Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 15
dóminn hefur hækkað hin síðari ár, einkum í aldurs-
hópnum 20-44 ára á öllum Norðurlöndunum nema í
Finnlandi (Kristján Sigurðsson, 1995). Sem fyrr er
álitið að áhættuþættir tengist kynlífi, en þó einkum
veirusýkingu, þ.e.a.s. HPV (human papilloma virus)
sem einnig veldur kynfæravörtum. Hér á landi er
tíðni HPV-sýkinga um 25% meðal 20-25 ára kvenna
án forstigsbreytinga en lækkar síðan með aldri. Tíðni
meðal kvenna með forstigsbreytingar er a.m.k. 80%,
óháð aldri (Kristján Sigurðsson. o.fl., 1996).
Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið
hjá konum í flestum löndum hins vestræna heims og
algengasta dánarorsök kvenna í aldurshópnum 30-55
ára. Sú staðreynd, að þessi sjúkdómur tekur sinn toll
á þeim aldri þegar konur eru enn að ala önn fyrir
fjölskyldu eða eru á hátindi starfsferils síns, er m.a.
hvatning til að þróa aðferðir til að stemma stigu við
sjúkdómnum (Chamberlain, 1978). Hópleitarstarfið
er liður í þeirri viðleitni.
Á ráðstefnu UICC í Osló sl. haust gerði Dr. Nils
Bjurstam frá Svíþjóð grein fyrir nýjustu niðurstöðum
hópleitarrannsókna með brjóstamyndatöku í Svíþjóð.
Þær koma heim og saman við aðrar nýlegar rann-
sóknir, þ.e.a.s. ekki er lengur talinn vafi á að slík leit
hafi sama vægi í aldurshópnum 40-49 ára og hjá kon-
um yfir 54 ára aldri. Til að ná þessum árangri í yngri
aldurshópum þarf bilið á milli skoðana sennilega að
vera styttra, eða 12-18 mánuðir (Kristján Sigurðs-
son, 1996). Kann svo að fara að leitarstöðin þétti bil
milli brjóstamynda hjá konum undir 50-55 ára aldri
í framtíðinni.
Árangux leitarstarfsins
Þegar um er að ræða illkynja sjúkdóma ráðast bata-
horfur nokkuð af því hversu snemma meinið er
greint. Ekki leikur nokkur vafi á að leghálskrabba-
meinsleitin hefur borið gífurlegan árangur. Nýgengi
og dánartíðni af völdum sjúkdómsins áður og eftir að
skiplögð leit að sjúkdómnum hófst er mælikvarðinn
(Kristján Sigurðsson, 1995).
A Islandi og í Finnlandi hefur nýgengi sjúkdóms-
ins lækkað um 65 til 75% og dánartíðni um 60 til
62% frá upphafi leitar (Kristján Sigurðsson, 1993).
Því má svo bæta við að erlendar athuganir hafa leitt
í ljós að líkurnar á því að deyja úr leghálskrabba-
meini eru 11 sinnum meiri hjá þeim konum, sem
aldrei hafa mætt til skoðunar, en hjá þeim'sem ein-
hvern tímann hafa mætt (Guðmundur Jóhannesson,
1983).
Árangur af brjóstakrabbameinsleit sést ekki af
lækkun nýgengis þar sem ekki er unnt að greina sjúk-
dóminn á forstigi. Markmiðið er því að lækka dánar-
tíðni af völdum sjúkdómsins með því að greina hann
fyrr en ella. Þrátt fyrir að nýgengi brjóstakrabba-
meina hafi aukist frá 1955 hefur dánartíðni haldist
stöðug og bendir það sterklega til að sjúkdómurinn
finnst oft fyrr en áður. Því er ljóst að svohljóðandi orð-
sending Krabbameinsfélagsins til íslenskra kvenna:
„Leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum er heilsu-
vernd sem skilar árangri“ stenst fylblega.
Væntingar til hópleitar
I ljósi þess sem þegar hefur komið fram hljóta vænt-
ingar til hópleitar að vera aðrar en þegar um sér-
fræðingsþjónustu er að ræða. Á leitarstöðinni eru
konur bókaðar á fimm mínútna fresti, en á heilsu-
gæslustöðvum og hjá sérfræðingi á stofu er hverjum
einstakbngi ætlaður tími sem nemur um 15-20 mínút-
um. Að jafnaði koma um 80 konur á degi hverjum til
hópskoðunar (að ótöldum þeim konum sem koma til
sérskoðunar) í leitarstöðina í Reykjavík. Sérfræð-
ingar í krabbameinslækningum, kvensjúkdómum,
aðstoðalæknar kvennadeildar Landspítalans svo og
heilsugæslulæknar sjá um skoðanirnar. Eins og áður
segir byggist leitin á fyrir fram skilgreindu ferb, og
er leitarstöðinni ekki ætlað að sinna öðru hlutverki í
heilbrigðiskerfinu en að leita að legháls- og hrjósta-
krabbameinum og sinna þeim sérskoðunum, sem
slíkri leit fylgja, í samræmi við samning Krabba-
meinsfélags Islands og heilbrigðisráðuneytisins frá
1987.
Með sérskoðunum er átt við rannsóknir til ná-
kvæmari greiningar hjá konum sem finnast í leit, með
breytingar sem krefjast frekari athugunar. Þegar
frumuhreytingar finnast í leghálsstroki er konunni
ýmist fylgt eftir með tíðara eftirbti eða leghálsspeglun
og töku vefjasýnis frá leghálsi, allt eftir stigun for-
stigsbreytinganna. Samhbða töku frumustroks er
framkvæmd innri þreifing og getur hún leitt til óm-
skoðunar ef óljós fyrirferð finnst í grindarhob.
Varðandi leit að brjóstakrabbameini eru konur
teknar í sérskoðun af brjóstum finnist nokkuð það
við þreifingu eða við röntgenmyndatöku sem krefst
TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
79