Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 19
ERLA DÓRIS HALLDÓRSDÓTTIR, HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG SAGNFRÆÐINGUR íslenskir hjúkrunamemar Á fA'fAlÁsfa-ti Mynd tekin við útskrift Ragnhildar Guðmundsdóttur (nr. 2 í efri röð f.v.) en luín útskrifaðist sem hjúkrunarkona frá Diakonissesliftelsen í Kaupmannahöfn árið 1929. Myndin er í eigu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Stutt yfirlit um hjukrunamema sem fóm í nám erlendis í byrjun þessarar aldar s Afyrsta áratug þessarar aldar var hlutskipti þeirra kvenna sem vildu læra hjúkrun jjað að j)ær þurftu að sækja menntun til útlanda við ýmsar erfiðar aðstæður. A 25 ára afmæli félagsins árið 1944 lét frú Sigríður Eiríksdóttir, jjáverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, Jiess getið að það hafi alls ekkert verið glæsilegt að velja sér hjúkrun- arstarf á þessum árum „enda gengum við hjúkrunar- konurnar, sem lærðum á erlendum sjúkrahúsum, í strangan skóla [...] (Sigríðar Eiríksdóttir, 1944). Frú Sigríður lauk hjúkrunarnámi frá Kommunehospital- et í Kaupmannahöfn árið 1921 (Hjúkrunarfélag Is- lands, 1969, hls. 239). I En J»að má segja að erfiðleikarnir, sem voru |tví samfara að fara í hjúkrunarnám til útlanda, hafi stappað stálinu í frumherjana og heimkomnar áttu þessar hjúkrunarkonur eftir að skila margra ára hjúkrunarstarfi hér á landi. Og ekki Jmrftu J»ær að kvíða atvinnuleysi því vinnu flestra þeirra var Jjannig háttað að lítill tími varð aflögu til annars en að sinna sjúkum og eðlilegt Jiótti að þær gegndu kalli nótt sem nýtan dag. Iljukruiianu'iiii heldur tH Kaupmannahafnar tU að supplera Arið 1899 stofnuðu danskar hjúkrunarkonur með sér hjúkrunarfélag, Dansk Sygeplejerád. Eitt af veiga- mestu stefnumálum féiagsins frá byrjun var að komið yrði á J»riggja ára hjúkrunarnámi við |»au sjúltrahús í Danmörku sem kenndu hjúkrunarnemum. Hóf stjórn félagsins Jjcgar að aðstoða hjúkrunarkonur sem höfðu styttri hjúkrunarmenntun að baki, við að fara í viðhótarnám, að supplera í hjúkrun eins og Jjað var kallað. Viðbótarnámið (suppleringin) gat staðið í nokkra mánuði en því slcyldi haldið áfram Jjar til viðlcomandi hjúkrunarkona hafði lokið Jjriggja ára hjiikrunarmenntun (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996a). TIMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 211

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.