Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 46
starfsins. Ef nota á niðurstöður starfsmatsins sem grundvöll launagreiðslna þarf að ákveða sambandið á milli stiganna sem hvert starf fær samkvæmt mat- inu og launanna sem greiða á fyrir það. Einfalt dæmi: I HAC-starfsmatskerfinu í töflunni hér að framan eru fimmtán þættir sem flokkaðir eru í fjóra aðalþætti starfsmatskerfisins. I þessu dæmi er heildarstigafjöldi starfsmatskerfisins 1000 stig. Ef niðurstaðan er sú að allir 15 þættirnir í þessu starfs- matskerfi eigi að hafa jafnt vægi þá er vægi hvers þáttar 6,7% (100%/15) og stigafjöldi hvers þáttar getur að hámarki orðið 66,7 stig (1000/15). Hverjum ]>ætti er skipt niður í Jjrep (gjarnan 5 J)rep) eftir J)ví hve kröfurnar eru miklar. Stigafjöldi hvers J)áttar dreifist á J)repin og ef starf gerir minnstu kröfu um t.d. menntun fær J)að lágmarksstigafjölda fyrir J)ann J)átt. Ef hins vegar starf gerir mestn kröfu til t.d. menntunar fær J)að fullt hús stiga fyrir þann J)átt (hér 66,7 stig). Stig hvers J)áttar eru síðan lögð saman fyrir hvert starf og heildarstigafjöldi ræður endan- legu mati starfsins. Ath! Hetta dæmi er verulega einfaldað J)ví reynd- in er yfirleitt sú að J)ættir í starfsmatskerfi fá mis- munandi vægi. T.d. er algengt að þátturinn menntun hafi meira vægi en aðrir þættir í kerfinu. Starfsmat sem tæki tH að jafna launamun kynjanna Fjórða og sjötta grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla á Islandi fjalla um launajafn- rétti. I fjórðu grein segir m.a.: „Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.“ í sjöttu grein er tekið fram að atvinnurekanda sé óheimilt að mis- muna starfsfólki eftir kynferði og að })að gildi m.a. um laun og launatengd fríðindi, ráðningu í starf, stöðubreytingar, uppsögn úr starfi, vinnuaðstæður og veitingu á hvers konar hlunnindum. Samkvæmt íslenskum jafnréttislögum ber J)ví vinnuveitendum að greiða konum og körluin jöfn laun ef störf þeirra eru jafnverðmæt og vinnuveitendum ber einnig að sjá til J)ess að starfsfólki sé ekki mismunað eftir kynferði J)egar teknar eru ákvarðanir um kjör starfsmanna. Sambærileg ákvæði er að finna í jafnréttislögum margra annarra J)jóðríkja. Sú hugmynd hefur orðið sífellt útbreiddari að hægt sé að nota kerfisbundið starfsmat sem tæki til að jafna óútskýranlegan launamun karla og kvenna. Bent hefur verið á að kerfisbundið starfsmat geti varpað ljósi á margt í störfum kvenna sem hingað til hefur ekki verið veitt athygli, hefur þótt sjálfsagt og J)ar af leiðandi ekki verið metið að verðleikum, hvorki af konum né körluin. Það sem einkennir mörg störf karlmanna, t.d. þekking á vélum, vöðvastyrkur og ábyrgð á fjármálum, befur oft verið metið meira en J)að sem einkennir hefðbundin kvennastörf, svo sem ábyrgð á umönnun skjólstæðinga og fingrafimi. Með kynhlutlausu kerfisbundnu starfsmati sé hins vegar unnt að gera sýnilega og meta J)á þætti sem einkenna störf kvenna. Kynhlutlaus starfsmatskerfi eru einnig J)annig gerð að unnt er að meta ólík störf með einu og sama kerfinu þannig að hægt er að bera sainan verðmæti dæmigerðra karla- og kvennastarfa. Þegar rætt er um hvernig hægt sé að nota starfsmat til launajöfnunar hafa menn einkum haft eftirfarandi J)ætti í huga: • Að nota kerfisbundið starfsmat sem tæki til að sýna fram á að störf séu ,jafnverðniæt og sam- bærileg“ Jiegar jafnlamiamál eru rekin fyrir dóm- stólum. Kerfisbundið starfsmat hefur ekki enn verið notað í Jæssnin tilgangi hér á landi en víða erlendis, t.d. í Svíþjóð, Bretlandi og Kanada, hafa verið rekin mál J)ar sem sýnt hefur verið fram á með aðstoð starfsmats að konum og körlum séu greidd mismun- andi laun fyrir jafnverðmæt störf. Niðurstöður þess- ara dóma hafa stundum orðið til þess að atvinnu- rekendur hafa orðið að bæta konum })ennan launa- mun. • Að ákveða laun með starfsmati. Dæmi um J)etta gæti t.d. verið ef stéttarfélag/stéttarfélög og atvinnu- rekandi kæmu sér saman um í kjarasamningi að ákveða laun út frá starfsmati á ölluin störfum stofn- unar/fyrirtækis ineð sama starfsmatskerfinu og tryggt væri að starfsmatskerfið og starfsmatið sjálft mismunaði ekki kynjunum. Hjá sveitarfélögunum hér á landi (utan Reykjavíkur) hafa starfsmanna- félögin samið um það í kjarasamningi að nota ákveðið starfsmatskerfi til að meta til launa öll störf innan sveitarfélagsins. Það er álit margra sem að J)essu verki hafa komið að þessi aðferð hafi á undanförnum árum skilað konum í })jónustu sveitarfélaga meiri kjarabótum en ella. A móti þessu hafa aðrir bent á að dæmigerðar karlastéttir innan })essara sveitarfél- aga bafi tryggt sér hærri laun fram hjá starfsmatinu með því að seinja um margs konar yfirborganir. • Að nota kvnlilutlaust starfsmat seni tæki til að lijálpa konum að ineta sín eigin störf og auðvelda þeim Jiannig að gera launakröfur sér til lianda. Hluti af launamuni kynjanna hefur verið skýrður á þann hátt að konur vanmeti störf sín og geri J)ar af leiðandi ekki nægjanlegar launakröfur. Kerfisbundið starfsmat getur hjálpað konum að leggja mat á störf sín og gert sýnilega marga J)ætti í störfum kvenna sem menn hafa ekki veitt athygli eða J)eir þættir J)ótt svo sjálfsagðir að ekki sé ástæða til að meta þá til launa. Það kann t.d. að vera sjálfsagt í augum hjúkrunar- fræðinga að gera marga flókna hluti í einu, hafa sam- skipti við og samhæfa óskir skjólstæðinga, aðstand- enda, ýmissa faghópa og samstarfsmanna með hjúkr- un og velferð skjólstæðinga sinna að meginmarkmiði. Þetta krefst hins vegar mikillar þekkingar, færni, áhyrgðar og álags sem full ástæða er til að ineta mik- ils í launum. Sænsku heilbrigðissamtökin (SHSTF), sem eru samtök hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og 110 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.