Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Page 32
Ritstj ómarstefna Tímarit lijúkrunarfræðinga er mál- gagn allra íslenskra hjúkrunar- fræðinga og í |>ví er reynt að endur- spegla ólíkar skoðanir á og viðhorf til hjúkrunar. Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga leggur metnað sinn í að allir félagsmenn |>ess finni ]>ar lesefni sér til gagns, fróðleiks eða ánægju. Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umræðu um hjúkrun. I faglega hluta tímaritsins eru hirtar greinar um hjúkrunarstörf, nýjar rannsóknir í hjúkrun, viðtöl við fólk uni Iijúkrun og aðrar faglegar upplýs- ingar sem eiga erindi til hjúkrunar- fræðinga. I félagslega hluta blaðsins eða fréttahlutanum er greint frá kjara- málum og því sem er að gerast hjá félaginu. Ritstjóri her áhyrgð á að efni, út- gáfa og rekstur hlaðsins sé í samræmi við ritstjórnarstefnu þess. Formaður félagsins ber áhyrgð á félagslegu efni ]>ess öðru en aðsendum greinum. Höfundar aðsendra greina bera áhyrgð á efni þeirra. Skoðanir, sem í þeim birtast, þurfa ekki að sam- rýmast stefnu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Ritstjóri ásamt ritnefnd leggur metnað í að tímaritið sé vandað að því er varðar málfar, útlit og efni. Ahersla er lögð á að faglegar greinar standist vísindalegar kröfur. Þess vegna setur ritnefnd reglur um það hvernig höf- undum ber að skila efni til hlaðsins. Ritnefnd áskilur sér rétt til að hirta greinar eða hafna þeim og til að setja greinar upj> óg aðlaga að útliti blaðs- ins. Avallt er leitað umsagnar utanað- komandi aðila um rannsókna- og fræðigreinar. Almennt um ritun greina Greinahöfundar eru beðnir um að skila greinum til Tímarits hjúkrunar- fræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Ef uni rannsóknagreinar er að ræða ]>á tekur vinnsla þeirra lág- mark þrjá mánuði eftir að ]>ær berast til blaðsins. Yfirleitt tekur skemmri tíma að ganga frá öðru efni í blaðið. Greinar í hlaðinu eru í stórum dráttum tvenns konar. Annars vegar almennar greinar sem ritnefnd yfirfer og lagfærir í samvinnu við höfunda l'yrir hirtingu. Hins vegar rannsókna- greinar sem ern ritrýndar af völdum fræðimönnum. Miklar kröfur eru gerð- ar til slíkra greina um efni, innihald og framsetningu. Málfar: Ritnefnd leggur áherslu á að málfar greina sé gott. íslenska þarf erlend orð ef unnt er og skammstafanir þarf að útskýra í fyrsta skipti sem þær koma fram. Myndir og teikningar ]>urfa að vera inegilega skýrar til að liægt sé að prenta eftir þeim. Raimsóknagreinar Auk framangreinds gildir sérstaklega um rannsóknagreinar: Greinum skal skilað í þríriti hverju sinni. Endanlegri gerð skal skila á tölvudisklingi. Hafið 4 sentimetra spássiu á alla vegu. Þannig verður línulengdin 13 sentimetrar á A4 en 14 sentimetrar á „US letter“ síðustærð. Jafnið vinstra megin en ekki hægra megin, notið tvöl'alt línuhil og 12 ]>unkta Times letur. Heimildalisti tak- markast af tilvísunum í viðkomandi grein. U])]>setning greinanna skal vera samkvæmt reglum ameríska sálfræð- ingafélagsins. Upplýsingar um þær er að finna í bókinni Publication Manual of the American Psychological Associa- tion og í íslenskri þýðingu í hókinni Gagnfræðaltver handa háskólanemum eftir Friðrik II. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson. Titilsíða: Par komi fram nafn greinar og höfunda(r), starfsheiti og upplýsingar um náms- og starfsferil. Utdráttur: Utdráttur á að vera stuttur (hámark 150 orð) og þýðing hans á ensku á að fylgja. I útdrætt- inum á að koma fram: Tilgangur rannsóknarinnar, aðferð í grund- vallaratriðum, helstu athuganir, niðurstöður og ályktanir. Fræðilegur hakgrunnur: I inn- gangi þessa kafla á tilgangur rannsókn- arinnar að koma skýrt fram. I fræði- legri umfjöllun er vísað á nauðsynlegar heimildir en ekki gerð víðtæk fræðileg úttekt á viðfangsefninu. Athugið vel að heimildalistar og tilvísanir séu rétt og samræmd. Aðferð: Lýsið úrtaki, rannsóknar- aðferð (tilraun, könnun, magnbundin, gæðabundin o.s.frv.), mæhtæki/spum- ingalista og tölfræðiathugunum nægi- lega vel til að aðrir geti endurtekið rannsóknina. Vísið í heimildir að þeim aðferðum sem beitt er ef þær eru til. Getið þess ef leyl'i rannsókna- eða siða- nefnda var fengið til að gera rann- sóknina. Niðurstöður: Niðurstöður eru sett- ar skipulega fram með töflum og myndum sem í texta er vísað skýrt í. Endurtakið ekki nákvæmlega í textan- uin ]>að sem töflurnar sýna heldur dragið saman aðalatriði. Stundum nægir að setja einstaka niðurstöður fram með fáum orðum í texta. Umfjöllun: Hér er lögð áherslu á þan atriði í rannsókninni sem eru ný og ályktanir sem draga má af þeim. Dragið ekki saman niðurstöður úr næsta kafla á undan. Látið koma fram hvaða máli niðurstöður rannsókn- arinnar skijita. takmarkanir þeirra og tengsl við aðrar rannsóknir. Skoðið niðurstöðurnar út frá tilgangi rann- sóknarinnar en varist alhæfingar sem ekki eru studdar af niðurstöðum. Gefið hugmyndir að nýjum rann- sóknum og tilgátum. Pakkir: Berið einungis fram ]>akkir til fólks sem hefur veitt mikla aðstoð við verkefnið og að fengnu leyfi við- komandi. Heimildir: Fylgið reglum APA eins óg að ofan greinir og þá sérstaklega íslensku þýðingunni í Gagnfræða- kverinu. Fylgið þessum reglum nákvæmlega og frá byrjun, það sparar mikla vinnu áður en yfir lýkur. Ljósrit af reglum þessum er liægt að fá hjá Tímariti hjúkrunarfræðinga. TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 224

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.