Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 61

Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 61
Sólveig | meðlimur Kælunnar Miklu og eigandi útgáfu- fyrirtækisins Hið myrka man: „Ég er að horfa á nýju þáttaröðina af X-Files. Þeir eru svolítið skrýtnir og aðal- lega fyrir aðdáendur með fortíðarþrá, en þetta er samt X-Files svo ég elska þá. It’s Always Sunny In Philadelphia eru svo alltaf góðir, það voru líka að koma nýir þættir af þeim. Hvað bíómyndir varðar horfi ég á hina frábæru rúss- nesku bíómynd Sedmikrásky í hverjum einasta mánuði. Ég mæli því auðvitað eindregið með henni.“ | 61fréttatíminn | HelgIn 12. FebrúAr–14. FebrúAr 2016 Sófakartaflan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir Horfir mánaðarlega á sömu rússnesku bíómyndina skólAjógúrT Skólajógúrt er nú sykurminni og uppfyllir viðmið Skráargatsins um sykurmagn í jógúrt. Jógúrtin er afar kalkrík, inniheldur trefjar og fæst núna einnig í stærri umbúðum. Veldu það sem hentar þinni fjölskyldu. HollArI Í fjÖLskyLdusTÆRÐ NÝJUN G 1 LÍTRA UMBÚ ÐIR BETRI KAUP HV ÍT A HÚ SÍ Ð / S ÍA Kassalaga afró, litríkar skyrtur og Digable Planets Netflix. Bíómyndin Dope fjallar um Malcolm, 90’s Hip Hop-nörd sem spilar í pönkbandi með vinum sínum og lætur sig dreyma um Harvard. Líf hans verður tíu sinnum meira spennandi þegar honum býðst óvænt að fara í partí hjá virtum dópsala, með ófyrirséðum afleiðingum. Pharrell Williams sá um að velja tónlistina sem hljómar í myndinni og svífur ferskur andi tíunda áratugarins yfir vötnum í henni. Næturvarpið RÚV Frá síðasta nýja tungli, aðfararnótt 9. febrúar, hefur RÚV sýnt myndbandalist á hverri nóttu. Næturvarpið stendur þangað til á næsta fulla tungli, aðfararnótt 22. febrúar, en alls eiga 38 listamenn verk á sýningunni. Frábær ástæða til að kveikja á sjónvarpinu um miðjar nætur. Brot úr myndbandsverki Camille Henrot: Grosse Fatigue, (kyrrmynd), 2013. Síðasti í Shakespeare RÚV Í saumana á Shakespeare, mánudaginn 15. febrúar, kl. 22.30. Ekki missa af lokaþætti Í saumana á Shakespeare, heimildarþætti þar sem kafað er í þá dularfullu goðsögn sem William Shakespeare er og áhrifin sem hann hefur á leik- listarheiminn enn í dag. Tveir stórleikir í enska boltanum Stöð 2 Sport 2 sunnudaginn 14. febrúar. Það verður mikið undir í enska bolt- anum á sunnudag. Þá mætast Arsenal og Leicester klukkan 12 og Manchester City og Tottenham klukkan 16.15. Þessi lið eru í efstu fjórum sætum úrvals- deildarinnar og verður sérstaklega forvitnilegt að sjá hvort spútnikliðið Leicester heldur áfram góðu gengi sínu.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.