Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 40
FROSTÞOLNAR RAFHLÖÐUR ENERGIZER ULTIMATE LITHIUM AA & AAA Eru 33% léttari og allt að 11x öflugri en venjulegar rafhlöður. Sölustaðir: Elko, Heimkaup.is, Útilíf og Glóey. Þola 30 gráðu frost Angelique Kelly er hálf-ís- lensk en ólst upp hjá banda- rískum föður sínum í Chi- cago. Hún hafði aldrei stigið fæti á íslenska jörð þegar hún kom hingað fyrst, fyrir 28 árum. Þá var hún nítján ára gömul og tilefnið var tveggja vikna heimsókn til að hitta íslenska ættingja. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Þegar ég var búin að vera hér í nokkra daga fann ég að mig lang- aði til að vera lengur og flutti því til frænku minnar í Grundarfirði og fór að vinna í fiski. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég kom þangað. Mér fannst þetta algjört krummaskuð,“ segir Angelique og skellihlær. „Ég talaði enga ís- lensku því ég hafði alist upp með fjölskyldu pabba míns sem er bandarísk svo það var auðvitað erfitt fyrir mig að nálgast fólk. Mér fannst allir frekar lokaðir enda vön bandarískum kúltúr þar sem fólk er miklu opnara. Ég gleymi því ekki þegar ég fór fyrst út í búð. Ég ætlaði að kaupa tómata en var sagt að þeir fengjust ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta miðvikudag! Svo settist ég niður í sófann hjá frænku til að horfa á sjónvarpið því það var nú ekki mikið annað að gera, en þá var bara ein stöð. Samt voru allir með fjarstýringu! Af hverju þarftu fjar- stýringu ef það er bara ein stöð?“ Angelique kynntist núverandi eiginmanni sínum í þessari ör- lagaríku ferð og hefur því aldrei búið í Bandaríkjunum síðan. „Við bjuggum í þrettán ár í Grundarfirði en fluttum svo í bæinn þegar mað- urinn minn seldi bátinn sinn og kvótann með. Ég var fegin að flytja til Reykjavíkur því þó það hafi verið gott að ala upp börn á Grundar- firði þá er nú meira um að vera í borginni. Ég var alltaf útlendingur í Grundarfirði en hér blandast maður betur inn í samfélagið.“ „Ég hef fjarlægst Bandaríkin mikið á þessum tíma sem ég hef búið hér og ég get ekki hugsað mér að búa þar aftur. Það sem fer einna mest í taugarnar á mér þar er þetta trúarofstæki sem er út um allt og svo á ég mjög erfitt með repúblik- ana. Kerfið í Bandaríkjunum er svo ómanneskjulegt. Konan hans pabba var sjúklingur í mörg ár og þegar hún lést skuldaði pabbi allt í einu 75.000 dollara því trygginga- félagið kom sér undan því að borga. Ég er mjög fegin að ala dætur mínar upp í landi þar sem allir eru jafnir þegar kemur að heilbrigðis- kerfinu.“ Heil og sæl, kæra mamma og amma Nína. Það er dásamlegt að heyra frá þér og einmitt svona dreymdi mig um að þessi uppeldisvettvangur yrði; svör og stuðningur við for- eldra, ígrundun með ömmum og öfum og öðrum uppeldisöflum í fjölskyldum og umræða og vanga- veltur allra áhugasamra um upp- eldi. Ótti er bara ótti Óttinn er fylgifiskur okkar allra, varnarviðbragð í heila mann- skepnunnar. En uppeldi og reynsla hafa mikil áhrif á hæfni okkar til að takst á við óttatilfinningar enda reynslan mikilverðust fyrir heilaþroska alla bernskuna. Þess vegna er mikilvægt að við útskýr- um fyrir börnum að ótti sé bara ótti, ævafornt viðbragð sem allir þurfi að kljást við og æfa aðferðir til árangurs. Mistök; martröð mæðra og dætra Kynin fá ólíka reynslu sem útskýrir hvers vegna stúlkur og konur eru hræddari við mistök heldur en drengir og karlar. Frá fæðingu fá kynin ólíka meðhöndlun og ólíkar væntingar. Stúlkum er haldið þétt í fangi en meira