Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2016, Page 41

Læknablaðið - 01.07.2016, Page 41
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2016/102 357 Hjalti Már Þórisson röntgenlæknir formaður FOSL hjaltimt@landspitali.is Fjölskyldu- og styrktarsjóður LÍ (FOSL) varð til við kjarasamning sjúkrahúss- og heilsugæslulækna árið 2001. Upphaf- lega var hlutverk hans að jafna réttindi í fæðingarorlofi miðað við fyrri lög sem hafði þá nýlega verið breytt en sú breyting olli talsverðri skerðingu á réttindum félagsmanna í fæðingarorlofi. Þannig má segja til einföldunar að FOSL hafi upphaflega verið komið á laggirnar til að veita fæðingarstyrki. Fljótlega eftir stofn- un sjóðsins var hlutverk hans víkkað út samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins og til varð nokkurs konar félagslegur jöfn- unarsjóður þar sem sjóðsfélagar geta sótt um styrk vegna tekjumissis í tengslum við veikindi, útfararstyrk og fæðingarstyrk. Stjórn sjóðsins er skipuð af stjórn Læknafélags Íslands og annast LÍ dag- legan rekstur hans. Reglur sjóðsins og ársskýrslur eru aðgengilegar á heimasíðu LÍ (lis.is/Sjodir/FjolskylduOgStyrktar- sjodirLI) en þar eru einnig umsóknir um styrki. Réttindi öðlast allir þeir sem greiða til sjóðsins en allur gangur virðist vera á því hvort læknar átti sig á því að þeir eigi réttindi hjá sjóðnum. Allir þeir læknar sem þiggja laun beint frá hinu opinbera greiða til FOSL. Þetta kemur að vísu ekki fram á launaseðlinum og er það stund- um uppspretta misskilnings. Greiðslur til FOSL eru 0,41% af heildarlaunum en samkvæmt kjarasamningum við ríkið er sú greiðsla utan við eiginleg laun og kem- ur því ekki fram á launaseðli. Þannig er enginn vafi á því að ef læknir þiggur laun frá hinu opinbera greiðir hann til FOSL og öðlast réttindi hjá sjóðnum. Annað gildir um þá sem ekki eru á launaskrá hjá hinu opinbera. Þeir sem stunda sjálfstæðan rekstur verða að velja sjálfir að ráðstafa 0,41% af tekjum sínum til FOSL til að öðlast réttindi hjá sjóðnum. Starfi læknir í hlutastarfi hjá hinu opinbera en í hluta- starfi í sjálfstæðum rekstri þarf að greiða sérstaklega til FOSL af öllum launum til að öðlast full réttindi. Annars eru réttindi viðkomandi hjá sjóðnum í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi hjá hinu opinbera. Styrkir sem FOSL veitir eru þrenns- konar: Fæðingarstyrkur, útfararstyrkur og veikindastyrkur. Fæðingasstyrkur er nú kr. 520.000. Ef báð- ir foreldrar barns eru læknar greiðist einn og hálfur styrkur til barnsins. Eingöngu læknar sem starfa og þiggja laun á Íslandi eiga rétt á að fá greiddan fæðingarstyrk. Umsókn um fæðingarstyrk skal berast til FOSL eigi síðar en ári frá fæðingu barns, ættleiðingu þess eða varanlegu fóstri. Um tveir þriðju hlutar fjárútláta sjóðsins eru fæðingarstyrkir. Útfararstyrkur er kr. 620.000 til sjóðfé- laga og er einnig átt við starfsmenn sem voru sjóðfélagar er þeir létu af störfum vegna aldurs eða örorku. Styrkurinn greiðist þeim er útförina annast. Síðast- liðin ár hefur lítill hluti af greiðslum sjóðs- ins farið í útfararstyrki. Veikindastyrkur er skilgreindur sem tekjutap sjóðfélaga vegna ólaunaðrar fjar- veru frá læknisstörfum vegna veikinda sjóðfélaga eða náinna vandamanna hans eða vegna annarra sérstakra persónulegra aðstæðna. Einnig má veita veikindastyrk til að bæta óbætt áföll vegna óvæntra starfsloka eða annarra óvæntra áfalla sjóðfélaga. Í reglum sjóðsins er gert ráð fyrir þremur mismunandi tegundum styrkveitinga vegna veikinda eða annarra óvæntra áfalla. 1. Sjóðstjórn er heimilt að ákveða styrk til sjóðfélaga vegna ólaunaðrar fjar- veru hans frá vinnu með jöfnum greiðslum í allt að þrjá mánuði, sem nemur 80% af meðalmánaðarlaunum sem greitt hefur verið af til sjóðsins, miðað við undangengna 12 mánuði áður en tekjutap á sér stað [þó að há- marki kr. 940.000 á mánuði]. 2. Sjóðstjórn er heimilt að veita sjóðfé- laga styrk úr sjóðnum með eingreiðslu allt að kr 950.000, vegna sérstakra að- stæðna sem hafa í för með sér launa- missi eða veruleg sérstök fjárútlát sjóðfélaga. 3. Sjóðstjórn er heimilt að veita sjóðfé- laga styrk úr sjóðnum, að hámarki kr 200.000 á þriggja ára fresti vegna dvalar til endurhæfingar að læknis- ráði á Íslandi. Heimilt er þó að nýta styrkinn til endurhæfingar á viður- kenndri stofnun erlendis en umsókn um slíka endurhæfingu þarf ávallt að fara fyrir stjórn sjóðsins. Fjárhæðir samkvæmt 2. tölulið 8. grein- ar, sem og fjárhæðir samkvæmt. 3. og 4. tölulið 2. greinar, skulu endurskoðaðar 1. janúar ár hvert miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs, í fyrsta skipti 1. jan- úar 2014. Styrkur til dvalar til endurhæfingar að læknisráði samkvæmt tölulið 3 hér að ofan er nýjung. Stjórn taldi æskilegt að bregðast við vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur vart í röðum lækna varðandi vaxandi tíðni kulnunar í starfi. Að lokum vil ég ítreka Í fyrsta lagi: FOSL er sjóður sem allir læknar starfandi hjá hinu opinbera greiða í án þess að þess sé sérstaklega getið á launaseðlinum. Því er nauðsynlegt að hinn almenni félagsmaður þekki rétt sinn. Í öðru lagi: Þeir sem eru sjálfstætt starf- andi þurfa sjálfir að greiða af sínum laun- um til FOSL til að öðlast réttindi. Því mið- ur hefur borið á því að læknar hafa ekki áttað sig á þessu fyrr en of seint og því ekki átt rétt á stykjum úr sjóðnum þegar á þarf að halda. Því hvet ég sjálfstætt starf- andi lækna til að skoða FOSL og ákveða hvort þeir vilji gerast félagar í sjóðnum. Þekkir þú þinn rétt? Um FOSL

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.