Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 8
Ofbeltli gagnvart starfsfólki stofnunar getur skað- að ímyntl hennar út á við, meðal almennings og vænt- anlegra starfsmanna og sjúklinga. Afleiðingarnar eru erfiðleikar við nýráðningar og minni festa í mönnun (Hunter og Carmel, 1992). Fjárhagslegur kostnaður af völdum ofljeldis getur verið umtalsverður. Neikvæða ímynd stofnunar í huga starfsfólks og almennings er erfitt að meta til fjár. Fæstar kannanir á oflieldi gagnvart starfsfólki stofn- ana kanna beinan og óheinan kostnað vegna þess, enda er það ákaflega erfitt og yfirleitt um afturvirkar kannanir að ræða. Kostnaður felst í útgjöldum vegna meðferðar og veikindadaga starfsfólks, vegna ofljeld- is sem það hefur orðið fyrir og vegna hugsanlegra skaðaliótamála starfsfólks gegn stofnun sinni eða sjúklingi. Þá má ekki gleyma kostnaði vegna nýráðn- inga hjúkrunarfræðinga sem getur numið hundruð- um þúsunda ef um mjög sérhæfða starfsemi, s.s. á slysadeildum, er að ræða (Ingibjörg Þórhallsdóttir, 1995). Áhættuþættir og vtsbendingar ofbeldishegðunar Arásargirni og ofbeldishegðun á rætur að rekja til líf- fræðilegra, félagslegra og andlegra þátta auk um- hverfisþátta. Sjúkdómsgreiningar og vísbendingar, sem oftast tengjast ofheldishegðun, eru áfengis- og fíkniefnaneysla, geðsjúkdómar og persónuleikatrufl- anir (Brayley, 1994; Hansen 1994), fyrri ofbeldis- hegðun og áverkar af völdum ofheldis (Keep og Gilbert, 1995). Ein mikilvægasta vísbending um hugsanlega ofljeldishegðun er saga um ofbeldi (Murray og Snyder, 1991). Aðrar víshendingar eru núverandi hegðun, líkamsbeiting, tal og hreyfingar. Ofbeldis- menn eru oft með ljótan munnsöfnuð og móðganir, hávaðasamir, reiðir og liótandi áður en þeir ráðast til atlögu. , Hansen (1994) telur að athugult starfsfólk á slysadeild geti „fundið“ 75% þeirra sjúkhnga, sem líklegir eru til oflteldis, og brugðist við með fyrir- hyggjandi aðgerðum, Og í rannsókn Fagan-Pryor, Femea og Haher (1994) töldu 95% af 211 starfsmönn- um á hjúkrunarsviði á geðdeildum og almennum deildum á sjúkrahúsi í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna að ofbeldi væri fyrirsjáanlegt ýmist oft eða alltaf. A slíkum deildum eru algengar kringumstæður ofbeldis þegar starfsfólks „ræðst“ inn á persónulegt yfirráðasvæði sjúklings, oft honum að óvörum. Aðrir þættir, sem hafa áhrif á ofbeldi, eru um- hverfisþættir, s.s. langur hiðtími, ónóg aíjireving, ófullnægjandi upplýsingar og útskýringar, fjöldi sem híður á hiðstofu, áverkar af völdum oflieldis og reiði sjúklings, auk þessa eru meðvirkandi þættir aðgengi inn á slysadeildir, hönnun þeirra, staðsetning með- ferðarherbergja, þreytt eða óreynt starfsfólk svo eitt- hvað sé nefnt (Pane, Winiarski og Salness, 1991; Anglin, Kyriacou og Ilutson, 1995). Hvað er ofbeldi gagnvart starfsfóHd? Oíheldi er eitt þeirra hugtaka sem verður að skil- greina til að tryggja sama skilning allra. I þessari um- fjöllun þýðir ofljeldi athafnir sem valda annarri manneskju sársauka, andlegum eða líkamlegum meiðslum, án tillits til þess hvort um er að ræða * ásetning eða ekki. Af samtölum við starfsfólk heilbrigðis- og meðferð- arstofnana má ráða að starfsfólkið upplifir ofbeldi eftir eðli þeirrar stofnunar/deildar sem ofbeldið fer fram á. Umburðarlyndi gagnvart oflieldi virðist vera meira ef starfsfólk væntir hegðunarinnar vegna sjúk- dóms sjúklingsins. Það er því huglægt mat hvenær einstaklingur er ógnandi eða dónalegur og starfsfólk hefur ólík viðhorf til þess hvað það lætur hjóða sér á Jtví sviði. Skyldur starfsfólks gagnvart ofheldishneigðum einstaklingum velta að mati ]>ess á orsökum hegðun- arinnar og þeirri áhættu sem sjúklingur eða aðrir eru í, ef sjúklingi er neitað um meðferð vegna hegðunar sinnar. ‘ Sjúkhngar, sem koma á hráðamóttöku eða slysa- dedd eru oft undir áhrifum áfengis eða eiturlyfja. Gagnvart ofljeldi Jjessara einstaklinga er lítið um- burðarlyndi og starfsfólk er oft hrætt við ógnandi framkomu og ofl>eldishegðun. Viðurlögin felast í því að fólki er neitað um þjónustu ef slíkt telst óhætt vegna ástands einstaklingsins, og kallað er á lögreglu. Á bráðamóttöliu „Þó viðkomandi sé grófur í kjaftinum og stórorður, þetta eru bara veikir einstaklingar svo maður tekur Jjað ekki persónulega, J)á værum við ekki hér. En ég set mörkin ef slegið er til mín. Eg myndi aldrei um- hera J)að, jafnvel J)ó liægt væri að segja að sjúkling- urinn vissi ekki hvað hann er að gera. Það er alveg á hreinu. Það er ekki innifalið í vinnu hér að láta slá til sín.“ (Hjúkrunarfræðingur) . Umburðarlyndi starfsfólks gagnvart ofbeldi af hálfu sjúklinga er meira á stofnunum J)ar sem ein- staklingar staldra lengur við, svo sem á öldrunar- og geðdeildum, almennum deildum og meðferðastofnun fyrir fatlaða. Yfirleitt eru engin viðurlög við ofljeldi á Jjessum deildum. Á lijúkrunarheimili „Þetta er aljækkt ineð Jiessa einstaklinga, J)essi nánu tengsl sem eru milli heimilismanna og starfsfólks. Það veldur ])ví að starfsmaðurinn leyfir sjúkhngnum kannski meira en J)ar sem starfsmaðurinn þekkir ekki sjúklinginn, og kvartar J)ví kannski ekki undan l ógnun og áreiti, J)ví hann veit að einstaklingurinn er sjúkur.“ (Hjúkrunarstjórnandi). Á geðdeild „Oíbeldi á deildinni er ekki vandamál enda telur fólk 72 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.