Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Síða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1997, Síða 54
ÞANKASTRIK Þunkastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim nœsta. í Þanka- striki gefst hjúkrunarfrœðingum fœri á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjart- fólgið. Pistlarnir geta Jjallað um ákveðin málefni. sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitt- hvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og h ugmyndaj'rœði þess. Anna Guðrún Gunnarsdóttir skrifaði Þankastrik síðasta blaðs en nú tekur Sonja S. Guðjónsdóttir upp þráðinn. Vefj agigt - hvað er það? Sonja S. Guðjónsdóttir Mig langar að segja frá sjúkdómi sem ég greindist nýlega með. Sjúkdómi sem margir hafa einhvern tíma heyrt nefndan en vita htið um. Þetta er sjúkdóin- urinn vefjagigt eða FIBROMYALGIA SYNDROM. Oftar en ekki, þegar þessi sjúkdómur kemur til tals, er spurt: vefjagigt - hvað er nú |>að? Og það er oft erfitt að litskýra í stuttu máli liver einkennin eru og hvernig sjúkdómsgreint er. Ekki er hægt að staðfesta sjúkdóm- inn með viðurkenndum aðferðum, svo sem blóðprufum, vöðvasýnum o.þ.h. Það vill því oft hera á að einkenni vefjagigtarsjúklinga séu ekki samþykkt sem raunveru- leg heldur eitthvað luiglægt. Ymsar rannsóknir hafa þó staðfest að ýmislegt líkamlegt fer úrskeiðis, m.a. brengl- ast svefnmynstur þannig að djúpur svefn verður minni og einnig lirenglast ýmis taugaboðefni. Þekking á sjúk- dómnum er hýsna lítil innan heilhrigðiskerl'isins og því ekki von að almenningur þekki hann eða skilji. Því mæta vefjagigtarsjúklingar oft litlum skilningi meðal fjölskyldu, vina og vinnuveitenda. Vefjagigt er heiti yfir langvarandi sjúkdóm sem ein- kennist af úthreiddum verkjum í stoðkerfi ásamt ljöl- mörgum öðrum líkamlegum og andlegum einkennum. Það má segja að þessi sjúkdómur sé ósýnilegur. Hann leiðir hvorki til líkamlegrar örkumlunar né dauða en getur valdið viðkomandi miklum þjáningum, bæði lík- amlegum og andleguin, dregið verulega úr starfsjireki og færni og jafnvel lagt fólk alveg í rúmið. Sjúkdómurinn er miklu algengastur hjá konum á aldrinum 20-40 ára, en hann getur komið fram á öllum aldri, jafnvel hjá börnum. Orsakir vefjagigtar eru enn ekki þekktar. Vitað er um ýmsa Jiætti sem geta átt Jiátt í orsökum eða vakið upp sjúkdóminn. Líklega ráða erfðajiættir einhverju Jjví ættarsaga er algeng. Langvarandi líkainlegt og/eða andlegt álag getur haft áhrif, t.d. getur vefjagigt Jiróast eftir áverka, grindarlos eða aðra sjúkdóma. Einstakl- ingar, sem hal'a átt í andlegum erfiðleikum, verða oft fyrir barðinu á Jiessum sjúkdómi, t.d. börn og makar áfengissjúklinga, einstaklingar sem liafa orðið fyrir ofheldi eða sifjaspellum o.s.frv. Helstu einkennin eru: vöðvaþreyta, vöðvaverkir, vöðvastirðleiki, svefntruflanir, yfirjiyrmandi Jireyta, Jirotatilfinning, stingir og dofi, einkum í liöndum og fótum, aumir blettir, svokallaðir „eymslapunktar“ við þreifingu á vöðvum og sinafestingum. Einkennin versna við álag, bæði líkamlegt og andlegt, og við kulda, trekk og ralta. Greining sjúkdómsins felst í sögu um ákveðinn fjölda fyrrgreinda einkenna í að minnsta kosti 6 mánuði. Aður nefndir „eymslapunktar“ eru 18 talsins. Ef 11 jmnktar eða fleiri eru aumir er viðkomandi greindur með vefjagigt. Þar sem orsakir sjúkdómsins eru ekki Jiekktar er engin fullnaðarlækning til. Hann leggst á fólk líkamlega, andlega og félagslega og taka verður á ölliiiii Jiessum þáttum í meðferðinni. Þetta er langvarandi sjúkdómur og langtímameðferðar er þörf við honum. Mjög mikil- vægt er að sjúklingurinn geri sér strax grein fyrir því. Oftast felst meðferðin fyrst og fremst í algjörri breyt- ingu á lífsstíl. Helstu meðferðarjiættir eru fræðsla, sjúkraþjálfun, t.d. breyting á líkamsstöðu og nudd, lyfjameðferð við verkjum og svefntruflunum, óhefð- bundin meðferð, t.d. Iireytt mataræði og vítamínkúrar. Arangur meðferðarinnar er svo undir Jiví kominn hvernig tekst að virkja sjúklinginn til sjálfshjálpar. Eg hef náð góðum tökum á vefjagigtinni. Naut ég Jiar ómetanlegrar aðstoðar sjúkraþjálfara sem hefur lagt sig fram um að hjálpa vefjagigtarsjúklingum. A árinu, sem liðið er frá Jiví ég greindist með sjúkdóminn, hefur bat- inn verið stórkostlegur, ég er gjörsamlega ný manneskja og hefur ekki liðið jafn vel í mörg ár. Þakka ég Jiað að hafa tekið meðferðina föstum tökum frá upphafi. Eg hef verið oft í viku í sjúkraþjálfun og gigtarleikfimi, breytt um mataræði, t.d. sleppt sykri og geri, lagt áherslu á hvíld og slökun daglega og notað lyf til að ná góðri hvíld. En ég hef einnig farið nið-r í lægð, Ji.e. að einkennin lóru að hlossa upp aftur. Eg var fúns vegar fljót að ná mér upp úr því með réttri meðferð. Og Jia^ kenndi mér að hún er lífstíðarvinna. Ekki þýðir að slá slöku við Jiví Jiað skilar sér í verri líðan. Það J)arf að Jiekkja sín takmörk og kunna að bregðast rétt við Jieim. I stuttum pistli er engan veginn hægt að gera vefja- gigtinni tæmandi skil en hún er vissulega efni í ýtarlegri grein, hyggða á fræðilegum grunni. Eg bið ykkur að virða viljann fyrir verkið og vonast til að eftir lesturinn séu Jiið einhvers vísari og að mér liafi tekist að vekja at- hygli á vefjagigtinni. Skorað er á Ólafíu Pálsdóttur að skrifa nœsta Þankastrik. 246 Tl'MARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4.TBL.73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.