Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Page 39
Hj liknmarleyfi erlendis Nám og starf innan evrópska efnahagssvæðisins (EES) Með gildistöku EES-samiiingsins liafa íslenskir hjúkrunarfrœðingar leyfi til að starfa í aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvœðið án sérstaks atvinnuleyfis, uppfylli þeir skilyrði um menntun skv. tilskipunum um gagn- kvœma viðurkenningu á prófskírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hœfni. Ef œtlunin er að dveljast lengur en 3 mánuði í landinu þarf að sœkja um dvalarleyfi hjá viðkomandi inn- jlytjendayfirvöldum, sem er veitt til allt að 5 ára í fyrsta sinn en skemur fyrir þá sem dvelja eða starfa í styttri tíma en eitt ár, eða eru í námi. Aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið: Austurríki, Belgía, Danmörk, Finnland, Frakkland, / / / Grikkland, Holland, Irland, Island, Italía, Liechten- stein, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Spánn, Stóra- Bretland, Svíþjóð og Þýskaland. 1. Umsókn um hjúkrunarleyfi skal send heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti viðkomandi lands. Hjúkrunarfræðingur Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga veitir nánari upplýs- ingar um hvert eigi að senda liana. Umsókninni fyigi: 1. Sönnun ríkisfangs á Islandi (staðfest afrit af vegabréfi eða vottorð frá Hagstofu íslands). 2. Staðfest afrit af prófskírteininu sem þýtt hefur verið yfir á ensku (námsbraut í hjúkrunarfræði HI eða heilbrigðisdeild HA). Ytarlegar upplýs- ingar um stundafjölda, bæði í bóklegu og vei'k- legu námi, þui'fa að fylgja með umsókninni til landa utan Norðui'landanna. 3. Staðfest afrit af íslenska lijúkrunarleyfuiu (heil- bi'igðis- og ti'yggingamálaráðuneytið). Skal þessi staðfesting ekki vera eldri en þriggja mánaða gömid. Samkvæmt lögum er ekki hægt að mismuna hjúkr- unarfræðingum frá EES-xíkjum með kröfum uni tungumálakunnáttu. Hins vegar geta stofnanir sett tungumálakunnáttu sem skilyrði fyrir ráðningu. 2. Félagsaðild Til þess að vera fullgildur félagsmaður með þeim rétt- indum, sem því fylgir, þarf viðkomandi að sækja um aðild að fag-/stéttarfélagi hjúkrunarfræðinga í aðset- urslandinu og framvísa um leið staðfestingu á hjúkr- unarleyfi sínu. Hjúkrunarfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga veitir upplýsingar um heimilis- fang hjúkrunarfélaga erlendis. 3. Starfsvottorð Samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga raðast hjúkrunarfræðingar í launaþrep eftir próf- eða lífaldri. Prófaldur er reiknaður frá námslokum að viðbættum námstíma (þeir hjúkrunar- fræðingar, sem ekki hafa háskólapróf, skulu þó aldrei fá metinn prófaldur fyrr en frá 21 árs aldri). Ekki skiptir máli hvað viðkomandi hjúkrunar- fræðingur hefur fengist við á þessum tíma, hvort TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997 103

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.