Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Qupperneq 54
ATVINNA
ÍCTÍtrtftS) heilbrigðisstofnuninselfossi
Heilbrigðisstofnunin, Selfossí
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á hand-
og lyflæknissviði sjúkrahússins
í fasta stöður.
Á deildinni er fjölþætt og spennandi hjúkrun
við góðar aðstæður. Fræðsla og símenntun
er talsverð. Vinnuhlutfall og
vaktafyrirkomulag er samningsatriði.
Athugið, einnig vantar hjúkrunarfræðing á
næturvaktir. Greitt er sérstaklega fyrir þær.
Hjúkrunarfræðinga vantar á Ljósheima,
ianglegudeild sjúkrahússins, í fastar stöður.
Á Ljósheimum eru ýmsar nýjungar á döfinni
og virk hjúkrun fyrir aldraða. Þar eru
hjúkrunarfræðingar á tvískiptum vöktum en
bakvöktum á nóttunni. Á Ljósheimum eru
26 hjúkrunarpláss, þar af eru 2 nýtt til
hvíldarinnlagna.
Aðstoðum við útvegun húsnæðis.
Nánari upplýsingar um verkefni
sjúkrahússins, starfsumhverfi, launakjör og
aðra þætti gefur
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
hjúkrunarforstjóri,
sími 4821300, GSM 8615563
adalheidur.gudmundsdottir@hss.selfoss.is
Hrafnista
í Reykjavík og Hafnarfirði
Hjúkrunarfræðingar
Hrafnista í Hafnarfirði
Hjúkrunarfræðinga vantar á kvöld- og
helgarvaktir. Stöðuhlutfall samkomulag.
Upplýsingar veitir Alma Birgisdóttir í
síma 585-3000 eða 585-3101.
Leikskóli er á staðnum.
Hrafnista í Reykjavík
Aðstoðardeildarstjóra vantar á
hjúkrunardeild.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á
morgun- og kvöldvaktir. Stöðuhlutfall
samkomulag.
Upplýsingar veitir Halldóra Hreinsdóttir í
síma 585-9500 eða 585-9401.
Einning er hægt að sækja um störf á
heimasíðu Hrafnistu, www.hrafnista.is.
278
FfrahciskusspItali
iBlSIYKKISHOlMI
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Á sjúkradeild St. Franciskusspítala í
Stykkishólmi vantar hjúkrunarfræðinga til
starfa. í boði eru morgun- og kvöldvaktir.
Auk þess eru í boði bakvaktir sem
skiptast með hjúkrunarfræðingum.
Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Unnin
er önnur hver helgi.
Við bíðum áhugasamar eftir því að taka á
móti þeim sem vilja koma í heimsókn og
skoða, jafnframt eftir því að kynna
verkefni sjúkrahússins og hvað
Stykkishólmur hefur upp á að bjóða.
Margrét Thorlacius,
hjúkrunarforstjóri (netfang
margret@sfs.is),
og Hrafnhildur Jónsdóttir,
hjúkrunardeildarstjóri (netfang
hrafnhildur@sfs.is),
í síma 438-1128
ST. JÓSEFSSPÍTALI SttS
HAFNARFIRÐI
Lausar stöður
Lyflækningadeild
Hjúkrunarfræðingar
Laus er staða hjúkrunarfræðings á
lyflækningadeild spítalans sem fyrst eða
eftir nánari samkomulagi.
Á deildinni fara fram fjölbreytt og
áhugaverð störf sem eru í stöðugri þróun
hvað varðar framför í hjúkrun.
Hjúkrunarfræðingar í Hafnarfirði og
nágrenni, þetta er mjög góður kostur fyrir
ykkur. Þetta er skemmtileg deild og svo
er stutt í vinnu sem hentar vel. Þetta er
fjölskylduvænt, sérstaklega
hjúkrunarfræðingum með börn.
Komið gjarnan í heimsókn til okkar og
við segjum ykkur nánar frá starfseminni
og vaktafyrirkomulagi.
Unnið er þriðju hverja helgi 8 tíma vaktir.
Einnig eru lausar eingöngu nætur- og
helgarvaktir.
Nánari upplýsingar veitir Birna
Steingrímsdóttir,
hjúkrunardeildarstjóri, í síma
555 0000 eða Gunnhildur
Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri,
í síma 555 0000.
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin
á Akranesi
Hjúkrunarfræðingar, takið eftir
Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa
á eftirtaldar legudeildir:
handlækningadeild
hjúkrunar- og endurhæfingardeild
lyflækningadeild
í gangi er spennandi þróunan/inna á
öllum deildum sem byggir á notkun
staðlaðra flokkunarkerfa (NANDA, NIC
og NOC). Lögð er áhersla á að gæði
hjúkrunar og þarfir sjúklinga séu hafðar
að leiðarljósi.
Hér er gullið tækifæri fyrir áhugasama
hjúkrunarfræðinga að læra nýjar áherslur
í skráningu sem hjúkrun framtíðarinnar
mun byggja á.
í boði er einstaklingshæfð aðlögun með
reyndum hjúkrunarfræðingum ásamt
kennslu í notkun flokkunarkerfa.
Getum einnig boðið nokkrum 3. og 4.
árs nemum vinnu um helgar í vetur.
Hafið endilega samband og fáið nánari
upplýsingar, m.a. um launakjör og
vinnufyrirkomulag.
Upplýsingar gefur Steinunn
Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri í
síma 430 6000.
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á
Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasvið og
heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er
starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga
vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um
kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á
vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjón-
ustu á lyflækningadeiid, handlækn-
ingadeild, fæðingar- og kvensjúkdóma-
deild og á vel búnum stoðdeildum þar
sem höfuðáhersla er lögð á þjónustu við
íbúa Vestur- og Suðvesturlands.
Jafnframt er lögð áhersla á þjónustu við
íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á
heilsugæslusviði er veitt almenn heilsu-
gæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæslu-
umdæmi Akraness með forystuhlutverk
varðandi almenna heilsuvernd og
forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun
heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla
íslands og aðrar menntastofnanir.
Starfsmenn stofnunarinnar eru um
240 talsins.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001