Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Qupperneq 37
FAGLEG MÁLEFNI Norræim viimuhópur tynÁA'C UW ICNP Aðalbjörg J. Finnbogadóttir Y Ljósm.: Lára Long Alþjóðasamband hjúkrunar- fræðinga, ICN (International Council of Nursing) hefur á undanförnum árum unnið að gerð flokkunarkerfis í hjúkrun. Fyrsta útgáfa þess, International Classification of Nursing Practice (ICNP) var gefin út í febrúar á síðasta ári og hefur Alþjóða- samhandið óskað fulltingis aðild- arfélaga um áframhaldandi þróun flokkunarkerfisins. A síðasta stjórnarfundi Samtaka norrænna hjúkrunar- fræðinga (SSN) sem haldinn var í Helsinki 7. mars sl. var samþykkt að kalla saman vinnuhóp sér- fræðinga á þessu sviði til að sam- ræma hugmyndir norrænu félag- anna um verkefnið. Hópurinn er skipaður einum hjúkrunar- fræðingi frá hverju landi, auk starfsmanns SSN. Stjórn SSN ákvað enn fremur að hópurinn skyldi hittast einu sinni fyrir næsta stjórnarfund SSN, sem haldinn verður 1. október nk., þar sem hópurinn legði fram tillögur um umfang og hlutverk sitt. Sá fundur var haldinn í Reykjavík dagana 15. og 16. ágúst sl. Fundinn sátu fulltrúar allra Norðurlandanna auk starfs- manns SSN. Fulltrúi Islands í vinnuhópnum er Ásta Thor- oddsen. Asta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og varaformaður SSN, var fundarstjóri og Aðalltjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Niðurstöður fundarins voru Jiær að slíkur vinnuhópur væri nauðsynlegur til að vinna sam- eiginlega að framgangi ICNP og hafa áhrif á þróun Jjess. Akveðið var að leggja til við stjórn SSN að hópurinn starfaði næstu tvö árin og hittist tvisvar til þrisvar á ári. Að ]>cim tíma liðnum skuli tilvist- argrundvöllur hans metinn m.t.t. áframhaldandi starfs. Fulltrúar landanna kynntu stöðu mála í sínu heimalandi og ræddu næstu skref. Helstu niðurstöður voru Jiær að hvert land fyrir sig héldi áfram | > ví starfi sem Jiegar er hafið varð- andi þróun ÍCNP og prófaði Jiað hæði teoretískt og klínískt, t.d. með samanhurði við NANDA og önnur flokkunarkerfi í hjúkrun. Vinnuhópurinn myndi síðan senda sameiginlegar athuga- semdir til ICN varðandi ICNP auk Jjess sem hvert félag gæti sent athugasemdir í sínu nafni. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað með hliðsjón af framangreindu að stofna nefnd um þróun ICNP. Eftirtaldir félagsmenn skipa nefndina: Asta Thorodd- sen, lektor, for- maður nefndar- innar og fulltrúi félagsins í norr- æna vinnuhópn- um um ICNP. Lilja Stefánsdóttir, deildarstjóri Lilja Þorsteinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur Vilborg Ingólfsdóttir, yfi rh j úkr un ar fræðingu r Hildur Helgadóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, hjúkrunarfræðingur lijá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997 229

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.