Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 31
Blóðþrýstingsmœlingar í almenningshlanpnm. bein áhrif á Islandi vegna EES samningsins. Formað- ur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur tvívegis verið fulltrúi SSN á fundum og ráðstefnum PCN. Ekki hefur verið tekin formleg afstaða til aðildar að PCN, komi það tækifæri. Stofnl'undur Europecin Forum of Nurses var hald- inn í Madrid á Spáni í nóvember 1996 en það er sam- starfsvettvangur evrópskra félaga hjúkrunarfræð- inga og evrópskra sérfræðisamtaka hjúkrunarfræð- inga. Er stefnt að því að halda árlegt samráðsþing þessara aðila. Asta Möller var fulltrúi félagsins á undirbúningsfundi fyrir stofnun þessa vettvangs í nóvember 1995, en Jóhanna Bernharðsdóttir var fulltrúi félagsins á stofnfundi samtakanna í nóvember 1996. 1 tengslum við þann fund var undirrituð vilja- yfirlýsing þessara aðila um að mynda Nursing/Mid- wifery Forum, ráðgefandi vettvang um hjúkrunar- og Ijósmæðramál. Þegar hefur verið starfandi slíkur vettvangur læknafélaga og Evrópudeildar WHO um nokkurra ára skeið. Þá má nefna að fundur evrópskra embættishjúkr- unarfræðinga var haldinn í Reykjavík í apríl 1996 í boði íslenska heilbrigðisráðuneytisins. Formanni Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðing var boðið að sitja fundinn, en jafnframt bauð félagið þátttakendum í ferð til Þingvalla. Þá boðaði stjórn félagsins til opins fundar í Háskólabíói með yfirinanni hjúkrunarmála hjá WHO, dr. Miriam Hirschfeld og Galinu Perfil- jeva frá Rússlandi til að gefa íslenskum hjúkrunar- fræðingum tækifæri til að skoða hjúkrun í alþjóðlegu samhengi. Fagdeildir félagsins hafa í auknum mæli tekið þátt í erlendu samstarfi systurfélaga sinna á Norðurlönd- um, í Evrópu eða á alþjóðlegum vettvangi. Stjórn félagsins styrkir þær fagdeildir sem eru í erlendu samstarfi með sem nemur upphæð eins apex-fargjalds til Kaupmannahafnar einu sinni á ári. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur tekið töluverðan þátt í erlendu samstarfi til að meta hvert félagið ætti að beina kröftum sínum á erlendum vett- vangi. Þessi undirbúningsvinna mun væntanlega skila sér á starfstímabili næstu stjórnar félagsins. Þess má geta að stjórn félagsins ákvað að stofna utan- ríkisnefnd félagsins, sem er stjórn félagsins til ráð- gjafar um erlent samstarf. Siðareglur íslenskra hjirknmarfræðinga Stjórn Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skipaði nefnd til að endurskoða siðareglur hjúkrunarfræð- inga haustið 1995. I nefndinni áttu sæti Anna Birna Jensdóttir, Helga Jónsdóttii', Hildur Helgadóttir, Lovísa Baldursdóttir, Ólöf Ásta Olafsdóttir og Sig- þrúður Ingimundardóttir. Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og starfsmaður félagsins, starf- aði auk þess með nefndinni. Nefndin skilaði af sér í apríl 1997 drögum að nýjum siðareglum sem voru samþykkt á fulltrúaþingi félagsins í maí. Handbók (vaktabók) fyrir hjúkrunarfræðinga Handbók hjúkrunarfræðinga var gefin út á árinu 1995 ásamt dagbók ársins 1996. Var hún sehl vægu verði, en í handbókinni eru m.a. kjarasamningur fél- agsins með skýringum, auk ýmissa annarra hagnýtra upplýsinga m.a. um félagsmál hjúkrunarfræðinga. Dagbók 1997 var síðan send hjiikrunarfræðingum að Vaskt heilsueflingarlið aðstoðaði í Jónsmessuhlaupi. TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 167

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.