Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Page 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Page 7
FRÁ RITSTJÓRA Krókódílar í kastalasíki Þorgerður Ragnarsdóttir Ljósm.: Lára Long s Eg er fylgjandi heilsugæslukerfinu og hef í sam- ræðum um heilbrigðismál haldið því fram að eðlilegt sé að leita fyrst til heimilislæknis áður en hlaupið er til sérfræðinga. Heimilislæknirinn minn, sem ég hafði þar til fyrir skemmstu, hefur reynst mér og fjölskyldu minni vel og við héldum tryggð við hann þó að hann væri á heilsugæslustöð í öðrum bæjar- hluta en þeim sem við búum í. Hins vegar hefur gengið á ýmsu þegar við höfum þurft að ná sambandi við hann eins og ég mun greina frá hér á eftir. I vor veiktist ég af hálsbólgu og hita. Það var á föstudegi og ég átti pantað ílngfar til útlanda næsta miðvikudag. A mánudegi var ég enn veilc og farin að hafa áhyggjur af að fyrirframgreiddur flugmiðinn færi fyrir lítið. Eg ákvað því að leita aðstoðar heimil- islæknisins míns. Símatíminn leið án þess að ég næði sambandi þrátt fyrir margendurteknar hringingar. I afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar ætlaði ég að panta tíma en engan tíma var að fá fyrr en á miðvikudegi, dáginn sem ég átti að fljúga til útlanda. Ég spurði um heimhringingaþjónustu en var tjáð að þannig þjón- usta væri ekki veitt á heilsugæslustöðinni. Daginn eftir var aftur alltaf á tali í símatímanum og þegar ég spurði afgreiðslustúlkuna hvort virkilega væri engin leið að ná í lækninn samdægurs kvað hún öll tor- merki á því. Ég sagði það einu gilda við hvaða lækni ég talaði en að ég yrði að fá að tala við einhvern. Eftir töluvert þref fékk ég tíma hjá öðrum lækni seinna sama dag. Sá sjúkdómsgreindi mig snarlega með streptókokkasýkingu í hálsi og skrifaði lyfjaávís- un á penisillín. Nokkra næstu daga dvaldi ég í útlöndum og át lyfið eins og fyrir mig var lagt. Heimkomin og hálfnuð með lyfjakúrinn var ég miklu hressari en þó ekki laus við eymsli í hálsinum. Ég vildi vita hvort það væri í lagi og taldi víst að heimilislæknirinn minn gæti svar- að því í síma. Aftur byrjaði sama ballið með símaviðtalstímana og ég sá mér þann kost vænstan að panta tíma sem fékkst eftir tvo daga. Ég var samt ósátt við að þurfa að híða í tvo daga, keyra á heilsugæslustöðina og greiða komugjald vegna erindis sem ég vissi að hægt var að ljúka á fáum mínútum í síma. Mér datt í hug að spyrja hvort bráðaþjónusta væri veitt á heilsu- gæslustöðinni síðdegis og hvort hugsanlega væri hægt að biðja lækninn á vakt um að hringja heim. Svarið var að ég yrði að koma á stöðina. Ég var bíllaus heima þennan dag með lítið barn og gat ekki hugsað mér að skrönglast með strætisvagni niður í bæ. „Hvernig finnst þér þetta?“ spurði ég konuna í afgreiðslunni og vildi fá hana til að ræða þetta ástand við mig. „Eg þarf að ná 5 mínútna tali af heimilis- lækni og mér er ómögulegt að fá það.“ Afgreiðslustúlkan: „Það þýðir ekki að kvarta við mig. Þú verður að tala um þetta við þá sem ráða hér.“ Eg: „Mér hefur ekki gengið vel að ná tali af þeim. Gætir þú ekki skilað því til þeirra af því þú vinnur með þeim.“ Það var farið að síga svolítið í mig. Afgreiðslustúlkan: „Nei, það tek ég eklci að mér. Ef þú ert óánægð getur þú líka hara leitað eitthvað annað.“ Ég: #$!!!&%!!@*+§X!H!! Margt fleira óprenthæft fylgdi. Eg missti gjörsamlega stjórn á mér. Lái mér hver sem vill. Frh. á næstu bls. Fagfólk á lieilsugœslustöðvum má ekki beita starfsfólki í afgreiðslu fyrir sig eius og krókódílum í kastalasíki. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 199

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.