Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 24
Ráðstefna um $i
s\\ v[ \ 'v X1 m ir
m p #
, f MWr flijwr
Ráðstefnan var vel sótt.
Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og fræðsluráð hjúkrunar á geðsviði hélt
ráðstefnu 21. sept. sl. um siðfræði geðheilbrigðisstétta.
Ráðstefnan var sett af Eydísi Sveinbjarnardóttur, sviðsstjóra
geðsviðs LSH. Fyrirlesarar voru Stefán Hjörleifsson, læknir
og heimspekingur, sem ræddi um siðfræði, virðingu og
reisn, dr. Páll Biering, hjúkrunarfræðingur, ræddi um
siðferðileg álitamál varðandi innlagnir unglinga á geðdeildir,
Héðinn Unnsteinsson, framkvæmdastjóri Geðræktar, hélt
erindi sem nefndist fimm tígrisdýr og jarðarber og Styrmir
Gunnarsson, ritstjóri, hélt erindi um siðferðileg álitamál sem
upp koma í samskiptum geðsjúkra og aðstandenda þeirra.
Þá fjallaði Óttar Guðmundsson, geðlæknir, um valfrelsi
sjúklinga, Jóhanna Bernhardsdóttir, lektor, var með
hugleiðingu um hin ýmsu andlit geðhjúkrunar og Laura
Scheving Thorsteinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri
gæðmála LSH, fjallaði um tilfinningagreind. Að loknum
fyrirlestrum var fyrirlesurum boðið að taka þátt í í
pallborðsumræðum. Stjórnandi pallborðsumræðna var
Kristín Thorberg, geðhjúkrunarfræðingur. Fundarstjóri ráð-
stefnunnar var Helga Jörgensdóttir, geðhjúkrunarfræðingur.
Siðferðileg álitamál virðast vera ofarlega í huga margra
því ráðstefnuna sóttu 170 manns. Undirbúningsnefnd ráð-
stefnunnar vill þakka öllum ráðstefnugestum áhugann og
hvetur hjúkrunarfræðinga til að halda umræðunni á lofti.
Páll Biering var meðal fyrirlesara.
248
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001