Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 23
RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Hjúknin og heilbrigðisstefna T Tmfjöllunarefni mitt eru hugtökin hjúkrun og heilbrigðisstefna, skilgreining U þeirra og greining ú áhrifum þeirra hvors á annað. Eg er viss um að mörgum hérna inni finnst eins og mér að þeir hafi eytt bestu árum ævinnar í að reyna að skil- greina hið margbrotna og fjölbreytilega hugtak hjúkr- un. Ég veit að það er óþarfi og kannski jafnvel tilgangs- laust að nota tíma minn í að skilgreina hjúkrun en vegna samhengisins er nauðsynlegt að gera grein fyrir mínum viðhorfum í því efni áður en lengra er haldið. I mínum huga er útbreiddasta skilgreiningin á hjúkrun jafnframt sú besta en það er skilgreining Virginíu Henderson sem þið þekkið allar og hljóðar svo: Hið sjálfstœða lilutverk hjúkrunarfrœðingsins felst í því að aðstoða einstaklinginn, veikan eða heil- brigðan, við að framkvœma þœr athafnir sem stuðla að heilbrigði, viðhaldi þess og eflingu eða friðsœlum dauðdaga; á þann hátt er hann myndi framkvœma sjálfur ef liann hefði til þess nauðsynlegan styrk, vilja eða þekkingu. Þetta er gert á þann hátt að ein- staklingurinn öðlist sjálfstœði eins fljótt og verða tná. Dr. Kristín Björnsdóttir hefur eins og margir aðr- ir fræðimenn í hjúkrun, bent á að allar kenningar í hjúkrun eiga það sammerkt að fjalla um einstakl- inginn, samspil hans við umhverfi sitt, heilbrigði hans og það hvernig hjúkrun getur stuðlað að því að viðhalda eða efla heilbrigði og vellíðan. Eg veit að þið sjáið í hendi ykkar samhljóm þessara skilgreininga og þess sem er meginmarkmið í heilbrigðisstefnu og vikið verður nánar að síðar. Kenningar og skilgreiningar í hjúkrun lýsa yfir- leitt markmiðum, hugmyndum og hugmyndakerfum. Þeir sem grandskoða veruleikann eins og hann kem- ur okkur fyrir sjónir fá sumir aðra mynd af hjúkrun. Þau Soma Hewa og Robert Hetherington skrifuðu grein sem heitir Specialists Without Spirit: Crisis in the Nursing Profession (1990) þar sem þau gera grein fyrir þeirri kreppu sem þau telja að hjúkrun samtím- ans sé í. Þau henda á að í vestrænum samfélögum hefur verið lögð vaxandi áhersla á vélhyggju og tæknihyggju og aðdáun okkar á árangri vísindanna til eflingar almenns heilhrigðis hafi haft í för með sér höfnun á hjúkrun sem byggir á öðrum hugmynda- fræðilegum grunni. I slíku samfélagi eigi hjúkrun ekki upp á pallborðið og hjúkrunarfræðingar eigi erf- itt uppdráttar, þrátt fyrir að menn geri sér grein fyr- ir mikilvægi framlags þeirra. Meira um þetta síðar. Hugtakið heilhrigðisstefna er að mörgu Ieyti ein- faldara viðfangs. Hér á landi hirtist heilhrigðisstefna með margvíslegum hætti. Hún hirtist í heibrigðisáætl- un Islendinga sem samþykkt hefur verið og er nú til endurskoðunar, hún birtist í lögum um heilbrigðis- þjónustu og þá fyrst og fremst í markmiðsgreininni, 1. grein, sem segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkonmustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkam- legri og félagslegri heilbrigði. Þetta er grunnskilgreining heilbrigðisstefnunnar og öll önnur lög og reglugerðir eiga að miða að sama marki. Lögin og reglugerðirnar eru auðvitað mýmörg og sem dæmi má nefna að á þessu 121. löggjafarþingi, sem nú er hafið, hyggst heilbrigðisráðherra leggja fram 11 lagafrumvörp. Raunsæir hjúkrunarfræðing- ar vita auðvitað að heilhrigðisstefnan birtist ekki síst í fjárlagafrumvarpinu. Vilji menn draga ályktanir af fjárlagafrumvarpinu um vilja þjóðarinnar er ljóst að Islendingar leggja geysilega áherslu á heilhrigðis- málin, því í fjárlagafrumvarpi 1997 er gert ráð fyrir að 41% af heildarútgjöldum ríkissjóðs fari til heil- brigðismála. Þjóð, sem notar jafnstóran hluta af vergri þjóðarframleiðslu og við til heilbrigðismála, er þjóð sem gerir heilbrigðismálum hátt undir höfði, og við virðumst fús að halda áfram á sömu braut. Svo virðist sem markmið hjúkrunar og heilbrigð- isstefna hér á landi fari saman. Bæði stefna að al- mannaheill, að aukinni heilbrigði, ekki heilbrigðinn- ar vegna, heldur heilbrigði sem gerir þegnunum kleift að njóta annarra lífsins lystisemda. Ahrif heilhrigðisstefnunnar á hjúkrun eru veigamik- il og snerta störf okkar flestra daglega enda þótt við ger- um okkur ekki alltaf grein fyrir því. Nægir þar að nefna áhrif þess sjálfstæðis sem kveðið er á um til handa hjúkrun í íslenskri löggjöf og um hlutverk hjúkrunar- fræðinga í stjómmi heilbrigðisstofnana, en hvort tveggja hefur auðvitað mótað öll störf okkar. Auk þess vil ég ekki sleppa því að minna á menntastefnuna og læt áheyrendum mínum eftir að meta hver áhrif þessara stefnumarkandi ákvarðana hafa verið fyrir hjúkrun. Þá vil ég fjalla aðeins um áhrif hjúkrunar á heil- hrigðisstefnuna. Ahrif hjúkrunar á heilbrigðisstefnu, opinbera stefnu, eru margvísleg og verður gerð hér grein fyrir þremur meginþáttum eins og þeir koma mér fyrir sjónir. TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.