Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Page 38
Ásta Möller
Fulltrúaþing ICN í Vancouver
Félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga er aðili að Aljtjóða-
sambandi hjúkrunarfræðinga,
International Council of Nnrses
(ICN). ICN var stofnað árið 1899
og er elstn alþjóðlegu samtök
fagstétta innan heilhrigðisgeirans
og jafnframt einnig elsta alj)jóða-
stéttarfélag kvenna. Félag ís-
lenskra hjúkrunarkvenna gekk í
sambandið á árinn 1933, en J)á
hafði 21 félag hjúkrunarkvenna
J)egar gengið í samtökin. Aðild-
arfélög ICN ern nú 118 talsins.
Fulltrúaþing ICN er haldið
annað livert ár, en fjórða hvert
ár er einnig haldin alj)jóðleg ráð-
stefna í tengslum við fulltrúa-
þingið. Slík ráðstefna var haldin
í júní sl. í Vancouver í Kanada.
Fulltrúar félagsins á fulltrúa-
Jtinginu voru Asta Miiller,
formaður Félags íslenskra lijúkr-
unarfræðinga, og Jóhanna
Bernharðsdóttir, l.varaformaður
félagsins. Að auki sóttu 10 íslen-
skir hjúkrunarfræðingar ICN
ráðstefnuna, en lnin var haldin
dagana 15.-20. júní. Jafnhliða
fulltrúaþínginu var haldið J)ing
hjúkrunarnema og sóttu fulltrúar
yfir 20 landa J)að J)ing.
Fulltrúar 98 þjóðlanda voru
mættir á Jnngið, en fyrir fulltrúa-
þingið voru 111 aðildarfélög að
ICN. Var Jætta fjölsóttasta full-
trúaþing sögunnar. Nokkuð var á
reiki hve margir voru skráðir á
ráðstefnuna, en talið er að J)að
hafi verið um 5000 manns.
Fyrstu tvo dagana, J).e. 14.-
15. júní voru haldnir undirbún-
ingsfundir fyrir fulltrúaþing,
annars vegar kynningarfundur
J)ar sem kynnt voru in.a. fundar-
sköj) og reglur fulltrúaþingsins.
Ilins vegar voru svokallaðar
„Open Forum“- umræður um 3
málefni:
1. Tillögur um breytingar á lög-
um samtakanna sem lágu fyrir
þinginu.
2. Framtíðarsýn ICN, þar sem
fram fór kynning á starfi
starfshóps um framtíðarþróun
og stefnu samtakanna og síðan
fóru fram umræður í hópum.
3. Tengsl og samstarf ICN við
önnur samtök og hópa.
Að kvöldi sunnudagsins 15.
júní var haldin glæsileg opnunar-
hátíð á einum stærsta íþróttaleik-
vangi Vancouver og var lnin opin
öllum þátttakendum á ráðstefnu
ICN. Skv. áratugagamalli venju
ICN voru fulltrúar hvers ])jóð-
lands kynntir er J)eir gengu í sal-
inn hver á fætur öðrum, margir í
þjóðhúningum landa sinna. A
opnunarhátíðinni voru tveir
hjúkrunarfræðingar heiðraðir,
dr. Hildegard Peplau og dr. Mo
Im Kim fyrrverandi formaður ICN.
Eiginlegt fulltrúajúng ICN var
síðan sett á mánudaginn 16. júní
og átti að standa í tvo daga, en
var haldið áfram Juiðja daginn
J)ar sem ekki náðist að tæma
dagskrána á áætluðum tíma.
Ný aðildarfélög
A fulltrúaþingi ICN í Vancouver
har einna hæst umræðu um rétt
félaga hjúkrunarfræðinga til aðild-
ar að samtökunum, en á þinginu
var kynnt niðurstaða úr kosningu
um inntöku nýrra félaga í ICN.
Atta ný aðildarfélög voru tekin
inn í samtökin. I tveimur tilvikum
sóttu tvö félög hjúkrunarfræðinga
frá sama landinu um inngöngu en
aðeins 1 félag frá hverju landi má
eiga aðeild að ICN. I einu tilviki
var einu íélagi hjúkrunarfræð-
inga skipt út fyrir annað félag
sem hafði átt aðild að ICN frá
1928, en ]>að var frá Brasilíu.
Heitar umræður urðu um Jtessa
útskiptingu, en shkt hafði aldrei
gerst áður, og komu fram ásakan-
ir um að ekki hafi verið veittar
nægilegar upplýsingar um félögin
frá Brasilíu frá ICN og að reglur
um útskiptingu félaga væru ekki
fullnægjandi. Þótti mörgum fé-
lögum sér ógnað þar sem í ýmsum
löndum eru fleiri en eitt félag
hjúkrunarfræðinga starfandi.
Sjónarmið íslenskra hjúkrunar-
fræðinga kom fram í umræðum
um J)etta málefni og var lögð
áhersla á hlutverk ICN að stuðla
að samvinnu og / eða sameiningu
félaga hjúkrunarfræðinga í
hverju landi fyrir sig og með J)ví
styrkja hjúkrun í viðkomandi
landi. Var sameining hjúkrunar-
fríeðinga á Islandi tekið sem dæmi.
Hin nýju aðildarfélög voru
tekin inn í samtökin við lok full-
trúaþingsins og eru aðildarfélög
ICN J)ví nú 118 talsins og hafa
um hálf milljón hjúkrunarfræð-
inga bæst við samtökin. Mikill
áhugi er meðal félaga
hjúkrunarfræðinga í öðrum lön-
dum að gerast aðilar og var ICN í
sambandi við 17 félög á tímabil-
inu 1995-1997.
A J)inginu voru einnig sam-
þykktar veigamiklar breytingar á
lögum samtakanna og sneru þær
llestar að ])ví að einfalda skipulag
og starfsemi ICN og setja einfald-
ari reglur um samskipti ICN við
aðildarfélögin.
Teknar voru ákvarðanir um
næstu fulltrúajúng félagsins, en
eftir tvö ár á 100 ára afmæli sam-
takanna verður sérstök hátíðar-
dagskrá og vegleg ráðstefna í
London 26. júní -1. júlí 1999. Á
árinu 2001 verður síðan fulltrúa-
þing og ráðstefna í Kaupmanna-
höfn og tveimur árum seinna
verður reglulegt fulltrúaþing
haldið í Marokkó.
230
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997