Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 8
Mér var í þessum símtölum við afgreiðslu heilsu- gæslustöðvarinnar aldrei boðin nein fyrirgreiðsla að fyrrabragði. Það var ekki spurt hvort hægt væri að hjálpa mér á annan hátt, t.d. hvort ég vildi tala við annan lækni eða hjúkrunarfræðing. Mér var ekki bent á bráðaþjónustuna sem ég hefði getað notað strax á mánudeginum þegar ég reyndi fyrst að ná í lækninn. Að tala við afgreiðsluna var eins og að vera í tölvuleik. Eg þurfti að kunna réttu lykilorðin og ýta á rétta takka til að komast áfram. Tveimur dögum síðar mætti ég í tímann hjá heim- ilislækninum. Hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur, lyfið væri rétt og ég ætti eftir að hrista þetta af mér. Hann þurfti ekki að skoða mig til að greina mér frá þessari niáurstöðu, eina snerting okkar var handa- ]>and. Eg sagði honum að fjölskyldunni minni hefði líkað vel við hann sem heimilislækni en ná væri orðið svo snúið að ná í hann að við hefðum ákveðið að leita annað. Það skal tekið fram að enginn heimilislæknir er á lausu í Reykjavík og því ekki um það að ræða að sækja persónulega heimilislæknaþjónustu annað. Við erum nú skráð læknislaus á heilsugæslustöðina í hverfinu. Þrátt fyrir allt er ég enn þeirrar skoðunar að heilsugæslan sé sá aðili sem fólk á fyrst að leita til þegar það þarf að leita sér lækninga eða hefur spurningar varðandi heilsufar sitt. Reynsla mín af heilsugæslustöðinni, sem ég var skráð á, er ekki góð. Því miður virðist það ekki vera einsdæmi því ég hef heyrt svipaðar sögur af öðrum heilsugæslustöðvum í Reykjavík. Ég hef heyrt skýringar lækna sem segjast hafa of mikið að gera og að símatímar séu inisnotaðir og að þá eigi að leggja af. Mér finnst það liins vegar engin afsökun fyrir óaðgengilegri |)jónustu. Þar er hins vegar eitthvað á ferðinni sem þarf að ráða hót á. Eigi heilsugæslan að standa undir nafni verður hún að vera aðgengileg þannig að þar sé hægt að fá fyrir- greiðslu skjótt og örugglega. Fólk leitar J)ar aðstoðar í alls konar ástandi og gjarnan Jiegar því líður illa. Fagfólk á heilsugæslustöðvum má ekki beita starfs- fólki í afgreiðslu fyrir sig eins og krókódílum í kastalasíki. Það hlýtur að vera metnaðarmál að laða viðskiptavini að heilsugæslustöðinni og veita Jjeim góðar upplýsingar og hestu mögulega Jjjónustu eins og lög gera ráð fyrir. Fyrir almenning, sem stendur að mestu leyti undir heilbrigðisþjónustunni með sköttum sínum, á })að að vera léttur leikur og á allra færi að sækja sér grundvallar-heilbrigðisþjónustu. Það á ekki að Jnirfa að leggja ótal krókódíla að velli og bíða í marga daga áður en hægt er að fá að bera sig upp við lækni á heilsugæslustöð. Gutenberg býður viðskiptavinum sínum vönduð vinnubrögð fagfólks sem leggur metnað í að uppfylla óskir viðskiptavina í smáu sem stóru. Verkin eru unnin á tæki af nýjustu og fullkomnustu gerð. Fagfólk hjálpar til við uppsetningu prentgripa þannig að sem bestum árangri sé náð. Steindórsprent-Gt Síðumúli 16-18 - Sími 533 2525'

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.