Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 21
Ný heildarstefna heilsugæslunnar tíl næstu fimm ára: kdmMúkruiAAr tikar tii ■S'tAY'fA UM líÆStu ÁrAMÓt Árið 1999 varð sú breyting á yfirstjórn heilsugæsiunnar í Reykjavík að ráðinn var hjúkrunarforstjóri yfir hjúkrunarsvið hennar. Ári síðar var ákveðið að sameina til reynslu embætti héraðslæknisins í Reykjavík og lækningaforstjóra heilsugæslunnar. Störf 3ja annarra stjórnenda voru endur- skilgreind þannig að þeir fengu starfsheitin framkvæmda- stjóri (starfsmannasviðs, rekstrarsviðs og skrifstofusviðs) og mynda þessir 5 undir stjórn forstjóra heilsugæslunnar framkvæmdastjórn hennar. Hlutverk hjúkrunarforstjóra er að samræma hjúkrunarþjónustu heilsugæslustöðvanna 8 í Reykjavík og Heilsuverndarstöðvarinnar og vera fulltrúi heilsugæslunnar gagnvart ráðuneyti og öðrum samstarfs- aðilum heilsugæslunnar. Þórunn Ólafsdóttir var ráðin hjúkrunarforstjóri heilsu- gæslunnar í Reykajvík. Þórunn útskrifaðist 1979 úr náms- braut í hjúkrunarfræði og vann á ýmsum deildum spítala næstu tvö árin. 1981 varð hún hjúkrunarfræðslustjóri á Landakotsspítala og vann þar í 7 ár. 1988 lá leiðin til heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi, fyrst til að leysa hjúkrun- arforstjórann af í eitt ár og svo tók hún alfarið við því starfi, bætti við sig rekstrarstjórn 1990 og var einnig í því starfi þar til leiðin lá á Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg í nóvember 1999 en þar er skrifstofa hjúkrunarforstjóra til húsa. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga heimsótti Þórunni á skrifstofu hennar einn fallegan haustmorgun yfir vatnsglasi því hún segist aldrei hafa vanist því að drekka kaffi. Segir hún reynsluna af Seltjarnarnesi hafa verið sér mjög gott veganesti í þetta starf. „Þetta var mikil reynsla og gerði mér kleift að kynnast heilbrigðiskerfinu mjög vel frá öllum hliðum. Það voru heilmikil tengsl við fjármála- ráðuneyti og önnur ráðuneyti og gaf þetta mér mjög góða yfirsýn yfir reksturinn enda er starf mitt hér líka rekstrarlegs eðlis, við þurfum að standast áætlanir." Skömmu eftir að hún tók við starfinu sameinuðust 4 heilsugæslustöðvar utan Reykjavíkur Reykjavík rekstrar- lega, Mosfellssveit, Seltjarnarnes og tvær stöðvar í Kópa- vogi, svo í dag eru þær heilsugæslustöðvar, sem heyra undir heilsugæsluna, 14 talsins ef Heilsuverndarstöðin er talin með. Hún segir að mjög fljótlega eftir að hún tók við starfinu hafi umræða um stefnu og markmið farið af stað. „Við vorum sammála um að heilsugæslan hefði átt við vandamál að stríða undanfarin ár, ekki síst vegna breytinga á launakjörum lækna en hætt var að greiða fyrir unnin verk starfsfólkinu“ segir Þórunn Ólafsdóttir. og tekið upp fastlaunakerfi. Læknar voru mjög ósáttir við þau laun sem kjaranefnd hafði úthlutað þeim og sennilega hefur það haft í för með sér að unglæknar urðu áhuga- lausari um að fara í nám í heimilislækningum og undir- mannað varð á stöðvunum. Þetta hafði áhrif á starfsanda og það þurfti að gera eitthvað til að auka samkennd fólks- ins og bæta starfsandann og um leið þjónustuna." Því var ákveðið að fara út í stefnumörkun, skilgreina stefnu og markmið stofnunarinnar. „Við lögðum mikla áherslu á að vinna frá grasrótinni, fá hugmyndir frá starfs- fólkinu og við leituðum til ráðgjafarfyrirtækja, og tókum tilboði frá VSO Deloitte og Touche ráðgjöfum og Háskól- anum í Reykjavík. Þessi vinna hófst haustið 2000 og lögðum við mikla áherslu á stjórnunarfræðslu og hópvinnu starfsfólks, henni er nú að Ijúka, við erum að ganga frá lokatillögum. Þær verða kynntar fyrir starfsfólki í október nk. í lokatillögunum hafa verið skilgreind hlutverk, gildi, framtíðarsýn og stefnumarkandi lykilþættir en þeir eru þjónustuþættir, þjónustuform, rekstrarform, skipulag og aðföng. „í hverjum þætti fyrir sig höfum við haft í huga starfsmannastjórn, gæðaþróun, upplýsingatækni, mark- aðsstefnu og rannsóknar- og fræðslustarf. Við höfum reynt að gera okkur grein fyrir styrk okkar og veikleikum, ógn- unum og tækifærum og reynt að ýta undir styrk og draga úr veikleikum í hverjum þætti. Læknar hafa lagt áherslu á aukna mönnun. Hjúkrunarfræðingar hafa mikið rætt sína stöðu, t.d. aukið starfssvið og fjölgun stöðugilda, að þeir 245 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.