Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2006, Side 8
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH, elsa@hjukrun.is
VIÐHORFSKÖNNUN FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA
í starfsáætlun Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga (FÍH) fyrir starfstímabilið 2005-
2007, sem samþykkt var á fulltrúaþingi
9.-10. maí 2005, kemur m.a. þetta fram:
• Unnin verði könnun á mati hjúkrunar-
fræðinga og óskum varðandi þjónustu
félagsins við þá.
• Fræðslunefnd félagsins geri könnun
á fræðsluþörfum hjúkrunarfræðinga.
Félagið nýti niðurstöður könnunarinnar
til að móta stefnu í símenntunarmálum
hjúkrunarfræðinga og vinni í framhaldi
af því að auknu framboði félagsins
á fræðslu handa hjúkrunarfræðingum,
m.a. með notkun fjarfundabúnaðar.
• Áfram verði unnið að eflingu Tímarits
hjúkrunarfræðinga. Gerð verði lesenda-
könnun og formleg ritstjórnarstefna
síðan mótuð með hliðsjón af niður-
stöðum könnunarinnar.
Auk þessa hafði orlofsnefnd félagsins
haft uppi áform um að kanna vilja
félagsmanna varðandi nýtingu orlofs-
sjóðsins. Stjórn FÍH taldi rétt að
sameina þessar fjórar kannanir í eina
viðamikla viðhorfskönnun meðal hjúkr-
unarfræðinga. Á haustmánuðum 2005
var gerður samningur við Félagsvísinda-
stofnun Háskóla íslands um gerð og
framkvæmd könnunarinnar.
Framkvæmd könnunarinnar
Ákveðið var að óska eftir því við alla
hjúkrunarfræðinga 75 ára og yngri, sem
búsettir voru hér á landi, að taka þátt í
könnuninni. Könnunin fór fram dagana
16. nóvember til 15. desember 2005. Alls
fengu 3.127 félagsmenn sent bréf um
könnunina 10. nóvember 2005 þar sem
vefslóð könnunarinnar var gefin upp. Þeir
sem þess óskuðu gátu fengið könnunina
senda í bréfpósti. Tvö ítrekunarbréf
voru send út í lok nóvember þar sem
félagsmenn voru hvattir til þátttöku,
annars vegar í bréfpósti og hins vegar
fengu um 1.800 félagsmenn tölvupóst,
þ.e. þeir sem gefið hafa félaginu upp
netfang sitt. Svör bárust frá 1.206
félagsmönnum á vefnum og 41 í bréfpósti.
Alls bárust því 1.247 svör en það er
39,9% svarhlutfall.
Um 70% svarenda eiga heima á
höfuðborgarsvæðinu og 57% svarenda eru í
100% starfshlutfalli eða meira. Aldursdreifing
var nokkuð jöfn, þó eru 35% svarenda á
aldursbilinu 45-54 ára. Alls 34% svarenda
voru með 25 ára eða lengri starfsaldur.
félagsins. Alls 79% svarenda töldu sig hafa
fengið mjög eða frekar góða þjónustu hjá
félaginu. 7% töldu þjónustuna hafa verið
frekar eða mjög slæma. Hlutfallslega færri
í yngsta aldurshópnum (25-34 ára) en í
eldri aldurshópum voru mjög ánægðir með
almenna afgreiðslu FÍH og fór ánægjan
stigvaxandi eftir því sem svarendur voru
eldri. Hið sama var uppi á teningnum hvað
varðaði símsvörun og viðmót starfsfólks,
hlutfallslega fæstir í yngsta aldurshópnum
voru mjög ánægðir en hlutfallslega flestir í
þeim elsta (55 ára og eldri).
Helstu niðurstöður og
fyrirhugaðar aðgerðir
Starfsemi FÍH
Á árinu 2005 leituðu 59% svarenda í
könnuninni til félagsins. Algengast var
að hjúkrunarfræðingar leituðu til félagsins
vegna orlofssjóðsins og næstalgengast
að leitað væri til þess vegna styrktarsjóða.
Fjórðungur svarenda tilgreindi réttindamál
sem ástæðu þess að þeir leituðu til
Stjórn félagsins telur afar jákvætt hversu stórt
hlutfall hjúkrunarfræðinga leitar til félagsins
og hversu ánægðir þeir eru alla jafna með
þjónustuna. f Ijósi minnstrar ánægju yngstu
hjúkrunarfræðinganna hefur stjórnin ákveðið
að kalla saman hóp fulltrúa síðustu fimm
brautskráningarhópa til skrafs og ráðagerða
um það hvaða hugmyndir og kröfur ungir
hjúkrunarfræðingar hafa og gera til félagsins
og hvernig sinna megi þörfum þeirra.
6
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2. tbl. 82. árg. 2006