Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Side 40
KJARAMÁL
Ljósin.: Lára Long
Kjarasanmmgar og
nitt UunAkerf
i
Vigdís Jðnsdóttir
Eins og sagt var í'rá í síðasta tímariti skrifuðu full-
trúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undir
kjarasamning við ríki og Reykjavíkurborg 9. júní sl.
Samkvæmt þessum samningi á nýtt launakerfi að
taka gildi fyrir hjúkrunarfræðinga 1. febrúar 1998.
Með Jiessu nýja launakerfi á að færa launaákvarð-
anir í meira mæli út á vinnustaðina þannig að full-
trúar félagsins á viðkomandi vinnustað koma til með
að semja um forsendur og reglur fyrir röðun starfs-
manna í launaramma og launaflokka í hinu nýja
launakerfi. I síðasta tímariti var greint frá megin-
atriðum í hinu nýja launakerfi og birtar þær launa-
töflur sem koma til með að gilda í nýju launakerfi.
1 þessu lilaði og næsta blaði verður umfjöllun um
hið nýja launakerfi haldið áfram. Að gefnu tilefni er
þó ástæða til að vekja athygli hjúkrunarfræðinga á
því að nýtt launakerfi tekur ekki gildi fyrr en I. febr-
úar á næsta ári og því eru núverandi launatafla (sem
hækkaði um 4,7% frá 1. maí 1997) og starfsheita-
röðun í l’ullu gildi fram að þeim tíma. Núverandi
launatalla kemur síðan aftur til með að hækka um 4%
um næstu áramót áður en nýtt launakerfi tekur gildi.
Kjarasaiimingsgcrð í nýju launakerfi
I nýju launakerfi verða samningar um forsendur og
reglur fyrir röðun starfsmanna í lannaflokka færðir
úr miðstýrðum kjarasamningi félagsins til samninga-
nefndar á hverri stofnun fyrir sig sem er skipuð
fulltrúum frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og
fulltrúum stofnunarinnar að jöfnu. Þessi samninga-
nefnd er kölluð aðlögunarnefnd og hefur hún J)að
hlutverk að setja reglur og forsendur um röðun
starfsmanna í launaflokka á hverri stofnun. Þeir
samningar, sem gerðir verða í aðlögunarnefndum,
verða síðan hluti af kjarasamningi félagsins. Þannig
geta reglur um forsendur og röðun í launaflokka orð-
ið mismunandi milli stofnana.
Afram verður hins vegar samið í miðstýrðum
kjarasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga og vinnuveitenda um þætti eins og yfirvinnu-
laun, vaktaálag, desemberuppbót, orlofsuppbót,
vinnutíma, matar- og kaffitíma, orlof, námsleyfi,
endurmenntunarkostnað, tryggingar, vinnuföt og
lleira. Einnig er samið í miðstýrðum kjarasamningi
um launatöflu en lnin skiptist með mismunandi hætti
í launaramma A, 11 og C (sjá síðasta tbl. Tímarits
hjúkrunarfræðinga) og ákveðnar almennar skil-
greiningar sem eiga við um hvern launaramma.
Breytingin á launakerfinu snýr J)ví fyrst og fremst
að ])ví að færa ákvörðun um röðun starfsmanna í
launaflokka nær vinnustöðum hjúkrunarfræðinga.
011 önnur atriði í kjarasamningnum eru óbreytt. Að
gefnu tilel'ni ber einnig að ítreka J)að sérstaklega hér
Hjiikriiiiarfrædingar athugið!
Látid meta viðbútarnám til launahækkunar
fyrir áramót!
Mikilvægt er að hjúkrunarfraíðingar láti meta allt
viðhótarnám sitt til launahaíkkunar fyrir næstu
áramót. Þegar nýtl launakerfi tekur gildi falla
niður núverandi reglur um mat á viðhótarnámi
en í stað Jiess verður samið á hverri stofnun l’yrir
sig uin hvernig skuli meta viðhótarnám. Þegar
hjúkrunarfræðingar færast yfir í nýtt launakerfi
verður Jiess gætt að enginn lækki í laiinum þamiig
að ef hjúkrunarfraíðingar hafa fengið launaflokk
eða launaflokka vegna mats á viðbótarnámi skv.
núverandi reglum |>á taka Jieir |>á launahækkun
með sér inni í nýtt launakerfi. Þannig taka
hjúkrunarfræðingar allan sinn ,,farangur“ með
sér inni í nýtt launakerfi en með „farangri“ er átt
við Jiá launaflokka sem hjúkrunarfra;ðingar liafa
nú, t.d. vegna viðbótarmenntunar eða vegna
stöðu deildarhjúkrunarfræðings I eða deildar-
hjúkrunarfræðings 2.
232
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL. 73.ÁRG. 1997