Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Qupperneq 63
► > > e' að gefa okkar nánasta umhverfi gaum heldur einnig fjarlægum stöðum. Evrópusambandið (ESB) birti nýlega tölur um útstreymi koltvíoxíðs (C02) í aðildarríkjum þess á árunum 1990-1994 en koltvíoxíð á stærstan þátt í gróðurhúsaáhrifunum sem óttast er að leiði til hækkunar á hitastigi jarðar og yfirborði sjávar á næstu áratugum. Hækkun hitastigs getur breytt lífs- skilyrðum jarðarbúa í mörgum löndum til hins verra. Koltvíoxíð sem Islendingar gefa frá sér jókst um 5,5% niilli áranna 1990-1994. í samanburði við lönd Evrópubandalagsins lendum við í miðjusæti livað varðar útstreymi á mann. Mikilvægt er að við íslendingar ræktum landið og aukum skógrækt til að binda meiri koltvísýring lir andrúmsloftinu, förum sparlega með eldsneyti og forðumst mengun. Þá þurfum við að taka virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum og rannsóknum varðandi verndun jarðarinnar. Umhverfisráðuneytið var stofnað árið 1990. Helstu markmið í umhverfismálum til ársins 1999 eru: • að vernda náttúru landsins á þann hátt að fólki gefist kostur á að njóta hennar; • að vinna að endurheimt náttúrugæða; • að draga úr mengun og áhrifum framkvæmda á náttúrulegt umhverfi; • að stuðla að skynsamlegri nýtingu náttúruauð- linda, draga úr sóun og auka endurnýtingu; • að taka aukinn þátt í lausn hnattrænna vanda- mála; • að efla umhverfisvöktun og styrkja varnir gegn náttúruvá. Stofnanir ráðuneytisins, sem sinna mengunar- vörnum, eru Hollustuvernd ríkisins og mengunarsvið Siglingarmálastofnunar ríkisins. Samkvæmt nýsam- þykktum lögum frá Alþingi unt náttúruvernd tók Náttúruvernd ríkisins nú urn síðustu áramót við flestum verkefnum Náttúruverndarráðs. Atvinnu- sjúkdómadeild sem heyrir undir Ileilsuverndarstöð Heykjavíkur veitir þjónustu á landsvísu hvað varðar atvinnusjúkdómavarnir, starfsmannaheilsuvernd og umhverfissj úkdómavarnir. Maðurinn er sjálfur rnjög virkur í mótun jarðar- innar, gjarnan til að skapa efnisleg verðmæti. Til að fyrirbyggja að auðfengin gróðavon á kostnað lífs- skilyrða á jörðinni verði ráðandi þarf að móta stefnu með verndun jarðar að markmiði þar sem líffræði- legir og jarðfræðilegir þættir eru skoðaðir í samhengi við verðmæti hluta. Jafnframt þarf að stuðla að markvissri fræðslu og auka þekkingu á hvernig um- hverfismál tengjast daglegu lífi í efnahagslegu, ntenningarlegu og heilsufarslegu tilliti. Þó okkur finnist við vera agnarsmá í stórum heimi þá skiptir það sem við gerum og segjum máli, því sem þátttakendur í samfélaginu höfum tækfæri til að láta gott af okkur leiða við uppbyggingu heilbrigðs þjóðfélags. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í heilsuvernd. Mér finnst áríðandi að stétt mín tileinki sér í ríkari mæli það viðhorf að verndun jarðar sé undirstaða heilbrigðs lífs. Eg á við að hjúkrunarfræðingar séu vakandi og virkir þátttak- endur í vörnum gegn mengun, skráningu og athugun á sjúkdómum sem eru afleiðing mengunar, fylgist með rannsóknum og þeim framförum sem eiga sér stað í mengunarvörnum og taki virkan þátt í fræðslu fyrir almenning. Menn geta því aðeins náð því að vera heil- brigðir að allt annað í náttúrunni sé það. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.