Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 18
Margar athugasemdir komu fram, ýmist jákvæðar
eða neikvæðar. Dæmi um jákvæðar athugasemdir
eru: „Yeitir mér traust og öryggi þegar ég fer reglu-
lega til ykkar.“ „Var mitt fyrsta sinn, hafði þar af
leiðandi smákvíða, en skoðunin fór framar öllum
vonum.“ „f*að var gott að ég fékk ítrekun frá ykk-
ur.“ „Eg er mjög ánægð með að vera minnt á að koma
í skoðun.“ „Vingjarnlegt viðmót bætti upp langan
biðtíma.“ Þá þökkuðu margar konurnar hlýlegt
viðmót og góðar móttökur.
„Að bíða eftir skoðun hér er alltaf stressandi,“ er
líklega dæmi um líðan flestra þeirra kvenna sem
koma í leitarstöðina. Neikvæðu athugasemdirnar
tengdust yfirleitt of langri bið. Ekki var hægt að
merkja að biðtími væri lengri á ákveðnum tíma dags-
ins. Könnunin leiddi í ljós að meðalbið fyrir leg-
skoðun einvörðungu var 30-40 mínútur og fyrir
legskoðun og brjóstamyndatöku 45-60 mínútur. Tími
sérskoðana getur orðið nokkuð lengri. Konum er nú
sagt, spyrji þær við tímapöntun, að þær megi búast
við að heimsóknin taki þetta langan tíma.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað nokkuð ýtarlega um starfsemi
leitarstöðvar Krabbameinsfélags Islands. Lögð hefur
verið áhersla á mikilvægi þess að greina á inilli hóp-
leitar og sérfræðiþjónustu þannig að þær væntingar,
sem gerðar eru til þjónustunnar, séu í samræmi við
eðh starfseminnar. Markmið með leghálskrabbameins-
leit er annars vegar að lækka nýgengi með því að
greina sjúkdóminn á forstigi og hins vegar að lækka
dánartíðni og auka lífslíkur ineð því að greina sjiik-
dóminn á byrjunarstigi. Markmið brjóstakrabbameins-
leitar er að lækka dánartíðni með því að greina sjúk-
dóminn á byrjunarstigi. Til að ná þessum markmið-
um verða konur að mæta reglulega í leit. Því er nauð-
synlegt að við sem hjúkrunarfræðingar séum meðvit-
aðir um nrikilvægi þeirrar heilsuverndar sem felst í leit
að krabbameini í leghálsi og brjóstum, séum jákvæð-
ir og hvetjandi og stuðlum þannig að enn betri árangri.
HEIMILDASKRÁ
Baldur F. Sigfússon (1996). Myndrannsóknir á brjóstum. Obirt,
fjölritað fræðsluefni fyrir læknanema og röntgentækninema.
Chamberlain, J. (1978). Problems Encountered in Screening for
Breast Cancer. I A.B.Miller (ritstj.). Screening in Cancer - UICC
Technical Report Series, (40)158-182. Geneva: Imperimerie
Montfort, Monthey.
Guðmundur Jóhannesson (1983). Arangur hópskoðana - félagslegt
mat. Lœknablaðið, 69, 325-327.
Hakama, M. (1993). Potential Contrihution of Screening to Cancer
Mortality Reduction. Cancer Detection and Prevention, 17 (4/5),
513-520.
Hrafn Tulinius (1989). Hóprannsóknir og sjúkdómaleit. Faralds-
frœði og heilsuvernd, (bls. 83-97). Háskóli Islands, Háskólaút-
gáfan, Reykjavík.
Hurley, .). (1993). Cervical Screening. Nursing Times, 89 (44), 31-34.
Kipps, S. (1994). Transvaginal Screening. Nursing Times, 90 (4), 45-48.
Krabbameinsfélag Islands (1996). Leitarstöð. Arsskýrsla (bls. 14-36).
Krabbameinsfélag íslands (1994). Viðhorf reykvískra kvenna til Leit-
arstöðvarinnar. Óbirt könnun sem gerð var af Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands. (Handrit).
Krabbameinsfélag íslands (1996). Könnun á viðhorfi til þjónustu og
á tímalengd viðdvalar á leitarstöðinni. Óbirt könnun. (Handrit).
Kristján Sigurðsson, Stefán Aðalsteinsson (1988). Leghálskrabba-
meinsleit á íslandi 1964-86. Arangur sem erfiði? Lœknablaðið,
74, 35-40. 4
Kristján Sigurðsson (1993). Krabbameinsleit, regluleg mæting er
mikilvæg. Morgunblciðið 13. ágúst.
Kristján Sigurðsson (1995). Quality Assurance in Cervical Cancer
Screening: The Icelandic Experience 1964-1993. European
Journal of Cancer, 31A (5), 728-734.
Kristján Sigurðsson (1996). Screening and Treatment of Cancer. Facts
on Results. Obirt skýrsla frá UICC fundi í Osló 9.-10. september.
Kristján Sigurðsson o.fl. (1996). Human papillomavirus (HPV) in an
Icelandic population: correlation of HPV DNA to cyto- and
histopathologic lesions and evaluation of treatment strategies.
International Journal of Gynecological Cancerr 6, 175-182.
Shaw, T. (1994). Behind the Screen. Nursing Times, 90 (16), 57.
Lceknarnir Valgerður Sigurðardóttir, Kristján Sigurðsson og Baldur
F. Sigfusson ásamt Rannveigu Jónsdóttur, hjúkrunarfrœðingi á
leitarstöð Krabbameinsfélags Islands, svo og Jónas Ragnarsson,
framkvæmdadstjóri almannatengslasviðs K.I.. fói bestu Jnikkir fyrir
veitta aðstoð.
TRYGGINGASTOFNUN
S? RÍKISINS
II j liknmarfræ dingar
Tryggingastofnun ríkisins auglýsir laus til
umsóknar leyfi til að starfa samkvæmt samningi
Tryggingastofnunar ríkisins og Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga um hjvikrun í heimahúsum
vegna alvarlegra og langvinnra sjúkdóma og
slysa. Um er að ræða sem samsvarar 11/2
stöðugildi við hjúkrun deyjandi sjúklinga og 1/2
stöðugildi við harnahjúkrun,
í Reykjavík og nágrenni.
Leyfin verða veitt frá 1. júlí 1997.
Vakin skal athygli á að ofangreindur
saninmgur gildir til 31. desember 1997.
Iljúkrunarfræðingar sem starfa samkvæmt
samningnum skulu reka eigin hjúkrunarstofu.
Umsóknum, þar sem fram koma upplýsingar
um menntun og starfsreynslu, skal skilað til
forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins
fyrir 15. maí nk.
Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Félags
íslenskra hjúkrmiarfræðmga.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
82
TI'MARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997