Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 10
þekkingu, hæí'ni og reynslu að mörkum og eru samábyrgir fyrir árangrinum. 4. Arangur teymisvinnu byggist á hæfni þeirra sem í teyminu starfa til að útfæra teymisvinnuna og stjórna teyminu sem sjálfstæðum hópi einstakl- inga. Kostir og gallar teymisviimu Eins og fram kemur í ofangreindum skilgreiningum eru markmið þeirra sem vinna í teymi sameiginleg. Stjórnun teymisins er einnig sameiginleg en jafnframt breytileg eftir áhersluatriðum viðfangsefnisins hverju sinni. Sama má segja um hlutverkaskipan innan teym- isins, það þarf ekki alltaf að vera sá sami sem gerir ákveðna hluti (t.d. bólusetja). Oftast sér þó einhver einn um að stjórna samstarfinu. Það þýðir j)ó ekki að hann taki allar ákvarðanir fyrir teymið. Samskipti innan teymisins byggjast á samvinnu og sameiginleg- nm ákvörðunum um starfið. Teymið þarf að gera sér grein fyrir að ef úrræði eru ekki til staðar innan teym- isins þarf að leita eftir sérfræðiáliti. Teymisvinna, eins og öll önnur kerfi, hefur þó hæði kosti og galla. Helstu hostir eru: - Samfella í starfi og samskiptum við skjólstæðinga. - Hvetjandi kerfi er eykur vinnuafköst. - Markvissari vinnubrögð þeirra sem vinna saman í lcerfinu. - Teymisvinna krefst sjálfstæðis í vinnubrögðum. Helstu gallargeta verið: - Minni möguleikar á sérhæfingu. - Aukið vinnuálag. - Of náin samskipti við skjólstæðinga eða hina í teyminu. Skipplagserfiðleikar við ákveðna þætti þjónust- unnar. - Erfið samvinna einstaklinga innan teymisins. Ljóst er að leggja þarf mikið í grunninn að góðri teymisvinnu þannig að þeir sem í teyminu starfa læri að vinna markvisst saman. Sé það gert nýtist betur samanlögð þekking, færni og úrræði þeirra sem starfa saman. Arangursrík teymisvinna skilar sér í betri þjónustu og eykur starfsánægju þeirra sem hana veita. Fyrirkomulag þjónustunnar á Heilsugæslu- stöðinni á Seltjamamesi Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi hóf starfsemi 1. apríl 1982. Stöðin þjónar um 15.000 manns á Sel- tjarnarnesi og í vesturbæ Reykjavíkur. Húsnæði stöðvarinnar, sem er um 1.000 fm., er það stórt að ákveðið var að skipta því í fjórar einingar. 1 hverri einingu starfa tvö teymi og hefur hvort þeirra til ráð- stöfunar tvö skoðunar- og viðtalsherbergi. Vinnu- herbergi og biðstofa í hverri einingu er sameiginlegt. I einingunum fara flest samskipti teymisins við skjól- stæðinga fram, hvort heldur um er að ræða ung- harnaskoðun, mæðraskoðun eða almenna móttöku og ráðgjöf. Skipulagning húsnæðisins hefur haft mikið að segja um að gera teymisvinnuna framkvæmanlega og jafnframt hjálpað til að draga úr ókostum vegna stærðar stofnunarinnar. Fyrirmynd að skipulagningu stöðvarinnar hefur m.a. verið sótt til heilsugæslu í dreifbýli og jafnframt tekið mið af alþjóðlegum kenningum varðandi heilsu- gæslu og heimilislæknaþjónustu. Starfsfólk stöðvar- innar hefur með tímanum skipulagt og mótað starf- semina. I byrjun, meðan starfsemin var lítil, sinntu heilbrigðisstarfsmenn öllum sem til stöðvarinnar leit- uðu en ekki bara ákveðnum hópi fólks. Smám saman festist heimilislæknaskipulag í sessi, þ.e. hver fjöl- skylda valdi sér ákveðinn heimilislækni. lljúkrunar- fræðingar gerðu sér snemma ljóst að með góðu sam- starfi við lækna styrktu þessar starfsstéttir mjög hvor aðra í starfi. I framhaldi af því þróuðust hugmyndir um teymisvinnu. Þannig hafa læknir og hjúkrunar- fræðingur sameiginlega tekið að sér hóp einstaklinga eða fjölskyldna. Hjúkrunarfræðingar hafa því með tímanum snúið frá sérhæfðum verkefnum og í vax- andi mæli tekið að sér hlutverk heimilishjúkrunar- fræðings. Umfang heimahjúkrunar jókst og árið 1990 voru ráðnir sjúkraliðar að stöðinni sem bættust þá í teym- in. Dæmi uni teymisvinnu Hér á eftir fara dæmi um hvernig teymisvinnan geng- ur fyrir sig í heilsugæslu. Dæmi I Mikilvæg tengsl myndast í mæðra- og ungbarna- vernd. Þar er fylgst með líkamlegu, andlegu og fé- lagslegu ástandi og líðan móður og barns. Teymið reynir síðan að veita fjölskyldunni þann stuðning sem hún þarf. Eftirfarandi dæmi er um fjölskyldu sem er dæmigerð fyrir þær ungu fjölskyldur sem leita til stöðvarinnar. Fjölskyldan skráði sig á stöðina þegar hún lluttist á svæðið. I henni voru móðir með fimm ára barn úr fyrri sambúð og sambýlismaður. Nokkru síðar varð konan þunguð og kom á heilsugæslustöðina til teymis- ins í mæðraeftirlit. Konan var kvíðin og hafði miklar áhyggjur af heilbrigði barnsins sem hún gekk með og einnig af sambandi sínu við barnsföðurinn. Hún reykti og geklc illa að hætta því. Meðgangan var eðli- leg en vegna depurðar kom hún í mæðraskoðun aukalega og í viðtöl til heimilislæknis þess á milli. Einnig leitaði hún til teymisins vegna hálsbólgu, 202 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.