Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 31
Blóðþrýstingsmœlingar í almenningshlanpnm. bein áhrif á Islandi vegna EES samningsins. Formað- ur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur tvívegis verið fulltrúi SSN á fundum og ráðstefnum PCN. Ekki hefur verið tekin formleg afstaða til aðildar að PCN, komi það tækifæri. Stofnl'undur Europecin Forum of Nurses var hald- inn í Madrid á Spáni í nóvember 1996 en það er sam- starfsvettvangur evrópskra félaga hjúkrunarfræð- inga og evrópskra sérfræðisamtaka hjúkrunarfræð- inga. Er stefnt að því að halda árlegt samráðsþing þessara aðila. Asta Möller var fulltrúi félagsins á undirbúningsfundi fyrir stofnun þessa vettvangs í nóvember 1995, en Jóhanna Bernharðsdóttir var fulltrúi félagsins á stofnfundi samtakanna í nóvember 1996. 1 tengslum við þann fund var undirrituð vilja- yfirlýsing þessara aðila um að mynda Nursing/Mid- wifery Forum, ráðgefandi vettvang um hjúkrunar- og Ijósmæðramál. Þegar hefur verið starfandi slíkur vettvangur læknafélaga og Evrópudeildar WHO um nokkurra ára skeið. Þá má nefna að fundur evrópskra embættishjúkr- unarfræðinga var haldinn í Reykjavík í apríl 1996 í boði íslenska heilbrigðisráðuneytisins. Formanni Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðing var boðið að sitja fundinn, en jafnframt bauð félagið þátttakendum í ferð til Þingvalla. Þá boðaði stjórn félagsins til opins fundar í Háskólabíói með yfirinanni hjúkrunarmála hjá WHO, dr. Miriam Hirschfeld og Galinu Perfil- jeva frá Rússlandi til að gefa íslenskum hjúkrunar- fræðingum tækifæri til að skoða hjúkrun í alþjóðlegu samhengi. Fagdeildir félagsins hafa í auknum mæli tekið þátt í erlendu samstarfi systurfélaga sinna á Norðurlönd- um, í Evrópu eða á alþjóðlegum vettvangi. Stjórn félagsins styrkir þær fagdeildir sem eru í erlendu samstarfi með sem nemur upphæð eins apex-fargjalds til Kaupmannahafnar einu sinni á ári. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur tekið töluverðan þátt í erlendu samstarfi til að meta hvert félagið ætti að beina kröftum sínum á erlendum vett- vangi. Þessi undirbúningsvinna mun væntanlega skila sér á starfstímabili næstu stjórnar félagsins. Þess má geta að stjórn félagsins ákvað að stofna utan- ríkisnefnd félagsins, sem er stjórn félagsins til ráð- gjafar um erlent samstarf. Siðareglur íslenskra hjirknmarfræðinga Stjórn Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skipaði nefnd til að endurskoða siðareglur hjúkrunarfræð- inga haustið 1995. I nefndinni áttu sæti Anna Birna Jensdóttir, Helga Jónsdóttii', Hildur Helgadóttir, Lovísa Baldursdóttir, Ólöf Ásta Olafsdóttir og Sig- þrúður Ingimundardóttir. Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og starfsmaður félagsins, starf- aði auk þess með nefndinni. Nefndin skilaði af sér í apríl 1997 drögum að nýjum siðareglum sem voru samþykkt á fulltrúaþingi félagsins í maí. Handbók (vaktabók) fyrir hjúkrunarfræðinga Handbók hjúkrunarfræðinga var gefin út á árinu 1995 ásamt dagbók ársins 1996. Var hún sehl vægu verði, en í handbókinni eru m.a. kjarasamningur fél- agsins með skýringum, auk ýmissa annarra hagnýtra upplýsinga m.a. um félagsmál hjúkrunarfræðinga. Dagbók 1997 var síðan send hjiikrunarfræðingum að Vaskt heilsueflingarlið aðstoðaði í Jónsmessuhlaupi. TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.