Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 47

Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 47
Unnið í samstarfi við Víkina Við Grandagarð stendur Sjóminja- safnið í öllu sínu veldi og þar inni er rekið kaffihúsið og veitinga- þjónustan Víkin. Þar ræður ríkjum veitingamaðurinn Snorri Birgir Snorrason. Kaffihúsið er opið til fimm á daginn og fylgir þannig safninu í afgreiðslutíma. Áhersla er lögð á heimabakað bakkelsi og hefur til dæmis hróður kleinanna í Víkinni borist víða. Í hádeginu er alltaf fiskur dagsins í boði og segir Snorri það hafa gef- ist vel að hafa ekki fastan matseðil heldur fara á markaðinn á morgn- ana og velja það sem ferskast er hverju sinni. Undanfarin ár hefur fastakúnnahópurinn sem kemur til þess að gæða sér á fiski dagsins í hádeginu farið sístækkandi og margir sem mega hreinlega ekki til þess hugsa að missa af honum. Eftir klukkan fimm á daginn breytist staðurinn hins vegar í veislusal sem er afar vinsæll og vel nýttur sem slíkur allan ársins hring fyrir allra handa veislur. „Við erum með frábært sjáv- arútsýni og mjög stóra verönd þar sem alltaf er logn, þó það sé jafnvel hávaðarok hinu- megin við húsið. Þegar sólin skín er þetta best geymda leyndarmál Reykjavíkur,“ segir Snorri og bætir við að á sumrin fari öll borð út á veröndina og þar sé pláss fyrir allt að 120 manns í sæti. „Við getum tekið allt að 300 manns í standandi veislur og þá opnum við inn á safnið og út á veröndina og svo getum við tekið allt að 120 manns í sitjandi borðhald.“ Mikil uppbygging hefur orðið undanfarin ár á Grandanum og seg- ist Snorri hafa séð ótrúlega breyt- ingu síðustu 2 árin og ekkert lát sé á. „Það er bara gaman að eyða eins og hálfum degi á Grandanum, byrja á því að fá sér kaffi og labba svo um og sjá allt sem Grandinn hefur upp á að bjóða, galleríin, allt hand- verkið og ekki síst söfnin. Þetta er örugglega þægilegasta svæðið fyrir fararstjóra að koma með hópa á, hann getur bara setið og fengið sé kaffi því ferðamennirnir hafa nóg að gera allan daginn.“ Sigurpáll Birgisson. Unnið í samstarfi við Veislulist – Skútuna Birgir Pálsson matreiðslumeistari stofnaði veisluþjónustuna Veislu- list – Skútuna ásamt konu sinni, Eygló Sigurliðadóttur, árið 1975 og hefur fyrirtækið verið rekið allar götur síðan við góðan orð- stír. Synir þeirra, Birgir Arnar, Sigurpáll Örn og Ómar Már, reka fyrirtækið í dag en samtals starfa hjá Veislulist – Skútunni sex vanir matreiðslumenn. Birgir er sjálfur ennþá viðriðinn reksturinn en lætur synina þrjá þó um bróður- partinn. Veislulist tekur að sér hvers kyns viðburði eins og fermingar, brúð- kaup, árshátíðir og erfidrykkjur. „Við sjáum einnig um þjónustu við fyrirtæki, bæði matarbakka og móttökur. Maturinn er fjölbreyttur og í stöðugri þróun, við erum með bakarí og smurbrauð, veislumat og venjulegan heimilismat fyrir fyrirtæki,“ segir Sigurpáll og bætir við að hægt sé að panta stakar veitingar, fullbúnar veislur eða vel útbúinn sal ásamt veitingum. „Við höfum þjónustað veislur um allt land og einnig séð um veislur erlendis,“ segir Sigurpáll. Það er til marks um gæði þjónustu Veislulist- ar – Skútunnar að margir viðskipta- vinir hafa sótt þjónustu hennar allt frá árinu 1975. Allar nánari upplýsingar er að finna á veislulist.is. Blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Veislulist - Skútan býður upp á fjölbreyttan mat fyrir veislur og þjónustu við fyrirtæki. Kynningar | Veislur AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Frábært sjávarútsýni og gómsætar veitingar í Víkinni úti á Granda. Best geymda leyndarmál Reykjavíkur Snorri Birgir Snorrason. Þaulvant starfsfólk Víkurinnar í upphafi glæsilegrar veislu. Frábært útsýni og gómsætur fiskur er prýðileg blanda. Veröndin er eitt best geymda leyndarmál Reykjavíkurborgar. | 47fréttatíminn | HElGin 12. FEBRúAR–14. FEBRúAR 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.