Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 46
Unnið í samstarfi við Íslensku hamborgara­ fabrikkuna „Fabrikkusmáborgararnir hafa notið mikilla vinsælda að undan­ förnu og vaxið hratt. Það gerðist nú eiginlega óvart, eins og með margt sem er gott. Við byrjuðum að selja smáborgarana sem forrétt á staðnum og þaðan fórum við í að selja þá um borð í flugvélar. Svo voru viðskiptavinir farnir að kalla ansi sterkt eftir meiru svo við fórum að selja þá fulleldaða, 30 saman á bakka,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Jói á Fabrikkunni. Auk þess að reka þrjá veitinga­ staði eru Jói og félagar með öfluga veisluþjónustu hjá Hamborgarafa­ brikkunni. Fyrir stærri hópa er hægt að panta Fabrikkugrillbílinn en fyrir minni hópa eru smáborgararnir tilvaldir. „Að mörgu leyti er þetta alveg fullkominn partímatur. Fabrikku­ smáborgararnir eru afhentir full­ eldaðir og í þannig bökkum að þú þarft ekkert að gera, þú bara sækir og skellir þeim á veisluborðið,“ segir Jói. Hægt er að velja úr fjórum mis­ munandi tegundum af bökkum; Fabrikkuborgara, Morthens, Stóra Bó og Forseta. „Ef fólk vill bara grænmeti þá notum við sveppi í stað kjöts,“ segir Jói. Hann segir að smáborgararnir hafi fyrst slegið í gegn í fermingarveislum í fyrra. „Krökkum á þessum aldri finnst gaman að vera með skemmti­ legan mat. En svo hefur þetta líka notið vinsælda við önnur tækifæri, eins og með Eurovision eða bara þegar fólk er að fara að horfa saman á enska boltann. Það er nefnilega magnað hvað þetta er einfalt, þú ferð bara inn á vefsíðuna okkar og leggur inn pöntun. Svo bíður þetta eftir þér þegar þú vilt koma að sækja.“ Unnið í samstarfi við Gala Þegar mikið stendur til og veisla er fram undan er fyrsta skrefið að finna góðan sal sem hentar til­ efninu. Oft lendir fólk í vandræðum með að finna sal þar sem ekki þarf að kaupa veitingar með enda margir sem vilja koma með sínar eigin. Gala veislusalur er einn þeirra mögu­ leika sem í boði er fyrir þann hóp. „Það eru margir salir sem eru leigðir með veitingum en við höfum séð að eftirspurn eftir sölum án veitinga er mikil þar sem fólk vill gjarnan koma með eigin veitingar eða fá veislu­ þjónustu sem það velur til að sjá um veitingarnar,“ segir Karlotta Jóna Finnsdóttir, umsjónarmaður Gala. Salurinn tekur allt að 140 manns í sæti og segir Karlotta þó fara vel um þann fjölda í salnum. Með salnum fylgir borðbúnaður fyrir 140 manns og þar er allt til alls til veisluhalds, nema dúkar. Einnig er skjávarpi og hljóðkerfi á staðnum. „Við teljum okkur veita mjög góða þjónustu og komum til móts við kúnnann. Ef salurinn er ekki í leigu daginn áður þá hleypum við honum inn til þess að hægt sé að skreyta og undirbúa. Við erum líka bara með eina veislu eða við­ burð á hverjum degi, hver og einn hefur salinn í heilan dag og lengur ef því er að skipta. Það eru margir sem koma í annað og þriðja skipti þannig að við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Karlotta. Salnum má líka skipta í tvennt og er þá hægt að hafa 50­60 manns í hálfum sal. Þá er hann líka leigður fyrir ráðstefnur, fundi og erfidrykkjur. Skilyrði fyrir leigu á salnum er að manneskja á vegum Gala vinni á þeim viðburði sem salurinn er leigður undir. „Fólki hefur fundist það mjög þægilegt, þetta er hörkuduglegt fólk sem veit alveg hvað það er að gera sem við höfum á okkar snærum. Það þekkir líka salinn og kann á allan útbúnað,“ segir Karlotta. Upplýsingar og pant­ anir á gala.is og í síma 580 6720. Góð þjónusta og allt til alls Gala veislusalur er nýr og bjartur salur með næg bílastæði á góðum stað. Fullkominn partímatur Í veisluþjónustu Hamborgarafabrikkunnar er hægt að fá smáborgara sem njóta mikilla vinsælda. Jói á Hamborgarafabrikkunni segir að smá- borgarar sem hann og Simmi bjóða upp á í veisluþjónustu njóti mikilla vinsælda. Ljósmynd | Hari 46 | fréttatíminn | HElGin 12. FEBrúAr–14. FEBrúAr 2016 Kynningar | Veislur AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.