Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Blaðsíða 17
Mynd 3. Hlutfall íslenskra hjúkrunarfræðinga % í fag-/stéttarfélögum Danmörk Svíþjóð Noregur Önnur Bandaríkin Evrópulönd Búsetuland unnu við hjúkrun voru flestir í fullu starfi og nær allir seni unnu á einkareknum stofnunum. Innan við helmingur Jreirra sem unnu á opinberum stofnunum var í hlutastarfi. Flestir hjúkrunarfræðinganna á Norðurlöndum voru í fag-/stéttarfélagi í búsetuland- inu og var félagsaðild l»ar mun algengari en í öðrum löndum sem hjúkrunarfræðingarnir hjuggu í. Flestir halda hjúkrunarfræðingarnir tryggð við Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga til að fá fréttir af félags- málum hér eða til að fylgjast með faglegri umræðu á Islandi. Tillögur þeirra um bætta þjónustu félagsins lutu flestar að hetra upplýsingastreymi. Untfjölluii Sögulega séð er það ekki ný hóla að hjúkrunarfræð- ingar leggist í siglingar til að „forframast“ í litlönd- um. Astæður utandvalar þeirra hafa hins vegar hreyst nokkuð í tímans rás. Konur, sem nú eru virkar í námi og starí'i, liafa llestar átt um fleiri kosti að velja en áður fyrr þegar húsmóðurstarfið var það sem lá fyrir flestum. Samt reyndust ))átttakendur í könnuninni flestir fylgja mökum sínum til útlanda til náms og starfa. Fæstir þeirra töldu eigið nám og starl’ hafa ráðið jafnmiklu um ástæður utanfarar eins og ástæður maka. Hvers vegna? Margar skýringar koma til greina, s.s. laun og kjör, lífseigar hugmyndir um hlutverk kynjanna og sjálfsmynd hjúkrunarfræðinga. Hugmyndir um for- sjárhlutverk karlmanna í fjölskyldum eru enn líf- seigar og hjúkrunarfræðingar eiga fæstir kost á liáum launum. Það að námið fer nú fram í háskóla hefur ekki fært hjúkrunarfræðingum laun sem eru sam- bærileg við karlastörf í viðmiðunarstéttum (SSN, 1996; Stéttarfélag verkfræðinga, 1996). Athyglisvert er að marktækur munur er á ástæðum húferlaflutn- inganna ef mismunandi aldurshópar eru skoðaðir. Ilæst hlutfall þeirra sem fóru á eigin forsendum er að finna í aldursliópnum sem fæddist á árunum 1941 - 1950 (44%) en lægst meðal þeirra sem fæddust á árunum 1951 - 1960 (14%). Hugsanleg skýring er að yngri konur séu enn hundnar yfir heimili og hörnum en hinar sem eldri eru hafi lokið uppeldishlutverki sínu og eigi betra með að sinna eigin hugðarefnum. Það stenst þó vart því hjúkrunarfræðingarnir sem fæddust á áratugnum 1941 - 1950 reyndust hafa farið út á meðan þeir voru á barnseignaraldri. Það að eiga börn virtist skipta meira máli um ástæður utanfarar en aldur barnanna. Onnur hugsanleg skýring er að tíðarandi hafi áhrif. 68 kynslóðin var gagnrýnin á ríkjandi gildi þjóðfélagsins og brennandi af stjórn- málaáhuga og uppreisnaranda. Þar heyra til rauð- sokkurnar, hipparnir, herstöðvaandstæðingarnir, aðdáendur Bítlanna og Bob Dylan. I kjölfarið ríkti lognið á eftir storminum. Það tók enginn lengur eftir karlmönnum með sítt hár og konurnar voru orðnar leiðar á að ganga um með steyttan hnefa, brjósta- haldaralausar í sniðlausum mussum og fótlaga skóm. Kannski hafði þetta sitt að segja þegar kom að J>ví að velja sér starf og halda út á vinnumarkaðinn eða til frekara náms. Ahugavert væri að vita hvort ástæður dvalar hjúkrunarfræðinga ljarri Islandi eru sam- bærilegar við ástæður kvenna í öðrum stéttum. Tæplega þriðjungur þátttakenda stefndi að því að llytja heim að nokkrum tíma liðnum en nærri helm- ingur var óákveðinn. Nýir vinnumarkaðir og mögu- leikar eru að opnast Islendingum úti í hinum stóra heimi. Islensk hjúkrunarmenntun hefur víða mælst vel fyrir og aldrei að vita nema gullin tækifæri hjóðist þeim sem vilja kanna nýjar slóðir. Flestum gekk vel að fá hjúkrunarleyfi í húsetulandinu að undantekn- um þeim sem voru á meginlandi Evrópu. Þar eru nú miklir umbrotatímar og ýmsar boðleiðir eiga eflaust eftir að liðkast með tímanum. Ekki er ólíklegt að samanburður á kjörum og aðstöðu muni ráða miklu um það hvar íslenskir hjúkrunarfræðingar setjast að í framtíðinni. Um 18% hjúkrunarfræðinganna í úrtakinu töldu sig til stjórnenda í starfi. Það hlutfall er nokkru lægra en hér á landi ))ar sem um 32% teljast til hjúkrunarstjórnenda (Félagsvísindastofnun, 1996). Utlendingar eiga víða erfitt uppdráttar í löndum þar sem atvinnuleysi er mikið og samkeppni er hörð eins og í sumum löndum Evrópu. Væntanlega eru það því sterkir einstaklingar sem komast í yfirmannsstöður í öðrum löndum. Reynsla þeirra getur skijtt miklu máli fyrir hjúkrunarfræðinga hér heinia. Lágt Idutfall þátttakenda var í námi og aðeins 17 voru í hjúkrunarnámi. Helmingur þeirra var í Bandaríkjunum, flestir langt komnir í háskólanámi. Af sérsviðum stunduðu flestir nám í hand- og lyf- læknishjúkrun, rannsóknum og heilsugæsluhjúkrun. Mikilvægt er að sem flestir hjúkrunarfræðingar afli sér æðri menntunar til að viðhalda stéttinni í landinu með hæfum kennurum og stöðu hennar innan heil- brigðiskerfisins með færum stjórnendum. Misjafnt var hvort hjúkrunarfræðingarnir voru félagar í fag-/stéttarfélagi hjúkrunarfræðinganna í TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.