gætu hlotið þjálfun við ýmsar aðstæður. Nýja reglugerðin kveður á um ákveðnar gæðakröfur, meðal annars að heilsugæslustöðvar séu í stakk búnar að veita sér- námslæknum tiltekna starfsþjálfun og að læknar sem ann- ast leiðsögn sérnámslækna öðlist réttindi til kennslunnar. Reglugerðin er að vissu leyti stefnumarkandi og það mun væntanlega taka nokkur ár fyrir heilsugæsluna að aðlagast auknum kröfum. Það hefur sýnt sig að námslæknar sem koma til starfa á landsbyggðinni eru líklegri til að setjast þar að en þeir sem hafa alið allan sinn aldur á stærstu þéttbýl- isstöðunum. Engu að síður hefur uppbygging sérnámsins átt sér stað í Reykjavík undir handleiðslu þeirra Ölmu Eirar Svavarsdóttur kennslustjóra og prófessors Jóhanns Ágústs Sigurðssonar en sannarlega hafa margir fleiri komið þar að verki,“ segir Valþór Stefánsson. Á Landspítala hefur sérgreinakennsla tekið miklum stakkaskiptum á undanförnu ári með sérnám í lyflækningum í fararbroddi þar sem ný marklýsing lá strax fyrir síðastliðið haust og hefur verið kennt eftir henni í vetur. Læknablaðið hefur í vetur kynnt sérnám í ýmsum greinum og ljóst að á næstu misserum gefst unglæknum kostur á fjölbreyttu framhaldsnámi hérlendis áður en þeir halda utan til að fullnuma sig í viðkomandi sérgrein. Prófessorinn og kennslustjórinn á góðri stund, Jóhann Ágúst og Alma.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.