Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 29
máli í golí'i. Maður verður að leggja annað frá sér á
meðan maður leikur. Samt hefur það oft veitt mér
innblástur og ég hef stundum fundið góðar lausnir,
t.d. fyrir hjúkrun, úti á golfvelli. Sveiflan gerir það
að verkum að maður reynir á alls kyns vöðva sem
* annars liggja í dvala. Þessi lilanda af líkamlegu og
andlegu erliði og slökun er á einhvern hátt sannköll-
uð orkulind. Þess vegna hefur golfið fylgt mér þó
keppnin hafi stundum orðið að víkja.
Kristín segist sjá sífellt fleiri hjúkrunarfrœðmga
í golfi.
Fyrir nokkrum árum héldum við „Nurse Open“
mót. Þá vorum við 4 sem tókum þátt í því. Auk mín
voru það Lilja Oskarsdóttii’, Agústa Dúa Jónsdóttir og
Helgi Benediktsson. Eg er sannfærð um að ef við mynd-
um endurtaka leikinn núna þá yrðum við rniklu fleiri.
Ekkert hálfkák
Nú er Kristín hœtt að vera liðsstjóri og farin að
keppa aftur, aldrei betri — aðeins með 10 í forgjöf
Því lœgri tölu sem kyljingar hafa íforgjöf þeim mun
k betri eru þeir. Að vera með 10 í forgjöf þýðir að
maður er 10 höggum yfir erfiðleikagráðu vallarins.
Atvinnumennirnir ná sumir þeim árangri að fara
völlinn á fœrri höggum en reiktiað er með en sjald-
gœft er að áhugamenn komist niður fyrir 0 íforgjöf.
Núna er spennandi tími hjá mér. Eg reyni að
komast eins oft og ég get eða þrisvar í viku til að
vinna í sveifLunni. Eg stefni að því að vera í fyrsta
kvennaöldungalandsliðinu. Landssamband eldri kylf-
inga (LEK) ákvað að senda kennalandslið á Evrópu-
mót kvenna í Svíþjóð í september. Eg varð öldunga-
meistari kvenna á Islandi sl. ár, vann sveitakeppni
kvenna og 1. deild kvenna líka og ætla mér að halda
mínu sæti. Og þó ég hafi spilað gott golf sl. sumar er
keppnisandinn að koma aftur svo að nú ætla ég að
spila enn betra golf í sumar. Með golfinu stunda ég
vöðvaþjálfun í tækjum tvisvar í viku, undir hand-
leiðslu sjúkraþjálfara, til að hyggja mig upp.
Eg hugsa töluvert um mataræði, legg áherslu á góð-
an morgunmat, sérstaklega í keppni því á nokkurra
daga mótum brennir maður miklu. Eg hef oft misst
2 - 3 kg á nokkrum dögum í keppni. Eg gæti þess að
horða ekki þungar máltíðir en fá næga orku og nær-
ingarefni úr léttari mat. Það skiptir miklu máli að
halda sér í kjörþyngd, þá er maður liprari. Ef verið
er að spila í miklum liita þarf að drekka sérstaklega vel.
Keppni fylgir ákveðin streita en það er jákvæð
streita sem virkar vel á mig. Þá fer ég í undirbúnings-
fasa og byrja að fylgja ákveðnum venjum, held jöfn-
um gönguhraða og æfi eftir ákveðnu mynstri. Kvíð-
inn og spennan er til staðar en það lyftir mér svo að
ég finn fyrir jafnvægi. Ef ég borðaði illa, svæfi illa,
skipulegði mig illa og allir hlutir væru í óreiðu hjá
mér þá næði ég ekki árangri. Eg undirbý mig því á
öllum vígstöðvum. Vil t.d. að allt sé fínt heima hjá mér
og enghin óhreinn þvottur áður en ég legg af stað á mót.
Gerist glœsilegri sveifla?
í leik og starfi
Starf Kristínar sem hjúkrunarforstjóra og fram-
kvœmdastjóra á heilsugœslustöðinni á Sólvangi í
Hafnarfirði er oft krefjandi. Þegar álagið í vinnunni
keyrir fram úr hófi finnst Kristínu gott að sœkja
orku í golfið.
Mér finnst gagnlegt að takast á við rekstur heilsu-
gæslustöðvarinnar sem framkvæmdastjóri og tel að
hjúkrunarfræðingar liafi margt til að bera til að
sinna slíku starfi. Hjúkrunarfræðingar hafa svo
mikla heildarsýn því starf þeirra er svo víðfemt. Þeg-
ar mér finnst framkvæmdastjórnin vera farin að taka
of mikinn tíma frá hjúkruninni lJá tek ég hjúkrunina
samt fram yfir. Það hefur styrkt mig sem hjúkr-
unarforstjóra að kynnast því að taka áhyrgð á fjár-
málum og vinnuferlinu öllu og upplifa aðstæðurnar
sem oft hreyta fyrir fram gefnum forsendum.
Mér hefur aldrei þótt eins vænt um golfið eins og
á meðan á uppsögnum heilsugæslulækna stóð sl. sum-
ar. Þá var vinnuálagið mikið og erfitt. Eina helgina
var ég svo heppin að kornast á öldungamót á Hellu.
Eg komst úr hænum, spilaði í 2 daga og vatt ofan af
mér. Eg held að ég hafi aldrei spilað jafngott golf og
þá. Eg naut mín virkilega. Allt var svo fallegt og ég
kunni svo vel að meta náttúrufegurðina í kringum
mig. Mér finnst það í raun forréttindi að geta leitað
í golfið við slíkar aðstæður.
Þ.R.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997
93