Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 41
skráð hefur verið. Það er reyndar búið að tengja sjúkraliða á hjúkrunar- og endurhæfingardeildinni í teymi með tilteknum hjúkrunarfræðingum og þar er kominn vísir að einstaklingshæfðri hjúkrun sem gaman er að fylgjast með. Á þeirri deild var hætt við límmiðakerfið eftir 3ja mánaða notkun þar sem við töidum það ekki henta nógu vel og fórum við þá að flokka NANDA-greiningar meira eftir RAI- matinu og settum inn matslyklana frá 0-4. Ég tel okkur þurfa að huga að öðrum áherslum í staðlaðri skráninu fyrir öldrunargeirann. Þá munum við líka í vetur skoða betur skráninguna sem snýr að fæðingum og sængurlegunni, sú vinna byrjaði í fyrra en henni er ekki lokið.“ „Það þarf að prófa þetta kerfi á fleiri stöðum og kenna fólki að nota staðlaða skráningu,“ segir Jóhanna Fjóla. Hún segir í undirbúningi að prófa notkun á NOC- flokkunarkerfinu sem er yngsta kerfið og metur árangur hjúkrunarmeðferðar. „Á undanförnum árum hafa komið fram auknar kröfur um aukin gæði og hagkvæmni í heilbrigðis- þjónustunni, meira er talað um nauðsyn þess að meta árangur þeirrar meðferðar sem veitt er. Það er ekki hægt að meta gæði og árangur meðferðar með því að nota ein- göngu NANDA og NIC. Mig langar því til að fá starfsfólkið til að prófa NOC á afmörkuðum þáttum þjónustunnar í vetur og tel að þessi stofnun sé tilvalin til þess þar sem stöðluð hjúkrunarskráning er komin lengst hér á landinu og starfsfólkið hefur nauðsynlega undirbúningsreynslu. Lokastigið í þessu breytingarferli hjá okkar, sem stefnt er að náist fyrir áramótin, er að fara að bera meðferðina undir sjúkiingana og hafa meira samráð við þá eins og gert er ráð fyrir í reglum um réttindi sjúklinga." Hún segir að komið hafi óskir frá nokkrum stöðum á landinu að nota þetta kerfi. „Það þarf að prófa þetta kerfi á fleiri stöðum og kenna fólki að nota staðlaða skráningu og undirbúa þannig komu rafrænnar skráningar. Ég er nokkuð viss um að það mun enginn sakna handskrán- ingar.“ Hjúkrunarfræðingar hafa verið gagnrýndir fyrir að vera alltaf að skrifa og skrá upplýsingar og Jóhanna segir að það þurfi að hlusta á þá gagnrýni og velta því til dæmis fyrir sér hvort skráð sé of mikið af óþarfa upplýsingum. „Rafræn skráning mun verða að veruleika á sjúkrahúsum innan fárra ára og við verðum að undirbúa það vel og tryggja að hugbúnaðurinn verði vinnuvænn og tímaspar- andi. Sums staðar eriendis, þar sem farið er að nota raf- ræn sjúkraskrárkerfi, hefur ekki gengið nógu vel og tekið of langan tíma að skrá. Ég hef séð tölur um að allt að 40% vinnutímans geti farið í að skrá í þessum kerfum, þetta má ekki gerast hjá okkur. Ég hef ekki tölur frá íslandi hvað mikill tími hjúkrunarfræðinga fer í skráningu en ætla má að það geti verið allt að 20-25 % af hverri vakt sem mér finnst of mikið. Við þurfum að leita leiða til tryggja að tíminn, sem fer í skráninguna, styttist frekar en hitt. Það er ýmislegt sem við þurfum að skoða í okkar starfi og vil ég nefna miðlun munnlegra upplýsinga á vaktaskiptunum sem ég hef mikið hugsað um og reynt að breyta hér. Ég tel að á flestum stöðum sé eytt of miklum tíma í þetta. Þessi gamla hefð var nauðsynleg meðan skráningin var lítil, núna er miklu meira skráð og hver og einn getur gengið að flestum þeim upplýsingum sem þörf er á hverju sinni en samt eru teknar um 30 mínútur í upphafi hverrar vaktar til að miðla því sem hver og einn getur í raun bara lesið." Jóhanna telur að í framtíðinni verði meira um samræmda skráningu hjá öllum heilbrigðisstarfshópum. „Við megum aidrei gleyma því að allt snýst þetta auðvitað um sjúklinginn og það þurfum við að horfa á og í framtíðinni verður eflaust meira um þverfagiega skráningu inni á sjúkrahúsum." Hún segir að lokum að gaman væri að heyra frá öðrum sjúkrastofnunum um hvernig gangi með skráninguna þar. Miklar breytingar muni eiga sér stað þegar rafræn sjúkra- skráning verðurtekin í notkun. „Flokkunarkerfin eru ung að árum en ég hef mikla trú á þeim. Það er búið að vinna mikið og merkilegt starf sem á eftir að nýtast okkur í fram- tíðinni og þessi vinna heldur áfrarn." Hún segist horfa til rannsóknahóps í lowa í Bandaríkjunum sem hefur unnið þessi flokkunarkerfi og telur að allir hjúkrunarfræðingar þurfi að kynna sér þá vinnu og fylgjast með þróuninni. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 265

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.