Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 9
GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIR Unnið af hjúkrunarfrœðingum á Heilsugœslustöðinni á Seltjarnarnesi. Guðbjörg Pálsdóttir bjá til birtingar í blaðinu. Guðbjörg lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfrœði frá Háskóla Islands áirið 1986. Hefur starfað á Heilsugœslustöðinni á Seltjarnarnesi síðastliðin sjö ár. Tevmisvinna í heilsugæslu ✓ Heilsugœslustöðinni á Seltjarnarnesi hefur teymisvinnu verið beitt sem vinnu- aðferð síðustu tíu árin. Það vinnuskipulag hefur gefið góða raun, bœði fyrir þá sem stöðin þjónar og starfsfólk hennar. Einn helsti kostur teymisvinnunnnar, eins og hún er á Heilsugœslustöðinni á Seltjarnarnesi, er samfella í starfi og samskiptum við skjólstœðinga. Hér á eftir verður fjallað um hugmyndafrœðina sem teymisvinnan byggist á, rakin verða tvö ólík dœmi, sem sýna í hverju húnfelst, og livaða árangurs má vœnta. Skilgreiningar teymisviimu Ymsir fræðimenn haí’a skilgreint teymisvinnu en hver á sinn hátt og hana er einng hægt að útfæra á ýmsa vegu. Ruth B. Freeman og Janet Heinrich (1981) skil- greina teymi í hók sinni „Community Health Nursing Practice“ sem ski]>ulagðan hóp einstakra fagmanna og skjólstæðinga sem skilgreina ákveðið vandamál og leggjast á eitt að takast á við það á sem breiðustum grunni. Hópurinn setur sér sameiginlegt markmið og metur síðan árangurinn. Pritchard og Pritchard (1992) skilgreina hins vegar teymisvinnu sem hóp fólks sem eftir mismun- andi leiðum vinnur að saineiginlegu markmiði. Ileilsugæsluteymi er skilgreint sem sjálfstæður hópur lækna, ritara, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra sem hafa sams konar markmið og ábyrgð. Allir skilja að fullu sitt hlutverk og einnig hlutverk hinna í teyminu þannig að hver og einn legg- ur sitt af mörkum til að veita árangursríka heilbrigð- isjijónustu (Poulton og West, 1993). Fjöldi einstaklinga í teymi og hlutverkaskipan geta verið breytileg eftir viðfangsefnum og hvaða mark- miðum skal ná. I heilsugæslu er æskilegt að heilsu- gæslulæknir og hjúkrunarfræðingur myndi teymi auk sjúkraliða, ljósmóður og ritara, eftir því sem við- fangsefni og aðstæður eru hverju sinni. Starfið verð- ur hins vegar markvissara og innri teymisvinna ein- faldari ef teymið er ekki fjölmennt. Til að teymisvinna skili árangri nægir þó ekki að mynda stóra eða smáa hópa fagfólks og segja þeim að vinna saman. Freeman og Heinrich (1981) segja að til að teymisvinna gangi vel þurfi eftirfarandi að vera til staðar: 1. Alhr í teyminu verða að virða og treysta hver öðrum. 2. Markmiðin verða að vera skýr og afmörkuð og skiljanleg öllum í teyminu. 3. Verkaskipting á að vera skýr, þ.e. hvaða hlutverk hver og einn hefur í teyminu miðað við ákveðnar aðstæður. 4. Sveigjanleiki þarf að vera til staðar og lireytileg hlutverkaskipan ef þörf krefur. 5. Skipulag og innri vinna má ekki taka of mikinn tíma frá sameiginlegum markmiðum né vera of kostnaðarsöm. Sé þetta til staðar fái eiginleikar teymisvinnu best notið sín. Eiginleikum teymisvinnu lýsa Pritchard og Pritchard (1992) hins vegar svo: 1. Þátttakendur teymis stefna að sama marki en það tengir þá og stjórnar aðgerðum þeirra. 2. Hver og einn gerir sér grein fyrir hlulvcrki sínu i teyminu og er meðvitaður um sameiginleg áherslu- atriði teymisins. 3. Teymi verkar á þann hátt að allir leggja sína TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.