Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Blaðsíða 50
Mikilvægi þess að endurskoða núgildandi reglur er augljóst ef tekið er mið af nýlegri skýrslu sem tekin var saman fyrir ríkisendurskoðun Kanada en það er það embætti sem metur kostnaðarliði ríkisstjórnar- innar. I skýrslunni var fjármálastjórnin atyrt harð- lega „fyrir að taka þá afstöðu að á meðan störf karla og kvenna væru metin eftir sömu viðmiðunum teldist starfsmatið ókynbundið. Slík afstaða felur í sér kerfisbundið misrétti. Tryggja verður að viðmiðunin endurspegli alla þætti í störfum karla og kvenna“. Ríkisendurskoðun krafðist ekki einungis endur- bætts starfsmats sem væri laust við kynjamisrétti. I skýrslunni segir enn fremur, að þótt þar sé viður- kennt að flokkun starfa og starfsmat séu greinilega undanskilin í heildarsamningnum stéttarfélaganna: „þurfi að breyta kæruúrræði, sem kveðið er á um í lögum um mannréttindi frá 1978 í Kanada, hvað varðar afstöðu og aðferðir vinnuveitanda, og marka einhvers konar ramma um viðræður er lúta að málefnum um starfsmat. Starfsmenn eða fulltrúar þeirra geta borið brigður á reglur um starfsmat sem vinnuveitandinn hefur útbúið, þar með taldar for- sendur, telji þeir að þær feli í sér kynjamisrétti. Verði þess krafist skal vinnuveitandi verja ákvörðun sína frammi fyrir óháðum þriðja aðila. Einnig sýnir reynslan og lögfræðileg úttekt að reglur, sem eru samdar í samvinnu við starfsmenn, séu líklegri til að vera sanngjarnar og í samræmi við gildismat allra starfsmanna og mismuni starfsmönnum því síður.“ Með öðrum orðum leiddu athugasemdir stéttarfél- aganna og sérfræðinganna ekki einungis til þess að tekið var á launajafnréttismálum og að nýtt starf- matskerfi var tekið í notkun heldur höfðu stéttar- félögin einnig af því umtalsverðan ávinning með til- liti til réttar þeirra til að taka þátt í ákvörðunum á þessu mikilvæga sviði í framtíðinni. Hér er ekki krafist hlptlægni heldur fremur viðurkenningar á því livaða gildi felast í starfsmati. 3. Nota má starfsmat til að gera störf kvenna sýni- leg, til gagns bæði fyrir konurnar sem vinna störfin og vinnuveitendur þeirra. Athyglina, sem beinist að störfunum, mætti síðan nota sem grundvöll fyrir frekari kröfur. I máli Women's College tók dómstóllinn það skýrt fram að starfsemi sjúkrahúsa felst samkvæmt skil- greiningum þeirra og ímynd í því að „hlynna að ein- staklingum sem notfæra sér þjónustu sjúkrahúsanna. Þótt dómstóllinn viðurkenni að meira felist í starfsemi sjúkrahúss en bein aðhlynning sjúklinga verður að meta starf við beina aðhlynningu sjúklinga í samræmi við yfirlýst markmið sjúkrahúsanna. Sé hjúkrun órjúf- anlegur hluti af heilbrigðisþjónustunni verður að við- urkenna og meta stöðu hennar í heilbrigðiskerfinu.“ A grundvelli gagna sem sérfræðingar og konur sem vinna við hjúkrun hafa lagt fram lagði dómstóllinn fram góða lýsingu á hjúkrun til að hyggja síðari kröf- ur á. Mig langar til að gefa lesendum nasasjón af niðurstöðunni. Dómstóllinn var til dæmis greinilega sammála mér um eftirfarandi: Eins og títt er um störf kvenna krefst hjúkrun fjölþættrar hæfni sem er oft ósýnileg þeim sem vinna ekki við starfið. Iljúkrunarfræðingar sinna ætíð að- hlynningu jafnvel þótt starfið krefjist þess að þeir sinni jafnframt annars konar sérhæfðum verkefnum. Oft þurfa þeir að beita margs konar hæfni samtímis og skipta úr flóknum verkefnum í einföld og öfugt, svo sem að hafa samskipti við hámenntaða starfsmenn og tala um fyrir mjög ungum sjúklingum eða fötluðum ein- staklingum sem eru andlega vanheilir. Yfirleitt starfa þeir í hópi með öðrum en einnig eiga þeir að taka við skipunum yfirboðara og gefa undirmönnum sínum fyrirmæli. Þeir hera mikla áhyrgð en hafa lítil völd. Enn fremur var dómstóllinn sannfærður um að hjúkrunarferlið væri mun flóknara en hægt væri að lýsa með einu hugtaki: „Hjúkrun er fjórskipt ferh: mat, áætlun, fram- kvæmd og endurmat. Iljúkrunarfræðingnum er ætlað að nota hæfni sína til að meta ástand heilbrigðis og þarfir sjúkhngsins. Því næst á hann að ákveða og að- laga áætlun um hjúkrun hæði til þess að þörfum sjúklings sé fullnægt og að þeirri meðferð, sem læknir hefur mælt fyrir um, sé fylgt. Þessu næst verður að fylgja áætluninni. Loks verður hjúkrunarfræðingur- inn stöðugt að endurmeta að hvaða marki þörfum sjúklingsins er mætt og breyta áætluninni eftir þörfum.“ Dómstóllinn hélt áfrain: Dómurum „kom á óvart hve aðhlynning sjúkra var aðkallandi við síbreyti- legar aðstæður. Sjúklingar eru veikir, ástand þeirra getur hreyst hvenær sem er og misjafnlega mikið“. Þessi óstöðugleiki krefst sérstakrar hæfileika. I úrskurðinum var hver þáttur starfsins greindur til að varpa ljósi á hve flókið starfið var, en það var ekki greinilegt samkvæmt hefðbundnu starfsmati. Hér fylgir stutt dæmi um það: Samskipti eru grundvallarþáttur í hjúkrun. Hjúkrunarfræðingar verða að geta komið skilahoðum á framfæri og skilið þau, hvort sem þau eru munn- leg eða ekki, og vera góðir hlustendur. Taka verður tillit til ólíkra tungumála sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Sú staðreynd að sjúklingar eru veikir og oft miður sín gerir enn frekari kröfur til samskiptahæfni h j úkr unarfræðinga. „Hjúkrunarfræðingar verða einnig að hafa sam- skipti við aðra heilbrigðisstarfsmenn. Til dæmis verða hjúkrunarfræðingar að geta lýst einkennum sjúklings og ástandi fyrir fjarstöddum lækni. Stund- um verða hjúkrunarfræðingar að þýða flóknar lækn- isfræðilegar upplýsingar fyrir sjúkhnginn og fjöl- skyldu hans á tungumál sem þau skilja og stundum verða þeir að gefa upplýsingar umbúðalaust.“ „I margháttuðum kröfum um hæfileika hjúkrun- arfræðinga til boðskipta felst að þeir geti lagað sig að hvaða formi boðskipta sem er notað. Til dæmis þarf hjúkrunarfræðingur að nota einfaldari boðskipta- 114 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.