Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 25
EFTIR GUDRUN SIMONSEN - BJÖRG EINARSDÓTTIR ÍSLENSKAÐI
— ytv&r var kiinV
10. Kafli MILLIHEIMS OG HELJU
„Svartahafi, 5. maí 1855.
Kœru foreldrar!
Vesalings gamla Flo er nú á siglingu um Bosporus-
sund og yfir Svartahafið með fjórum hjúkrunarkon-
um, tveimur matsveinum og einum piltunga, í átt að
Krímskaganum til að skoða með eigin augum
hersjúkrahúsið þar. Hún er um horð í „Robert Low“
í samfloti með rúmlega fjögur hundruð af sjúkling-
um sínum sem nú eru á leið aftur til baka til her-
deilda sinna reiðubúnir að lúta skjóta á sig á nýjan
leik. I dag er núkvœmlega hálft árfrá því ég kom til
Skutari til að takast á við verkefnið sem Guð œtlaði
mér. Sorgir og vonbrigði, sem hafa verið hlutskipti
mitt þessa mánuði, eru ólýsanleg. En ég lief liaft það
af! Eg er lifandi!“
Piltunginn, sem Florence nefnir svo, er tólf ára
gamall trommuslagari í hljómsveit hersins sem lagt
hefur tónlistiua á hilluna, eins og hann sjálfur segir,
til að þjóna ungfrú Nightingale! Verst hvað hann er
lágur í loftinu og getur því ekki haldið regnhlíf yfir
lienni þegar rignir.
Já, Florence var á lífi. En veturinn í Skutari hafði
tekið mjiig á hana. A nokkrum mánuðum hafði hún
unnið verk sem jafnaðist á við heila starfsævi og sult-
ur og kuldi eytt kröftum hennar eins og hinna sem
þreyðu þennan vetur í Skutari. En hún hafði ákveðið
að strax og aðstæður á spítalanum í Skutari leyfðu
ætlaði hún að fara til Krím til að athuga hvað
nauðsynlega þyrfti að gera fyrir sjúkraskýlin þar, og
með eigin augum vildi hún sjá vígvellina.
Fyrsta heimsóknin að víglínunni féll henni aldrei
úr minni.
Eg sá skotgrajirnar. Hér höfðu hermennirnir
hafst við sólarhringum saman, já, vikum saman,
legið endilangir í forinni eða setið í keng tvo
sólarhringa samfieytt án þess að geta sig hrœrt og
ekki haft annað til matar en hrátt, saltfiesk. Þrátt
fyrir þetta liöfðu þeir hvorki misst kjark né þolin-
mœði. Eða herbúðirnar! Ekki var að undra að her-
mennirnir skyldu hafa þjúðst jafnmikið og raun bar
vitni; undraverðara var að yfirleitt skyldi nokkuð
vera eftir af hernum.
Þegar „Robert Low“ varpaði akkerum í höfninni í
Balaklava flaug fregnin urn herbúðirnar. Um borð í
skipinu var hefðardama! Engin önnur en Florence
Nightingale! Engillinn frá Skutari! Konan, sem öllu
stjórnaði í Skutari, var komin til Krím!
Hermennirnir þustu út úr tjöldum og skálum.
Allir sem vettlingi gátu valdið, gangandi eða skríð-
andi, fóru af stað. Móttökurnar voru stórhrotnar.
Ekki síst ])egar Soyer, sem aldrei dró af sér í hrifn-
ingarvímu, lyfti Flo af hestbaki og setti hana hátt upp
á fallbyssu svo allir gætu séð hana. „Herrar mínir!
Hér sjáið þið hugrökkustu dóttur Englands, her-
mannanna einlægasta vin!“ Við dynjandi fagnaðar-
læti fossaði yfir hana haf af liljum og orkideum sem
stóðu í fullum blóma umhverfis herbúðirnar.
Það var mikils virði að finna hlýhuginn frá her-
mönnunum því brátt áitti ég annað í vœndum.
Yfirmaður herliðsins, Raglan lávarður, hafði
alltaf verið Florence velviljaður og sýnt starfi hennar
mikinn áhuga en liann var ekki viðlátinn þegar hún
kom. Það var hins vegar Ilall læknir sem har ábyrgð
á heilbrigðismálunum hæði á Krím og í Skutari og
hafði verið henni andvígur frá upphafi. Hann var
afbrýðisamur vegna stuðnings ríkisstjórnarinnar við
Florence og reiður og sár vegna þeirrar gagnrýni sem
hann hafði orðið fyrir og taldi hennar sök. Fyrir hon-
um var því stund hefndarinnar upprunnin.
Hann vildi sýna livers valdið ótvírœtt vœri og
fékk á sitt band liðsforingjana sem voru undirokaðir
og skriðu fyrir honum.
Auðmýking hans á Florence reyndist úthugsuð:
Það hafði verið glompa í pappírunum sem hún fékk
frá stjórninni þegar haldið var til starfa austur á
bóginn og margsinnis óskað eftir leiðréttingu þar á. í
skipunarbréfinu stóð að Florence ætti að hafa yfir-
umsjón með hjúkrun hermanna í Skutari í Tyrk-
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 7B.ÁRG. 1997
217