Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 68

Fréttatíminn - 12.02.2016, Side 68
 Fleiri myndir á frettatiminn.is Salvör Káradóttir ætlar að gera 2016 að viðburðaríku ári og leyfir fólkinu í kringum sig að stjórna því sem hún gerir. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salvor@frettatiminn.is „Það höfðu flestir skoðanir á hvernig ég ætti að gera hlut- ina öðruvísi þannig ég ákvað að árið 2016 ætla ég að leyfa þessu frábæra fólki að stjórna því hvað ég geri. Ég byrjaði að taka á móti áskorunum,“ segir í bloggfærslu Salvarar Káradóttur sem ætlar að taka áskorunum frá fólki sem mega standa í allt að 30 daga. Salvör segir 2015 hafa verið ein- staklega misheppnað ár fyrir sig og ætlar hún að gera 2016 „að sinni tík“ líkt og bloggið hennar heitir: „2016 is going 2 be my bitch“. Hún segir sig reglulega tekna á teppið því hún hreyfi sig ekki nóg, skemmti sér ekki og hangi of mikið heima. „Það var merkilegt að sjá hvað vinir og vandamenn hafa miklar skoðanir á því hverju maður á að breyta. Nú þegar þeim býðst að skora á mig, þá eru allir tómir.“ Fyrsta áskorun var að gerast vegan í 30 daga og segir Salvör það hafa gengið vel. „Síðast þegar ég gerðist vegan endaði ég á Amer- ican Style um kvöldið. Núna er ég búin að vera vegan í mánuð og ætla að halda því áfram. Eftir tvær vikur var ég hætt að hugsa um grillmat og rif. Ég tók einnig þeirri áskorun að drekka ekki gos og gerast heimsóknarvinur hjá Rauða krossinum.“ Salvör segir hvern sem er mega skora á sig og nú þegar hafa borist nokkrar. „Ég á að borða grænan morgunmat í viku, segja já við öllu og prófa Tinder. Ég held ég láti Tinder vikuna og það að segja já við öllu þó ekki skarast á.“ Lesa má bloggfærslu Salvarar á www.salvorkara.wix.com og skrá sig á póstlista þegar hún hefur lokið við nýjar áskoranir. NÝTT Fjórir rauðir litir innblástnir frá hinni goðsagnakenndu Marilyn. Loks finnur þú fullkomna rauða litinn þinn Candice er förðuð með eftirfarandi vörum: Lasting performance farði, Mastertouch consealer, Creme puff Blush, Masterpice Max maskari, Marilin Monroe Ruby Red varalitur, High Definition eyeliner penni, Smokey Eye augnskuggapalletta. Ný Marilyn Monroe TM varalita lína 4 RAUÐIR, 1 FULLKOMINN FYRIR ÞIG M ar ily n M on ro e™ ; R ig ht s of P ub lic ity a nd P er so na R ig ht s: Th e Es ta te o f M ar ily n M on ro e LL C. Á matreiðsluvefnum EatRVK má finna fjöl- breyttar uppskriftir þriggja vinkvenna. Vinkonurnar Tobba Mar- ínós, Íris Ann Sigurðardótt- ir og Linda Björk Ingimars- dóttir hafa nú stofnað matreiðsluvefinn EatRVK. Á vefnum má finna fjölmarg- ar uppskriftir af ýmsu tagi, allt frá rjómaostakonfekti til bráðholls Chia-grauts. Tobba segir tilgang vefsins aðallega vera að hafa upp- skriftir sem vinkonurnar sanka að sér allar á einum stað. „Íris Ann er frábær matarljósmyndari og okkur vinkonunum þykir öllum gaman að elda, svo það var náttúrlega næsta skref að stofna matar- vef.“ Þrátt fyrir fjöl- margar hollar uppskriftir á vefnum segir Tobba vefinn ekki hugs- aðan sem átaksvef. „Það fer bara eftir hvaða í stuði maður er. Sjálf kaupi ég aldrei sykur og finnst gaman að laga upp- skriftir að hollu mat- aræði. Linda bakar hins vegar alveg úr sykri og oft leikum við okkur með það að hún baki „venjulega“ uppskrift, ég lagi hana að hollust- unni og svo ber Íris þær saman.