leikið við drengi. Þeir eru síður stöðvaðir en stúlkur þegar þeir skríða um allt en stúlk- urnar eru klæddar í fatnað sem hamla hreyfingum. Síðan eiga þær að passa dótið sitt og fötin sín og fá bágt fyrir að skíta sig út en eng- inn undrast að þeir séu óhreinir og gleymi sér. Í skóla er stelpum hrósað fyrir iðni og prúðkvensku en drengir fá skammirnar fyrir að kunna ekki að haga sér. Stúlkur mælast hræddari við mistök heldur en drengir í skóla- verkefnum, óttast meira að segja eitthvað rangt eða prófa nýja hluti vegna ótta við aðhlátur. Í tilrauna- aðstæðum missa stúlkur trúna á sig og getu sína eftir að gera smá- mistök, eitthvað sem truflar ekki drengina. Svo vitum við að kon- ur eru átakafælnar en karlar áhættusæknir. Þú getur — ef þú æfir þig Mikil viðhorfsbreyting hefur átt sér stað á síðustu áratugum, allt frá því að letja börn og ungmenni til verk- efna sem þóttu ekki innan seilingar og yfir í að allir eigi bara að geta allt. Fyrra viðhorfið heldur okkur frá að prófa og hið síðara gefur ranga mynd af því hvað þarf til að ná árangri. Afleiðingar eru ávallt mistakaótti. Við ýmist forðum okk- ur eða „gátum ekki allt“ og brennt barn forðast eldinn. Lykilsvarið er að allir geta það sem er æft af kappi og ástríðu. Það þarf seiglu og þraut- seigju og hæfni til að taka mistök- um og sársauka. Svo þarf að sætta sig við að sumir eru fljótari að ná árangri en aðrir og sumt passar einum betur en öðrum. En – stund- um þarf heiðarleika og skoðun með barni til að það skynji hvort það sé á réttri hillu. Þá er engin uppgjöf að læra að sleppa tökunum og geta skipt um skoðun. Reyndu aftur eða ég ætla að reyna Oft er uppgjöf fólgin í því að segjast ætla að reyna eitthvað því á bak við hvílir trúin á að það sé allt í lagi að gefast upp – bara ef viðkomandi er búinn að reyna. Þar með er nóg að fara nokkrum sinnum á fótboltaæf- ingu og hætta svo eða allt í lagi að slá heimanáminu á frest „þangað til á morgun“ eða mamman sem ætlar að reyna að hætta að reykja eftir jólin. Það er allt annað heldur en viðhorfið „ég vil og ætla að gera þetta og æfa mig hvað sem það kostar“ og ef mistök verða, er það allt í lagi, ég reyni bara aftur og aftur og æfi mig meira og meira. Kveðja, Magga Pála. Uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. Sendið Möggu Pálu ykkar vandmál á netfangið. maggapala@frettatiminn.is Mistakaótti og geta allir allt? Kæra Magga Pála. Ég skrifa þér vegna mistakaæfinganna sem þú skrifaðir um í bókinni „Æfingin skapar meistarann“. Að æfa sig í að gera mis- tök ... var á sínum tíma ákveðin frelsun fyrir hálffertugt „barn“ haldið fullkomnunaráráttu og þeim misskilningi að mér mætti ekki mistakast ... Nú heyrði ég að ef einhver segist ætla að reyna sé litið á það sem hálfgerða uppgjöf – allir eiga bara að geta ... Mér finnst mikilvægt að leggja áherslu á MISTÖK sem leið að því að kanna lífið og tilveruna. Að segja „reyndu þetta og hitt og sjáðu til hvernig gengur.“ Ekki bara: „Þú getur.“ Með kærri kveðju frá sextugu barni í anda, og takk fyrir allt innleggið þitt í gott uppeldi. Nína – fjórföld mamma og amma. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty Innflytjandinn Á erfitt með trúarofstæki og repúblikana Angelique Kelly hefur búið í 28 ár á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið sem sjálfboðaliði í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna og aðstoðað margar konur við að fóta sig í íslensku samfélagi. 40 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.