Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 12.02.2016, Blaðsíða 76
4 | fréttatíminn | Helgin 12. febrúar-14. febrúar 2016 rauður þráður í gegn um bókina. Persónusköpunin er mögnuð, mannlífið fjölbreytt. Þetta er allt í senn, aldarspegill, saga þjóðfélags í mótun, saga kvenna og frelsis- baráttu, saga um ást og harm.“ Nanna Rögnvaldardóttir ritstjóri Saga af venjulegu fólki með raunsann- ar tilfinningar „Dalalíf Guð- rúnar frá Lundi stendur upp úr. Vel sögð og blátt áfram saga af venjulegu fólki með raun- sannar tilfinning- ar, bæði staðfastar og hverfular. Rómantíkin er til staðar, meló- dramatíkin líka, en sagan er aldrei velluleg og Guðrún, þessi frábæri sögumaður sem sjálf sagðist vera hvergi í íslenskum bókmenntum en er kannski frekar alls staðar, fléttar svo dásamlega vel saman dramatík og hversdagslíf og sýnir svo margar hliðar ástarinnar.“ Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri: Tímaþjófur Stein- unnar sú besta „Laxdæla er hugs- anlega besta ástarsagan og Salka Valka þar á eftir, en þær bækur flokkast varla undir hreinar ástarsögur þar sem höfundarnir eru að segja fleiri sögur en bara ástarsöguna og lá svo miklu meira á hjarta en að fjalla bara um ástir. Ef við erum að tala um ekta ástarsögu þá hlýtur Piltur og stúlka eftir Jón Thorodd- sen að vera ofarlega á blaði. Afar vel skrifuð saga með geðþekkum elskendum sem þurfa að hafa mikið fyrir ást sinni og mæta alls kyns mótlæti. Allt fer þó vel að lokum eins og á að vera í alvöru ástarsögu. Sérlega eftirminnilegar aukapersónur krydda söguna, eins og til dæmis Gróa á Leiti. Þarna er dregin upp góð mynd af íslensku þjóðlífi og dásamleg kvæði í sögunni gleðja svo lesandann. Tímalaus klassík. Það mætti alveg eins nefna Mann og konu eftir sama höfund, en Piltur og stúlka skal það vera!“ segir Kolbrún. „Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur er sennilega besta ástarsaga seinni tíma þegar við miðum við íslenskar bókmenntir. Sterk saga um það hvernig er að vera heltekin af ást.“ Besta ástarsaga íslenskra bókmennta guðjón friðriksson sagnfræðingur þekkir vel til sögu reykjavíkur. Hann segir að á fyrri hluta 20. aldar hafi nokkrir staðir haft á sér rómantískan blæ. „Suðurgatan var oft kölluð ástarbraut og þangað fóru ungir elskendur, eða fólk sem var að draga sig saman. Það gekk gjarnan þarna um og fór inn í kirkjugarðinn sem þá var kannski fegursti bletturinn í borginni. Hólavallakirkjugarður var bæði gróðursæll og friðsæll á þeim tíma,“ segir guðjón. „Svo fór nú orð af því að stelpur sem voru að slá sér upp með sjó- liðum, sem komu oft hingað á þessum tíma, færu vestur á mela með þeim. fólk fór mikið út í Örfirisey. Þá var ekki bílfært þangað og gengið var eftir mjóum hafnar- garði til að komast í lautir og hóla sem þótti rómantískt. Þegar ég var á menntaskólaaldri fór fólk á bílum út í Örfirisey og síðan var bílunum lagt og fólk fór eitthvað í kelerí. Ég man alltaf eftir því að einn bekkjarbróðir minn í menntaskóla fékk lánaðan bíl pabba síns og við fórum stundum í gamni þangað. Þá slökkti hann á ljós- unum og ók hægt upp að bílunum sem fólk var að kela í og kveikti svo skyndilega á háu ljósunum. Þá varð auðvitað uppi fótur og fit í bílunum!“ guðjón segir að á þessum tíma hafi verið þrengra um fólk og stórar fjölskyldur voru kannski saman í tveimur herbergjum. „Áður en fólk eignaðist bíla var ekki um annað að ræða en fara eitthvert. Þetta er allt öðruvísi nú þegar fólk hefur eigin herbergi og nóg er af vistarverum. Í dag eru líka allir þessir barir og veitingahús. Það breyttist margt þegar bílarnir komu – um allan heim. bílarnir gáfu fólkinu frelsi. Þá fór fólk að fara út úr bænum, upp að Kolviðarhóli, að lögbergi eða geithálsi. gjarnan þar sem voru veitingastaðir.“ -hdm Ást í Reykjavík fyrr á tímum gengu pör gjarnan út fyrir miðbæ reykjavíkur til að fá næði. Guðjón Friðriksson. Á fyrri hluta 20. aldar var Suður- gatan kölluð Ástar- braut og kirkju- garðurinn var vinsæll staður hjá elskendum. Ljósmyndir | Hari Fallegur undirfatnaður er persónuleg og falleg Valentínusargjöf Í versluninni Mary Carmen í lágmúla 7 er mikið úrval af nærfatnaði, korse- lettum, náttkjólum og fleiru. ef kaupa á brjóstahaldara er sniðugt að kíkja á stærðarmiðana heima áður og fá svo hjálp frá starfsfólkinu í Mary Carmen. Brjóstahaldari á mynd kostar 7.995 krónur. Skemmtileg nýjung Kanínueggið er vatnshelt sílikonegg með sjö mismunandi púls-stillingum. Það kostar 7.995 krónur og fæst í adam og evu, Kleppsvegi 150 og á akureyri.Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is VALENTÍNUSARDAGURINN FIMM RÉTTA ÁSTAR- REMEDÍA FRÁ KL. 17FORDRYKKUR Codorníu Cava FORRÉTTIR TÚNFISKUR Léttgrillaður túnfiskur, avókadómauk, engifer, sesamfræ, sýrð vatnsmelóna BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, tru˜u mayo, stökkt quinoa, epli ÖND & VAFFLA Hægeldað andalæri „pulled“, karamelluseruð epli, belgísk va˜a, maltsósa ÞÚ VELUR AÐALRÉTTINN ... KOLAGRILLUÐ NAUTALUND Sveppir, pönnusteiktar kartöflur, bjór-Hollandaise EÐA LAX Kolagrillaður lax, bok choy, sveppir, barbecuesósa tónuð með íslensku, lífrænu svörtu tei EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐIRÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn 7.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.