Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 22
komi t.d. meira inn í móttöku og símaráðgjöf. Ein mesta
breytingin varðandi hjúkrunarfræðinga er að þeir verða
sýnilegri innan heilsugæslunnar, þeir hafa verið mest í ung-
barna- og mæðravernd, heimahjúkrun og skólahjúkrun en
í tillögunum er gert ráð fyrir að starfssvið þeirra víkki.
Hjúkrunarfræðingurinn er t.d. yfirleitt sá aðili sem skjól-
stæðingurinn fær fyrst samband við og í flestum tilfellum er
verið að óska eftir viðtali við lækni en hjúkrunarfræðing-
urinn getur greint og oft afgreitt erindi skjólstæðings eða
vísað honum á þann aðila sem hefur bestu sérþekkingu til
að sinna málum hans. Áhersla er lögð á að hver starfsstétt
vinni það starf sem hún er sérhæfð til og þannig sé hæfni
hvers nýtt sem best.“
-Hvað um að fá fleiri starfsstéttir til þjónustu við heilsu-
gæsluna, svo sem félagsráðgjafa og sálfræðinga?
„Það hefur verið rætt, iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar hafa
t.d. unnið á heilsugæslustöðvum. En það hefur verið erfitt
að fá fjárheimild og aðstöðu, það þarf að skilgreina betur
það forvarnastarf sem þessir aðilar vinna. Það koma fjöl-
mörg vandamál til heilsugæslunnar sem eru andlegs eðlis,
enn sem komið er höfum við ekki tíma eða aðstöðu til að
sinna þessum skjólstæðingum eins vel og við vildum, en
ef við hefðum sálfræðing og félagsráðgjafa gætum við veitt
betri þjónustu. Styrkleiki heilsugæslunnar er samfella,
nálægð við skjólstæðinginn og það er auðvelt að nálgast
þjónustuna, mun auðveldara en að nálgast þjónustu
annarra sérfræðinga. Samband milli heimilislæknis og
skjólstæðings er mjög náið. Unga fólkið, sem er að koma
nú sem skjólstæðingar, er þó öðruvísi að því leyti að það
vill fá þjónustuna hér og nú og skiptir þá minna máli hvort
þeir hafi haft tengsl við einstaka starfsmenn."
Þórunn segir stefnuna, sem mótuð hefur verið til næstu
fimm ára, tilbúna nú í haust og verður þá samin áætlun
um hvernig henni verður komið í framkvæmd. Gert er ráð
fyrir ákveðinni heildarstefnu sem allar heilsugæslustöðvar
vinni eftir en hver stöð um sig getur þó útfært hana eftir
hverfum og íbúasamsetningu. Þegar stefnan hefur komið
til framkvæmda verður fylgst með því hvort henni sé fram-
fylgt. Meðal þjónustuþátta er öflug almenn læknis- og
hjúkrunarþjónusta, geðvernd, unglingavernd, heilsuvernd
aldraðra og forvarnir vegna áfengis- og vímuvarna og
smitsjúkdóma. Þórunn segir að auka þurfi almenna
fræðslu um ýmis efni og verði því komið á heimasíðu og í
þar til gerða fræðslubæklinga. Meðal veigamikilla breytinga
er stefnt að því að koma á fót miðstöð heimahjúkrunar en
hlutverk hennar er að sinna öflugri og samræmdri sólar-
hringsþjónustu og sinna þeim skjólstæðingum sem þurfa
sérhæfða og umfangsmikla heimahjúkrun.
„Jafnframt erum við með starfandi vinnuhóp sem er að
leggja drög að því að skipuleggja eftirlit með heilsufari
aldraðra á hverfisstöð fyrir þá sem eru að byrja að vera
óöruggir, það fólk yrði t.d. heimsótt einu sinni, því boðið
246
að koma í viðtal á stöðina eða talað við það í síma. Sjúkra-
húsin útskrifa nú fólk sem er mun veikara en það var fyrir 5
árum. Við þurfum að greina hverjir þurfa vitjunar við og
hverjir geta komið á heilsugæslustöðina. Við höfum unnið í
nánum tengslum við heimaþjónustu Reykjavíkurborgar og
Svæðisskrifstofu Reykjavíkur varðandi aldraða og fatlaða.
Við höfum ekki náð að halda eins vel utan um þessa
þjónustu og við teljum nauðsynlegt en með tilkomu mið-
stöðvar heimahjúkrunar vonumst við til að geta veitt mun
betri þjónustu. Fyrst um sinn verður heimahjúkrunin þó
veitt að hluta til á heilsugæslustöðvunum, fyrsti áfanginn
flyst út um áramótin, þ.e. kvöld-, nætur- og helgarþjónusta
og þeir sem ekki eru skráðir með heimilislækna á viðkom-
andi heilsugæslustöð. Seinni áfanginn verður síðan á
miðju næsfa ári, þá munum við skoða hvernig hefur
gengið og hvort við erum tilbúin til að stíga skrefið til fulls
og flytja alla þjónustuna."
Annar mikilvægur þáttur heilsugæslunnar er skóla-
hjúkrunin. Hlutverk heilsugæslunnar á lögum samkvæmt
að vera forvarnir og eftirlit með heilsufari og aðbúnaði
skólabarna. Þórunn segir að hlutverkið hafi þó breyst
mikið á undanförnum árum, nú séu mun fleiri börn með
heilsufarsleg vandamál í skólunum. Mikið er um ofvirk eða
misþroska börn. Þá er einnig töluvert um börn með
ofnæmi, sykursýki og flogaveiki. „Við höfum mikið rætt um
hvort heilsugæslan eigi að sinna meðferð þessara barna í
skólanum. Þá höfum við rætt heilsugæslu í framhaldsskól-
unum. Okkur finnst hafa tekist vel til með efri bekki grunn-
skóla og við höfum náð vel utan um það en framhalds-
skólanemum þarf að sinna betur. Það þarf t.d. að kanna
hvað veldur því þegar börn hætta að mæta í skólann, ungt
fólk á þessum aldri býr oft við mikla streitu og kreppu og
skipulagt eftirlit og forvarnir geta haft mikið að segja í því
sambandi."
-Hvernig sérð þú þróun heilsugæslunnar í framtíðinni?
„Ég vona að við náum að framfylgja þeirri framtíðarsýn
sem við höfum sett okkur, að heilsugæslan stuðli að bættu
heilbrigði íbúanna með markvissri, samfelldri og aðgengi-
legri þjónustu og vinni að betra lífi íbúanna með því að efla
heilsu þeirra og þróa þjónustuna.
Ég vil sjá heilsugæsluna í fararbroddi í almennri heil-
brigðisþjónustu og að hún hafi á að skipa starfsfólki sem
leggur metnað sinn í að þjóna skjólstæðingunum af fag-
mennsku og virðingu.
Þetta krefst fjölbreyttari þjónustu og aukinnar sérhæf-
ingar hjúkrunarfræðinga.
Fáar hjúkrunarrannsóknir hafa verið gerðar hér á landi
innan heilsugæslu og þær þarf að efla. Til þess að svo
megi verða þurfum við á hjúkrunarfræðingum að halda
sem hlotið hafa framhaldsmenntun bæði í klínísku og
rannsóknartengdu námi. Jafnframt þurfum við að efla enn
frekar samstarf við hjúkrunardeild Háskóla íslands."
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001