Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Síða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Síða 21
meginástæðan fyrir stofnun félagsins því að á stofn- fundi þess var borið upp til atkvæða hvort stofna skyldi félag í þeim tilgangi að hjálpa stúlkum er læra vildu hjúkrunarstörf, að fullnuma sig í Danmörku og var það samþykkt (Fjelag íslenskra hjúkrunar- kvenna, 1919 [fundargerð, ódagsettur fundur]). Formaður félagsins var kjörin Harriet Kjær, yfir- hjúkrunarkona Holdsveikraspítalans, og aðrir í stjórn voru Christophine Bjarnhéðinsson, Kristín Thoroddsen, Aldís Helgadóttir og Jórunn Bjarna- dóttir. Þær höfðu lært hjúkrun í Danmörku og Nor- egi. Þá var einnig í stjórn félagsins Sigríður Magnús- dóttir, hjúkrunarkona á Vífilsstaðahælinu, en hún hafði unnið þar frá stofnun hælisins. Hún hafði enga hjúkrunarmenntun að haki en mikla reynslu í hjúkr- unarstörfum. Þegar á fyrsta fundi félagsins var tekið fyrir fyrsta viðfangsefnið sem var nám hjúkrunar- nema og tekið sérstaklega fram að þetta nám ætti að vera til hráðahirgða eða eins og sagði í fundarbók félagsins: „þangað til við fáum okkar eigin landsspít- ala.“ (Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna, 1919 - 1929 [fundargerð 23. júlí 1920]). Kennslu hjúkrunarnema skyldi hagað ])annig að þeir tækju 8 mánuði á Vífils- stöðum, 4 mánuði á Kleppsspítala og 12 mánuði á Holdsveikraspítalanum. I Danmörku og síðar í Nor- egi áttu hjúkrunarnemar að supplera 4 mánuði á lyflæknisdeild, 6 mánuði á handlækningadeikl, tvo mánuði á húðsjúkdómadeild og tvo mánuði á fæðing- ardeild (Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna, 1919 [fundargerð, ódagsettur fundur]) Christophme Bjamhéðiiisson heldur á fund H.F. ÖHegaards Ekki hefur stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna verið húin að útvega nemum dvöl í Danmörku þegar félagið var stofnað. Um vorið árið 1922 hélt frú Christophine Bjarnhéðinsson til Kaupmannahafnar á fund framkvæmdastjóra Bigshosjjitalet (Ríkissj)ítal- ans), H.F. Ollegaards. Þar komst hún að samkonni- lagi við hann um að taka íslenska hjúkrunarnema í viðhótarnám með þéim skilyrðum að hjúkrunarnem- arnir skildu og töluðu dönsku áður en þeir hæfu námið (Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna, 1922). Þá kom það sér einkar vel fyrir nemana að frú Christophine Bjarnhéðinsson hafði einnig komist að samkomulagi við stjórn Eimskijmfélags Islands að það léti nemum í té árlega ókeyj)is tvo farseðla með skipum til Kaujnuannahafnar. Síðar bauðst norskt skijtafélaga, Bergenske Damjiskihsselskah til að hjóða íslenskum hjúkrunarnemum, sem fóru til náms í Noregi, ókeyjiis ferð þangað (Erla Dóris Halldórs- dóttir, 1996a, hls. 88). Sú fyrsta á vegum félagsms heldur utan tilaö supplera Steinunn Jóhannesdóttir, 22 ára bóndadóttir frá Breiðafirði sem hóf hjúkrunarnám á vegum Félags ís- Dönsk lijiíkriiiiíirkoiid. Myndin er í eign Félngs íslenskra lijúkriiiiarfrœðinga. lenskra hjúkrunarkvenna í desemher 1921, varð fyrst til að halda til Kaupmannahafnar til að suj)j)- lera á vegum félagsins. Eftir tveggja ára hjúkrunar- nám hérlendis hélt Steinunn til 18 mánaða lokanáms á Ríkisspítalanum í Kaujnnannahöfn og lauk ])aðan lokaj)rófi í hjúkrun. Eftir það próf fékk hún próf- skírteini um að hún væri fullmenntuð hjúkrunarkona (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996a, hls. 79, 81). Hjúkrunamemi med æðahuúta Það kom í hlut formanns Félags íslenskra hjiikrunar- kvenna að koma nemum í námsstöður við sjúkrahús hérlendis og erlendis. Inntökuskilyrðin voru þau að hjúkrunarneminn mátti ekki vera yngri en 22 ára og ekki eldri en 30 ára en undantekning var gerð á þess- um aldurstakmörkum. Þá urðu þær að vera heil- hrigðar á sál og líkama. Með umsóknum til félagsins varð að fylgja vottorð frá lækni er skoðaði stúlkurn- ar (Erla Dóris Halldórsdóttir, 1996a, hls. 89, 91). Þá kom það einnig í hlut formanns Félags ís- lenskra hjúkrunarkvenna að fylgjast grannt með heilsu kvennanna eftir að þær hófu hjúkrunarnámið. Sérstaklega var fylgst með fótleggjum þeirra þar sem hjúkrunarstarfinu fylgdu miklar göngur og stöður. Það þótti því mjög mikilvægt að fætur þeirra væru í lagi áður en þær hæfu lokanámið í Danmörku eða Noregi. Dæmi er um að formanni félagsins, frú Sig- ríði Eiríksdóttur, hafi eitt sinn borist til eyrna að hjá TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 213

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.