Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 37
Að þessu sinni er alþjóðadag-
ur hjúkrunarfræðinga, 12.
maí, helgaður heilbrigði ungs
íólks. Með ungu fólki er, sam-
kvæmt skilgreiningu Alþjóða-
heilhrigðismálastofnunarinnar,
átt við fólk á aldrinum 10 - 24
ára. A þessum árum þroskast
lífsviðhorf og atferli einstaklinga
sem munu hafa veruleg áhrif á
heilbrigði þeirra á fullorðinsár-
um og barna þeirra þegar til
lengri tíma er litið.
I aldurshópnum eru nú um
1,5 milljarðar ungmenna í heim-
inum sem þurfa menntun, lieil-
brigðisþjónustu og viðurværi við
hæfi. Islendingar í aldurshópn-
um eru nú um 62.700, sam-
kvæint upplýsinguin Ilagstofu
Islands, eða nærri fjórðungur
íslensku þjóðarinnar. Breytingar
á þjóðfélagsskipan, fólksflutn-
ingar, aukin ferðamennska og
fjölmiðlar hafa síaukin áhrif á
líf ungs fólks en áhrif
fjölskyklunnar fara dvínandi.
Sumir líða fyrir fátækt, mennt-
unarskort, atvinnuleysi, heimilis-
leysi, núsnotkun og kynjamismun.
Æ íleiri byrja að stunda kyn-
líf á unglingsárum og því fylgja
auknar líkur á ótímabærri
þungun og kynsjúkdómum, m.a.
alnæmi. Áhættuhegðun er fylgi-
fiskur unglingsáranna og tæki-
færin láta ekki á sér standa.
Um Ieið er sífellt erfiðara að
standa undir væntingum fullorð-
insáranna og streita, sem fylgir
því að komast til manns, eykst.
Sunis staðar gætir vannæringar
vegna þess að fæðu skortir en
annars staðar sveltir ungt fólk
sig til að ná ákveðnu útliti.
Stundum leiða rangar matar-
venjur til offitu, átgræðgi eða
lystarstols.
Það getur haft mikil áhrif á
heilbrigði ungs fólks og vellíðan
hvernig tekið er á þörfum þess
og vandamálum á unglingsaldri.
Að fjárfesta í heilbrigði þessa
aldurshóps jafngildir því að
fjárfesta í framtíð sem mun
skila arði þegar til lengri tíma
er litið.
Hlutverk hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðingum ber skylda
til að stuðla að heilbrigði ungs
fólks og hjálpa því að átta sig á
gildismati sínu. Hjúkrunarfræð-
ingar þurfa að vera vakandi
fyrir þörfum ungs fólks og efna
til samvinnu við skóla,
ungmennahópa, félagasamtök og
aðra hópa sem snerta þennan
aldurshóp. Til að árangur verði
sem bestur þarf að virkja ung-
mennin sjálf og aðstandendur
þeirra til þátttöku. Traust tengsl
byggð á trúnaði, viðurkenningu
og skilningi á viðhorfum þeirra
og þörfum eru ómetanleg í því
sainbandi. Mikilvægt er að veita
góðar upplýsingar um hvernig,
hvar og hvenær þjónusta er
fyrir hendi og hvað hún kostar.
Heilbrigðisstarfsfólk þarf að
gæta þess að gegna þjónustu
sinni af næmum skilningi og
trúnaði í fullri samvinnu við
unga skjólstæðinga sína.
Ef ungt fólk notar ekki heil-
brigðisþjónustu getur það verið
vegna þess að það:
• gerir sér ekki grein fyrir
eigin þörfum fyrir
heilb rigðisþ j ónustu
• þekkir ekki hvað stendur til
boða og gagnsemi þess
• vantar upplýsingar um að-
gengi að þjónustu, kostnað og
staðsetningu
• óttast að Ijóstra upp leyndar-
málum sínum fyrir frainan
heilbrigðisstarfsfólk
• óttast að bíða álitshnekki
• telur hana vera of kostnaðar-
sama
• uppeldi þeirra kemur í veg
fyrir að það tjái sig, t.d. um
kynlíf og barneignir.
Eins og undanfarin ár mun
fræðslu- og menntainálanefnd
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga standa fyrir dagskrá í Ráð-
húsi Reykjavíkur mánudaginn
12. maí. Jafnframt er vonast
eftir þátttöku hjúkrunar-
fræðinga úti um allt land við að
gera þennan dag eftirminnilegan
og sýnilegan til gagns fyrir
hjúkrun, hjúkrunarfræðinga og
að þessu sinni ekki síst fyrir
ungt fólk í landinu. Sérstaklega
er mælst til þess að heilsugæslu-
og skólahjúkrunarfræðingar taki
höndum saman og nýti sér
þennan dag stai'fi sínu til fram-
dráttar. Fyrir þá sem hafa
áhuga liggja frammi hjá Félagi
íslenskra hjúkrunarfræðinga
gögn frá Alþjóðasambandi
hjúkrunarfræðinga um málefni
dagsins. Þangað er hægt að
sækja hugmyndir að ýmsu sem
hægt er að gera. Að lokum skal
minnt á að auglýsing með
dagskrá 12. maí verður að
venju birt í dagblöðum. Þeir
hjúkrunarfræðingar, sem vilja
koma upplýsingum á framfæri í
auglýsingunni, eru beðnir um að
hafa samband við skrifstofu
Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga, Suðurlandsbraut 22,
sími 5687575, eigi síðar en
mánudaginn 5. maí.
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
101