Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 12.02.2016, Qupperneq 19

Fréttatíminn - 12.02.2016, Qupperneq 19
 |19fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016 Langþráður draumur Geirs Gunnarssonar rættist á dög- unum þegar hann fékk sína fyrstu vinnu eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár. Geir gat ekki sofið fyrir spenningi nóttina fyrir fyrsta vinnudaginn. Það hefur verið draumur Geirs í ára- raðir að losna úr fangelsi og verða betri maður. Hann þráði að lifa eðlilegu lífi og geta staðið á eigin fótum. Á dögunum sótti hann um vinnu í íþróttavöruversluninni Sports Direct. „Ég fékk vinnuna þó ég hafi aldrei unnið í svona umhverfi áður. Konan sem réði mig þekkti söguna mína úr fréttunum svo það hjálpaði aðeins til að þurfa ekki fara yfir hana. Mér finnst mjög skemmtilegt að geta gert eitthvað sem er alveg nýtt fyrir mér. Nú hef ég bara unnið hér í tvo daga og mér líst mjög vel á.“ Geir vinnur í þjónustudeildinni og var á afgreiðslukassa fyrsta daginn. „Ég gerði mitt besta en það er margt nýtt að læra. Ég gleymdi til dæmis að taka þjófavörnina af allnokkrum vörum og þarf að læra að fylgjast betur með því.“ Átján ár eru síðan Geir var síðast í vinnu utan fangelsisins. Hann fann því fyrir mikilli tilhlökkun að byrja í nýju starfi og var andvaka aðfararnótt fyrsta vinnudagsins. „Ég vaknaði klukk- an þrjú um nóttina, alltof spenntur.“ Til að ná niður stressinu fékk hann sér göngutúr um Elliðaárdalinn á fimmta tímanum og mætti svo hress til vinnu um morguninn. Árið 1998 hlaut Geir 20 ára fangelsis- dóm fyrir alvarlega líkamsárás og sat inni í 17 ár. Það er næstum tvöfalt leng- ur en morðingjar þurfa að sitja inni á Íslandi. Geir afplánaði dóminn í örygg- isfangelsi í Bandaríkjunum við bágar aðstæður og varð fljótt staðráðinn í að bæta upp fyrir gjörðir sínar. Hann var látinn laus í september í fyrra og sneri þá aftur til Íslands. Síðan hefur hann unnið að því að byggja sig upp og að- lagast gjörbreyttu samfélagi. -þt „Það er synd að karlmenn skuli missa af starfi sem veitir mikla gleði, aðeins vegna úreltra staðalímynda.“ „Mér finnst þetta ekki lagi,“ segir Egill Óskarsson leikskólakenn- ari um þá staðreynd að aðeins 1% leikskólakennara séu karlmenn. Egill flytur erindi um sína leið að starfinu á ráðstefnunni Karlar í yngri barna kennslu sem fer fram í dag, föstudaginn 12. febrúar, á Grand Hótel. „Við þurfum að fjölga körlum í stéttinni fyrst og fremst því þetta er svo skemmti- legt starf og því synd að það skuli ekki hvarfla að ungum strákum að þetta geti orðið framtíðar- starfsvettvangur. Það er synd að karlmenn skuli missa af starfi sem veitir mikla gleði, aðeins vegna úr- eltra staðalímynda. Ef við værum fleiri sæu fleiri þetta sem mögu- legan starfsvettvang og þess vegna þurfum við að hækka þessa tölu. Ég held að það sé líka öllum vinnu- stöðum gott að menningin sé sem blönduðust og á leikskólum verður þannig meiri fjölbreytni í því sem gert er fyrir börnin.“ Egill er ekki viss um að fjölgun karla í stéttinni myndi hafa áhrif á launin, aðrar kennarastéttir þar sem fleiri karlmenn séu til staðar séu ekki með glimrandi hærri laun en leikskólakennarar. Það voru ekki launin sem drógu hann í stéttina. „Ég fór þessa leið sem margir karlmenn í þessari stétt hafa farið, langaði í vinnu sem væri skemmtileg og datt óvart hérna inn. Ég hef alltaf haft gaman af börnum og svo áttaði ég mig smátt og smátt á því að faglegi hlutinn er mjög skemmti- legur líka. Það sem hvatti mig svo að lokum til að fá leyfisbréfið var sú stefna Kópavogsbæjar að borga mér laun á meðan náminu stóð en skuldbatt mig í staðinn til að vinna í tvö ár eftir útskrift hjá leikskóla í bænum.“ | hh Andvaka fyrir fyrsta vinnudaginn Geir Gunnarsson í nýju vinnunni í Sports Direct. Mynd | Rut Agli Óskarssyni leik- skólakennara finnst ekki í lagi að einungis 1% leikskólakennara séu karlkyns. Vantar karlkyns fyrirmyndir í leikskólana Mynd | Rut
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.