Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 22
ályktar að stefnan í heilbrigðismálum á íslandi fram
til ársins 2000 skuli taka mið af heilbrigðisáætlun
þeirri sem þar er sett fram í 32 liðum. Dusta þarf
rykið af þessari ályktun og fylgja þeim þáttum
markvisst eftir sem þar eru settir fram.
Samræma þarf þjónustu heilsugæslustöðva þannig
að sama þjónusta sé alls staðar í hoði. Hér áður
minntist ég á að ég teldi að lögin um heilsuvernd væru
úrelt. Oraunhæft er að gera ráð fyrir að allar stöðv-
ar sinni öllum þáttum heilsuverndar sem taldir eru
upp í lögunum. Heilsugæslan þarf bakhjarl, nokkurs
konar heilsustofnun sem tekur að sér að sinna þess-
um þáttum eða hluta af þeim í samvinnu eða tengsl-
um við stöðvarnar því í raun er óeðlilegt í ekki
stærra samfélagi en Island er að hver stöð sinni
hverjum þætti fyrir sig. Það kostar einfaldlega of
mikið. Breyta þarf lögunum í þá veru að heilsugæslu-
stöðvar verði hverfishundnar og sinni fyrst og fremst
„primary þjónustu“. Þá á ég við að skjólstæðingur-
inn geti leitað með allan sinn vanda til heilsugæslunn-
ar og hún síðan aðstoðað hann og vísað honum áfram
ef þurfa þykir. Þetta þýðir að heilsugæslan verður að
hysja upp um sig buxurnar og sýna hvað í henni býr.
Það þýðir ekki fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna í
heilsugæslu að eyða orku og tíma í að ergja sig út í
sérfræðinga í báðum stéttum. Betra er að sýna í verki
hvers heilsugæslan er megnug með því að samræma
þjónustuna, efla aðgengi, auka fagmennskuna og axla
ábyrgðina. Koma þarf á gæðastjórnun og markvissu
innra eftirliti með gæðum þeirrar þjónustu sem veitt
er. Eg sé fyrir mér að heimahjúkrun (lytjist alfarið
til heilsugæslustöðva þannig að morgun-, kvöld- og
næturþjónustu verði sinnt frá stöðvunum. Eg tel að
heilsugæslan eigi að sinna þeim sjúklingum, sem
þarfnast mikillar sérhæfðrar þjónustu, eins lengi og
þeir óska eftir og heilsugæslan treystir sér til. En
jafnframt að hjúkrunarfræðingar í heilsugæslu eigi
aðgang að Ejúkrunarfræðingum með sérfræðiþekk-
ingu t.d. í krabbameinshjúkrun sem hægt er að kalla
til ráðgjafar og aðstoða við að meta ástand og skipu-
leggja meðferð sjúklingsins en ekki endilega til að
taka við umönnuninni. Ilugsa mætti sér að krabba-
meinsdeildir stóru sjiikrahúsanna hefðu á að skipa
teymi hjúkrunarfræðinga og lækna sem sinntu slíkri
ráðgjöf. Þegar að endalokunum kæmi yrði ákveðið í
samráði við sjúklinginn og fjölskylduna hvort við-
komandi legðist inn til að heyja sitt dauðastríð eða
hvort honum væri sinnt heima með aðstoð heilsugæsl-
unnar. Mikil umræða hefur átt sér stað um sjúkra-
hústengda heimahjúkrun og sýnist sitt hverjum. I
þeim tilvikum, sem við á, gæti Jiessi Jijónusta verið
mjög markviss og mun betri en sú sem við höfum.
Framkvæmd ungbarnaverndar og mæðraverndar
á að fara fram á heilsugælustöðvum. Til þess að
heilsugæslan geti sinnt þessu hlutverki sem skyldi er
nauðsynlegt að komið verði á laggirnar fyrrnefndri
heilsustofnun sem hefur það hlutverk að styðja við
bakið á heilsugæslunni. Stofnunin yrði deildaskipt og
veitti sérhæfða Jtjónustu og sinnti m.a. verkefnum í
ungbarnavernd og mæðravernd sem heilsugæslan tel-
ur |)iirfa, eins og skipulagningu, samræmingu og mót-
un ungbarna- og mæðraverndar í landinu, sérfræði-
ráðgjöf, fræðslu og útgáfustarfsemi, rannsóknum og
þróunarstarfi svo eitthvað sé nefnt. Þessi stofnun
yrði rekin á vegum heilsugæslunnar og kallaðir til
sérfræðingar eftir |)örfum.
Eíla þarf hlutverk heilsugæslunnar í annars konar
forvörnum og má gera ráð fyrir að fyrrnefnd stofnun
geti aðstoðað stöðvarnar við að sinna þáttum eins og
heilbrigðisfræðslu í fyrirbyggjandi tilgangi varðandi
vímuefni, atvinnusjúkdóma, hedsuvernd aldraðra og
slysavarnir svo eitthvað sé nefnt.
Hlutverk hjúkrunarfræðinga í móttöku á heilsu-
gæslustöð beinist æ meira að fræðslu og ráðgjöf, bæði
á stofu og eins í síma. Þessi þáttur hefur vaxið mjög
undanfarin ár eftir |)ví sem hjúkrunarfræðingar hafa *
lagt meiri rækt við Jjetta hlutverk sitt og má gera ráð
fyrir að Jjessi þjónusta eigi enn frekar eftir að aukast
í framtíðinni. Skjólstæðingar stöðvanna meta mjög
aðgengið að þessari fagþjónustu og nýta sér hana Jjar
sem þeim fjölgar sem leita upplýsinga heilsunnar
vegna. Fólk er meðvitaðra um heilsu sína og ahnennt
heilsufar en áður. Þær aðstæður, sem ríkja í heil-
hrigðismálum Jjjóðarinnar, vegna sparnaðar og
niðurskurðar liafa einnig haft áhrif. Legutíminn
hefur styst umtalsvert síðustu ár, fleiri aðgerðir eru
framkvæmdar á stofum og fólk hvatt til að sjá um sig
og sína sjálft.
Lokaorð
I nánustu framtíð verður að leyfa heilsugæslunni að
sýna þann metnað sem í henni býr og hvers hún er
megnug. Um er að ræða heilbrigðisjjjónustu sem er
markviss, ódýr og hagkvæm og veitt af hedbrigðis-
starfsfólki sem er faglegt og tdbiiið að axla ábyrgð á
Jjeirri Jjjónustu sem Jjað veitir. Eg sé aðeins eina leið
til að gera Jijónustuna markvissari og koma í veg
fyrir Jjá ringulreið sem oft ríkir Jjegar Jjjónustan í
samfélaginu er ómarkviss og ósveigjanleg. Það er að
allir Jjeir sérfræðingar, sem eru að fjalla uin hvort
treysta eigi hedsugæslunni fyrir þessari eða hinni
Jjjónustunni, gefi henni tækifæri til að sýna hvað í
henni býr. Sem sagt geri hana ábyrga fyrir og geri
henni kleift að sinna þeirri þjónustu sem henni hefur
verið ætlað að sinna frá fyrstu uppbyggingu. Að í
þessu tilskildu tel ég að hedsugæslunni og hjúkrun í
samfélaginu sé vel borgið í framtíðinni.
86
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997