“ Salvör Káradóttir gerir árið 2016 að sinni tík. Tekur við öllum áskorunum Tímafrekt en girnilegt áhugamál Uppskrift frá Tobbu að Bláberja Nicecream, sætum og ljúfum berjaís handa allri fjölskyldunni. Innihaldsefni 3 vel þroskaðir frosnir bananar (frystir í nokkrum bitum) 1 - 2 dl kókosmjólk (sykur- laus - úr fernu eða dós) 3 dl frosin ber t.d bláber og hindber 4 - 6 dropar hindberja- stevía Leiðbeiningar: Settu öll innihaldsefnin í blandara eða matvinnslu- vél. Byrjaðu á að setja aðeins 1 dl af mjólk en ef það dugar illa bættu þá smám saman við meiri vökva. Látið matvinnsluvélina ganga á fullum styrk en stoppaðu reglulega til að skafa niður meðfram hlið- unum. Smakkaðu til með steví- unni. Athugasemdir: Ef þú hefur ofnæmi fyrir banönum eða hatar þá bara getur þú notað frosið avocadó í staðinn og aukið berjamagnið. Höfundur: Tobba Marinós Sjálfkrýnd fréttamynd ársins Kristinn var viðstaddur þegar albönsku fjöl- skyldunni var vísað úr landi og hafði ljósmynd hans mikil áhrif á framgang mála. Kristinn Magnússon ljósmynd- ari er sagður eiga sjálfkrýnda fréttamynd ársins. Hann var viðstaddur kvöldið sem albanska fjölskyldan var sótt á heimili sitt og vísað úr landi. Kristinn tók myndina af þriggja ára og langveikum Kevi að ganga út fyrir dyrnar með bangsa í hendinni. Kristinn segir myndina hafa öðlast sjálf- stætt líf. „Þetta var erfitt kvöld. Þau sátu öll í sófanum, tilbúin brottfarar og fylgdust með klukk- unni tifa. Þetta var seint um kvöld svo börnin voru hrædd og óörugg, þau vildi ekki hleypa neinum nærri sér. Eftir að hafa fylgt þeim út á flugvöll sendi ég nokkrar myndir áfram og ein þeirra öðlað- ist sitt eigið líf í netheimum.“ Kristinn byrjaði að ljósmynda ungur að aldri þegar pabbi hans gaf honum myndavél. „Ég byrjaði að mynda landslag og fugla á Flatey á Breiðafirði. Ég hef nánast verið að mynda síðan fyrir íslenska og erlenda kúnna.“ Á meðal skrautlegra verkefna sem Kristinn hefur staðið að var fyrir Háafell geita- bú þegar þau stóðu frammi fyrir gjaldþroti. „Ég setti upp stúdíó í fjárhúsinu og myndaði geiturnar. Þær eru allar mismunandi karakt- erar og baráttan var mikil að halda þeim innan rammans.“ | sgk Kristinn Magnússon er sagður eiga sjálfkrýnda fréttamynd ársins af Kevi, sem bíður þess að vera sóttur af lögreglunni og fluttur úr landi ásamt fjöl- skyldu sinni. Á laugardaginn fer fram annað undankvöld Söngvakeppni Sjón- varpsins. Í tilefni þess að stóra stundin nálgast tók Fréttatíminn saman lista af lögum með aðstoð með- lima FÁSES (Félag áhuga- fólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva) sem er að synd að hafa ekki fengið að njóta sín sem framlag Íslands til Eurovision. Bestu lögin sem kepptu ekki fyrir hönd Íslands 1. Í síðasta skiptið – Friðrik Dór 2. Amor – Ásdís María 3. Ég lifi í draumi – Björgin Halldórsson 4. Karen – Björn Arason 5. Þér við hlið – Regína Ósk 6. Lífið er lag – Módel 68 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar–14. febrúar 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.